Innlent

Vill lífga upp á Strætó með fríum ferðum

Árni Sæberg skrifar
Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Stöð 2/Egill

Borgarfulltrúi Vinstri grænna hefur lagt fram tillögu þess efnis að áfyllanlegt Klapp-kort með tveggja ferða inneign eða meira verði sent á hvert einasta heimili í Reykjavík.

Líf Magneudóttir lagði þetta til á fundi borgarráðs í gær. „Hugmyndin með þessu er að kynna fólk fyrir þægindum almenningssamgangna, hvetja til notkunar þeirra og efla Strætó,“ segir hún í færslu á Facebook um málið.

Þá segir Líf að mögulegt væri að útvíkka hugmyndina og taka hana upp á vettvangi SSH og gefa hverju heimili á höfuðborgarsvæðinu eitt Klapp kort.

„Áfram Strætó alla leið!“ segir hún að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×