„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. mars 2023 22:07 Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur tók nokkur góð samtöl við dómarana í kvöld, þó ekki við Bjarka Þór enda dæmdi hann ekki leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur. „Hann var mjög kærkominn. Eins og við töluðum um fyrir leik þá erum við búnir að vera að strögla mikið og okkur var farið að þyrsta í sigur. Þannig að þetta var mjög kærkomið.“ Það fór ekkert á milli mála að Grindvíkinga þyrsti í þennan sigur, og ákefðin í þeirra leik og hugarfarið var til fyrirmyndar allar 40 mínútur leiksins. „Þetta er það sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Þessi litlu smáatriði sem skipta rosalega miklu máli, sérstaklega fyrir okkar lið. Það var til fyrirmyndar í dag og ég er bara mjög sáttur.“ „Það komu kaflar þarna í fyrri hálfleik og við vissum alltaf að þeir myndu setja einhver skot eftir að við komumst þarna á skrið í þriðja. En eins og þú segir, við vorum bara „kassinn út“ og settum fókusinn á næstu sókn. Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið.“ Gkay Skordilis var drjúgur fyrir Grindvíkinga í kvöld, skoraði 23 stig og virtist varla geta klikkað úr skoti í byrjun leiks. Jóhann tók undir að hann hefði átt skínandi leik í kvöld. „Ég held ég geti bara verið sammála því. Hann var að fá boltann á réttum stöðum, sérstaklega í upphafi leiks og kom okkur af stað í þessu. Það náttúrulega þrengir teiginn og opnar fyrir hina úti og þegar við fáum þetta jafnvægi á leikinn inni og fyrir utan þá er þetta að lúkka mjög vel.“ Með þessum sigri þá má segja að framhaldið sé í höndum Grindvíkinga sjálfra, en þeir eiga mjög mikilvægan leik í næstu umferð gegn Hetti, sem eru einum sigri á eftir Grindavík eftir úrslit kvöldsins. „Algjörlega. Það eru risaleikir framundan hjá okkur þessir fjórir sem eftir eru og munu skera úr um það hvernig þetta endar hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik var töluvert meira dæmt á Grindvíkinga en Stjörnumenn, en munurinn var tvöfaldur þegar mest var. Eftir leik varði Jóhann drjúgum tíma á spjalli við Davíð Tómas Tómasson dómara. Var Jóhann eitthvað að reyna að leggja honum línurnar? „Alls ekki. Hann er mikið betri í þessu en ég. Við vorum bara að spjalla um daginn og veginn, þetta var ekkert alvarlegt. Hvort ég var sáttur eða ekki sáttur, stór hluti af okkar leik er að einbeita okkur að því sem við stjórnum.“ „Það eru hlutir sem við getum ekki stjórnað og við getum ekki haft nein áhrif á dómarana. Mér fannst við gera mjög vel í því í kvöld og það hefur vantað upp á í því í síðustu leikjum. Þar ég meðsekur og við allir. Það þýðir ekkert að vera að hengja sig á dómgæsluna. Það er nóg að einbeita sér að annað. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að hafa áhrif á þessa þrjá sem blása í flautuna.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
„Hann var mjög kærkominn. Eins og við töluðum um fyrir leik þá erum við búnir að vera að strögla mikið og okkur var farið að þyrsta í sigur. Þannig að þetta var mjög kærkomið.“ Það fór ekkert á milli mála að Grindvíkinga þyrsti í þennan sigur, og ákefðin í þeirra leik og hugarfarið var til fyrirmyndar allar 40 mínútur leiksins. „Þetta er það sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Þessi litlu smáatriði sem skipta rosalega miklu máli, sérstaklega fyrir okkar lið. Það var til fyrirmyndar í dag og ég er bara mjög sáttur.“ „Það komu kaflar þarna í fyrri hálfleik og við vissum alltaf að þeir myndu setja einhver skot eftir að við komumst þarna á skrið í þriðja. En eins og þú segir, við vorum bara „kassinn út“ og settum fókusinn á næstu sókn. Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið.“ Gkay Skordilis var drjúgur fyrir Grindvíkinga í kvöld, skoraði 23 stig og virtist varla geta klikkað úr skoti í byrjun leiks. Jóhann tók undir að hann hefði átt skínandi leik í kvöld. „Ég held ég geti bara verið sammála því. Hann var að fá boltann á réttum stöðum, sérstaklega í upphafi leiks og kom okkur af stað í þessu. Það náttúrulega þrengir teiginn og opnar fyrir hina úti og þegar við fáum þetta jafnvægi á leikinn inni og fyrir utan þá er þetta að lúkka mjög vel.“ Með þessum sigri þá má segja að framhaldið sé í höndum Grindvíkinga sjálfra, en þeir eiga mjög mikilvægan leik í næstu umferð gegn Hetti, sem eru einum sigri á eftir Grindavík eftir úrslit kvöldsins. „Algjörlega. Það eru risaleikir framundan hjá okkur þessir fjórir sem eftir eru og munu skera úr um það hvernig þetta endar hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik var töluvert meira dæmt á Grindvíkinga en Stjörnumenn, en munurinn var tvöfaldur þegar mest var. Eftir leik varði Jóhann drjúgum tíma á spjalli við Davíð Tómas Tómasson dómara. Var Jóhann eitthvað að reyna að leggja honum línurnar? „Alls ekki. Hann er mikið betri í þessu en ég. Við vorum bara að spjalla um daginn og veginn, þetta var ekkert alvarlegt. Hvort ég var sáttur eða ekki sáttur, stór hluti af okkar leik er að einbeita okkur að því sem við stjórnum.“ „Það eru hlutir sem við getum ekki stjórnað og við getum ekki haft nein áhrif á dómarana. Mér fannst við gera mjög vel í því í kvöld og það hefur vantað upp á í því í síðustu leikjum. Þar ég meðsekur og við allir. Það þýðir ekkert að vera að hengja sig á dómgæsluna. Það er nóg að einbeita sér að annað. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að hafa áhrif á þessa þrjá sem blása í flautuna.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira