Handbolti

Búinn að vinna alla leikina eftir vonbrigðin með Íslandi á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson fagnar sigri íslenska liðsins á HM í handbolta.
Guðmundur Guðmundsson fagnar sigri íslenska liðsins á HM í handbolta. Vísir/Vilhelm

Danska liðið Fredericia er heldur betur að njóta góðs að því að íslenski þjálfari liðsins hefur ýmislegt að sanna eftir erfitt heimsmeistaramót.

Guðmundur Guðmundsson hélt ekki áfram sem landsliðsþjálfari eftir vonbrigði íslenska handboltalandsliðsins á HM í handbolta í janúar. Hann hefur hins vegar ekki tapað leik síðan að mætti aftur í hina vinnuna.

Guðmundur þjálfar Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni og liðið tapaði þremur síðustu deildarleikjum sínum fyrir HM-frí og vann aðeins einn af sex deildarleikjum sínum frá 15. nóvember fram að jólafríi.

Það var því kominn pressa á Guðmund eftir þennan slaka mánuð fyrir HM-frí og það þurfti eitthvað að breytast ef liðið ætlaði að komst í úrslitakeppnina.

Guðmundur náði að rífa sína menn í gang um leið og hann mætti á ný til Danmerkur eftir heimsmeistaramótið í Svíþjóð.

Eftir að Guðmundur snéri heim af HM hefur Fredericia unnið alla fjóra leiki í sína í deildinni.

Fredericia vann eins marks sigur á Álaborg um helgina, 29-28, en hafði á undan unnið Mors-Thy, Sonderjyske og Midtjylland.

Fredericia er nú komið upp í sjöunda sæti deildarinnar en liðið vann topplið Álaborgar á laugardaginn.

Nú tekur við landsleikjahlé þar sem Guðmundur hefði átt að vera á leiðinni til Íslands en hann getur nú einmitt sér að því að undirbúa Fredericia fyrir átökin framundan en fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×