Gítarleikari og einn stofnmeðlima Lynyrd Skynyrd látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2023 08:03 Gary Rossington á tónleikum Lynyrd Skynyrd árið 2019. Getty Gary Rossington, gítarleikari bandarísku sveitarinnar Lynyrd Skynyrd, er látinn, 71 árs að aldri. Með honum er genginn síðasti eftirlifandi stofnmeðlimur sveitarinnar sem er hvað frægust fyrir lag sitt Sweet Home Alabama. Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið Rossington til dauða, en til stóð að sveitin myndi hefja nýtt tónleikaferðalag sitt eftir fjóra mánuði. Rossington er eini meðlimur sveitarinnar sem hefur spilað inn á allar plötur sveitarinnar. Rossington hafði um árabil glímt við vanheilsu, en hann fékk hjartaáfall árið 2015 og gekkst undir hjartaaðgerð árið 2021. Rossington fæddist í Jacksonville í Flórída árið 1951 og stofnaði sveitina Me, You and Him árið 1964 – sveit sem síðar breytti nafni sínu í Lynyrd Skynyrd. Með Rossington í sveitinni voru bassaleikarinn Larry Junstrom og trommarinnn Bob Burns. Þeir félarar kynntust síðar söngvaranum Ronnie Van Zant sem gekk til liðs við sveitina. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1973 þar sem var meðal annars að finna lagið Free Bird sem átti eftir að verða eitt frægasta lag sveitarinnar. Rossington var í hópi þeirra sem sömdu svo lagið Sweet Home Alabama sem var að finna á annarri plötu sveitarinnar Second Helping. Rossington komst lífs af úr flugslysi í Mississippi árið 1977 þar sem söngvarinn Van Zant og gítarleikarinn Steve Gaines voru í hópi þeirra sem fórust. Auk þeirra létust systir Geines, bakraddasöngkonan Cassie Gaines, báðir flugmenn vélarinnar og aðstoðarrótarinn Dean Kilpatrick. Tuttugu manns komust lífs af úr slysinu. Eftir slysið leystist sveitin upp, en kom aftur saman árið 1987 með Rossington og nýjum liðsmönnum. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið Rossington til dauða, en til stóð að sveitin myndi hefja nýtt tónleikaferðalag sitt eftir fjóra mánuði. Rossington er eini meðlimur sveitarinnar sem hefur spilað inn á allar plötur sveitarinnar. Rossington hafði um árabil glímt við vanheilsu, en hann fékk hjartaáfall árið 2015 og gekkst undir hjartaaðgerð árið 2021. Rossington fæddist í Jacksonville í Flórída árið 1951 og stofnaði sveitina Me, You and Him árið 1964 – sveit sem síðar breytti nafni sínu í Lynyrd Skynyrd. Með Rossington í sveitinni voru bassaleikarinn Larry Junstrom og trommarinnn Bob Burns. Þeir félarar kynntust síðar söngvaranum Ronnie Van Zant sem gekk til liðs við sveitina. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1973 þar sem var meðal annars að finna lagið Free Bird sem átti eftir að verða eitt frægasta lag sveitarinnar. Rossington var í hópi þeirra sem sömdu svo lagið Sweet Home Alabama sem var að finna á annarri plötu sveitarinnar Second Helping. Rossington komst lífs af úr flugslysi í Mississippi árið 1977 þar sem söngvarinn Van Zant og gítarleikarinn Steve Gaines voru í hópi þeirra sem fórust. Auk þeirra létust systir Geines, bakraddasöngkonan Cassie Gaines, báðir flugmenn vélarinnar og aðstoðarrótarinn Dean Kilpatrick. Tuttugu manns komust lífs af úr slysinu. Eftir slysið leystist sveitin upp, en kom aftur saman árið 1987 með Rossington og nýjum liðsmönnum.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira