Ferðaþjónustan og sjálfbær framtíð Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Sævar Kristinsson skrifa 6. mars 2023 13:01 Um síðustu áramót gerðu KPMG, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar árlega viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Er þetta fimmta árið í röð sem þessi könnun er gerð. Helstu þættir sem spurt er um tengjast stöðu og horfum fyrirtækjanna í greininni, helstu áherslum og tækifærum í starfsemi þeirra í nánustu framtíð auk ýmissa annarra þátta eins og nýsköpun, sjálfbærni og mannauðsmálum. Bjartsýni ríkir en fjárhagsstaðan þröng Í nýjustu könnuninni sem kynnt var á Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar fyrir skömmu kemur í ljós að almenn bjartsýni ríki í greininni, eftir erfið ár sem mörkuðust af ferðatakmörkunum vegna COVID-19. Viðspyrnan er kröftugri en margir þorðu að vona, enda hafa farþegatölur til Íslands vaxið hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það er ljóst að greinin er enn mjög skuldsett og þó að flestir svarenda segi að það gangi nokkuð vel að greiða niður stuðningslán stjórnvalda, þá eru almennt áhyggjur af fjárhagsstöðu greinarinnar. Það má greina á því að 59% svarenda segja að skuldastaða fyrirtækja muni vaxa eða haldast óbreytt á næstu árum. Eins eru nokkrar áhyggjur af kjarasamningum, en 37% þátttakenda sögðu að þeir legðust beinlínis illa í þau. Samkvæmt könnuninni eru þau mál sem skipta fyrirtæki í ferðaþjónustu mestu máli um þessar mundir aðallega kjaramál, gengismál og aðgengi að starfsfólki. Eins skiptir vaxtakostnaður meira máli nú en áður og fyrirtækjum er umhugað um að ná fram hagræðingu í rekstri. Allt gengur þetta út á að styrkja reksturinn til að gera fyrirtækjunum kleyft að standa undir aukinni skuldsetningu vegna heimsfaraldursins. Val markhópa og aukin tekjusköpun Í könnuninni spurðum við einnig um tækifæri og áskoranir sem blasa við ferðaþjónustufyrirtækjum til framtíðar. Helstu tækifærin að mati þátttakenda í könnuninni felast í því að sækjast eftir gestum sem stoppa lengur og skilja meira eftir sig. Eins lögðu fyrirtækin mikla áherslu á að nýta betur innviði landsins með því að ná meiri dreifingu ferðafólks um landið og eins innan ársins, t.d. með aukinni vetrarferðamennsku. Þegar horft er til langs tíma vilja ferðaþjónustufyrirtæki leggja aukna áherslu á sjálfbærni og verndun náttúrunnar. Stór hluti þátttakenda taldi helstu ógnun til framtíðar geta falist í of miklum ágangi ferðamanna, svokölluðum massatúrisma. Framtíðin felst í sjálfbærni Hér er aðeins stiklað á stóru um helstu niðurstöður könnunarinnar. En þær gefa til kynna að ferðaþjónustufyrirtæki þurfi á næstu misserum að ná meiri framlegð úr rekstrinum með aukinni hagkvæmni og hærri verðum, til að greiða niður skuldir og ná stöðugleika í rekstri. Mikil tækifæri felast í því að ná til betur hugsandi ferðamanna frá mörkuðum í Evrópu sem og Bandaríkjunum og Asíu á næstu árum og tryggja að greinin nái að nýta þá innviði sem til staðar eru. Með betur hugsandi ferðamönnum erum við að vísa til markhóps sem þekkir mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi og náttúru og leytast við að skilja sem mest eftir sig af jákvæðum vistsporum á sem lengstum tíma. Til að ná markmiðum okkar um sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu til framtíðar þarf að leggja áframhaldandi áherslu á aukna ferðaþjónustu utan háannar og eins að jafnari dreifingu ferðafólks á landsbyggðinni. Á sama tíma er nauðsynlegt að Ísland nái að marka sér frekari sess sem sjálfbær áfangastaður og laða til sín gesti sem leggja áherslu á sjálfbærni. Á Nýársmálstofunni var talað sérstaklega um að höfða til gesta sem hafi áhuga á að skilja við áfangastaðinn Ísland í jafngóðu eða betra ásigkomulagi en þegar þau komu til okkar. Þannig getum við skapað auðgandi ferðaþjónustu þar sem við göngum ekki á auðlindirnar okkar til framtíðar, hvort sem þær eru félagslegar, umhverfislegar eða fjárhagslegar. Með því að efla ferðaþjónustuna um land allt erum við að auka fjölbreyttara atvinnulíf og styrkja með því samfélög og byggðir. Á fundinum kynnti ráðherra ferðamála, Lilja Dögg Alfreðsdóttir uppfærslu á stefnuramma fyrir ferðaþjónustuna til 2030 þar sem framtíðarsýnin er sú að Ísland ætli sér að vera leiðandi í sjálfbærni. Í uppfærslu stefnurammans liggur fyrir að leggja til og fjármagna aðgerðaáætlun til að styðja við stefnuna og eru þar fólgin gríðarlega mikil og stór tækifær fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Sævar Kristinsson er sérfræðingur og ráðgjafi hjá KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót gerðu KPMG, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar árlega viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Er þetta fimmta árið í röð sem þessi könnun er gerð. Helstu þættir sem spurt er um tengjast stöðu og horfum fyrirtækjanna í greininni, helstu áherslum og tækifærum í starfsemi þeirra í nánustu framtíð auk ýmissa annarra þátta eins og nýsköpun, sjálfbærni og mannauðsmálum. Bjartsýni ríkir en fjárhagsstaðan þröng Í nýjustu könnuninni sem kynnt var á Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar fyrir skömmu kemur í ljós að almenn bjartsýni ríki í greininni, eftir erfið ár sem mörkuðust af ferðatakmörkunum vegna COVID-19. Viðspyrnan er kröftugri en margir þorðu að vona, enda hafa farþegatölur til Íslands vaxið hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það er ljóst að greinin er enn mjög skuldsett og þó að flestir svarenda segi að það gangi nokkuð vel að greiða niður stuðningslán stjórnvalda, þá eru almennt áhyggjur af fjárhagsstöðu greinarinnar. Það má greina á því að 59% svarenda segja að skuldastaða fyrirtækja muni vaxa eða haldast óbreytt á næstu árum. Eins eru nokkrar áhyggjur af kjarasamningum, en 37% þátttakenda sögðu að þeir legðust beinlínis illa í þau. Samkvæmt könnuninni eru þau mál sem skipta fyrirtæki í ferðaþjónustu mestu máli um þessar mundir aðallega kjaramál, gengismál og aðgengi að starfsfólki. Eins skiptir vaxtakostnaður meira máli nú en áður og fyrirtækjum er umhugað um að ná fram hagræðingu í rekstri. Allt gengur þetta út á að styrkja reksturinn til að gera fyrirtækjunum kleyft að standa undir aukinni skuldsetningu vegna heimsfaraldursins. Val markhópa og aukin tekjusköpun Í könnuninni spurðum við einnig um tækifæri og áskoranir sem blasa við ferðaþjónustufyrirtækjum til framtíðar. Helstu tækifærin að mati þátttakenda í könnuninni felast í því að sækjast eftir gestum sem stoppa lengur og skilja meira eftir sig. Eins lögðu fyrirtækin mikla áherslu á að nýta betur innviði landsins með því að ná meiri dreifingu ferðafólks um landið og eins innan ársins, t.d. með aukinni vetrarferðamennsku. Þegar horft er til langs tíma vilja ferðaþjónustufyrirtæki leggja aukna áherslu á sjálfbærni og verndun náttúrunnar. Stór hluti þátttakenda taldi helstu ógnun til framtíðar geta falist í of miklum ágangi ferðamanna, svokölluðum massatúrisma. Framtíðin felst í sjálfbærni Hér er aðeins stiklað á stóru um helstu niðurstöður könnunarinnar. En þær gefa til kynna að ferðaþjónustufyrirtæki þurfi á næstu misserum að ná meiri framlegð úr rekstrinum með aukinni hagkvæmni og hærri verðum, til að greiða niður skuldir og ná stöðugleika í rekstri. Mikil tækifæri felast í því að ná til betur hugsandi ferðamanna frá mörkuðum í Evrópu sem og Bandaríkjunum og Asíu á næstu árum og tryggja að greinin nái að nýta þá innviði sem til staðar eru. Með betur hugsandi ferðamönnum erum við að vísa til markhóps sem þekkir mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi og náttúru og leytast við að skilja sem mest eftir sig af jákvæðum vistsporum á sem lengstum tíma. Til að ná markmiðum okkar um sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu til framtíðar þarf að leggja áframhaldandi áherslu á aukna ferðaþjónustu utan háannar og eins að jafnari dreifingu ferðafólks á landsbyggðinni. Á sama tíma er nauðsynlegt að Ísland nái að marka sér frekari sess sem sjálfbær áfangastaður og laða til sín gesti sem leggja áherslu á sjálfbærni. Á Nýársmálstofunni var talað sérstaklega um að höfða til gesta sem hafi áhuga á að skilja við áfangastaðinn Ísland í jafngóðu eða betra ásigkomulagi en þegar þau komu til okkar. Þannig getum við skapað auðgandi ferðaþjónustu þar sem við göngum ekki á auðlindirnar okkar til framtíðar, hvort sem þær eru félagslegar, umhverfislegar eða fjárhagslegar. Með því að efla ferðaþjónustuna um land allt erum við að auka fjölbreyttara atvinnulíf og styrkja með því samfélög og byggðir. Á fundinum kynnti ráðherra ferðamála, Lilja Dögg Alfreðsdóttir uppfærslu á stefnuramma fyrir ferðaþjónustuna til 2030 þar sem framtíðarsýnin er sú að Ísland ætli sér að vera leiðandi í sjálfbærni. Í uppfærslu stefnurammans liggur fyrir að leggja til og fjármagna aðgerðaáætlun til að styðja við stefnuna og eru þar fólgin gríðarlega mikil og stór tækifær fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Sævar Kristinsson er sérfræðingur og ráðgjafi hjá KPMG.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun