Veit ekki enn hvort honum hafi verið sagt upp Árni Sæberg skrifar 6. mars 2023 21:06 Haraldur Ingi Þorleifsson veit ekki hvort hann sé með vinnu eða ekki. Vísir/Vilhelm Haraldur Ingi Þorleifsson segist ekki enn vita hvort honum hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segir Elon Musk, forstjóra og eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað sér síðan lokað var á aðgang hans að kerfum fyrirtækisins. Þetta segir Haraldur Ingi í færslu á Twitter, sem hann stílar á sjálfan Elon Musk, sem hefur verið gríðarlega virkur á eigin miðli undanfarna daga. „Fyrir níu dögum var lokað fyrir aðgang að vinnutölvunni minni, á sama tíma og um tvö hundrum starfsmenn Twitter lentu í því sama. Hins vegar hefur mannauðsstjórinn ekki getað staðfest hvort ég sé enn starfsmaður fyrirtækisins eða ekki. Þú hefur ekki svarað tölvupóstum frá mér,“ segir Haraldur Ingi. Dear @elonmusk 9 days ago the access to my work computer was cut, along with about 200 other Twitter employees.However your head of HR is not able to confirm if I am an employee or not. You've not answered my emails.Maybe if enough people retweet you'll answer me here?— Halli (@iamharaldur) March 6, 2023 Á dögunum var greint frá því að svo virtist sem Haraldi hefði verið sagt upp störfum hjá Twitter ásamt miklum fjölda annarra starfsmanna fyrirtækisins. „Tvö ár. Ég lærði sitthvað, eignaðist nýja vini og gerði margt gott; hló mikið og grét smá. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Haraldur þá í tísti. Hann hefur starfað hjá samfélagsmiðlinum síðastliðin tvö ár eftir að hann seldi fyrirtækinu hönnunarfyrirtækið Ueno, sem hann stofnaði. Haraldur seldi Ueno til Twitter árið 2021 og samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Hvorki hefur náðst í Harald við vinnslu þessarar fréttar né fyrri frétta af mögulegum starfslokum hans. Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta segir Haraldur Ingi í færslu á Twitter, sem hann stílar á sjálfan Elon Musk, sem hefur verið gríðarlega virkur á eigin miðli undanfarna daga. „Fyrir níu dögum var lokað fyrir aðgang að vinnutölvunni minni, á sama tíma og um tvö hundrum starfsmenn Twitter lentu í því sama. Hins vegar hefur mannauðsstjórinn ekki getað staðfest hvort ég sé enn starfsmaður fyrirtækisins eða ekki. Þú hefur ekki svarað tölvupóstum frá mér,“ segir Haraldur Ingi. Dear @elonmusk 9 days ago the access to my work computer was cut, along with about 200 other Twitter employees.However your head of HR is not able to confirm if I am an employee or not. You've not answered my emails.Maybe if enough people retweet you'll answer me here?— Halli (@iamharaldur) March 6, 2023 Á dögunum var greint frá því að svo virtist sem Haraldi hefði verið sagt upp störfum hjá Twitter ásamt miklum fjölda annarra starfsmanna fyrirtækisins. „Tvö ár. Ég lærði sitthvað, eignaðist nýja vini og gerði margt gott; hló mikið og grét smá. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Haraldur þá í tísti. Hann hefur starfað hjá samfélagsmiðlinum síðastliðin tvö ár eftir að hann seldi fyrirtækinu hönnunarfyrirtækið Ueno, sem hann stofnaði. Haraldur seldi Ueno til Twitter árið 2021 og samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Hvorki hefur náðst í Harald við vinnslu þessarar fréttar né fyrri frétta af mögulegum starfslokum hans.
Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira