Mygludraugabanar geti fundið myglu þar sem þeir vilja Bjarki Sigurðsson skrifar 7. mars 2023 14:13 Hilmar Þór Björnsson arkitekt vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Vísir/Egill/Aðsend Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir það vera vandamál að verkfræðistofan EFLA skuli bæði sjá um að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. Sérfræðingur í myglu segir ekkert vera athugavert við það þar sem verkefnið sé flókið. Í lok febrúar greindist mygla á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Unnið er að leiðum til að bregðast við henni og gætu framkvæmdir hafist í vor. Hagsmunaaðilar geri meira úr hlutunum Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson birti fyrir helgi færslu á Facebook-síðu sinni um mygluna í skólanum. Hann segir menn vera að gera sér það að starfi og tekjulind að leita að myglu í húsum. „Það er einhvern veginn þannig að menn finna yfirleitt það sem þeir leita að og nú sjá menn viðskiptatækifæri i að leita að sjúkdómum og finna þá og bjóða siðan þjónustu sína og sérþekkingu til að lækna þá,“ segir Hilmar. Hann segir það vera vandamál og grunar að hagsmunaaðilar séu að gera meira úr myglunni en tilefni er til. „Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar. Myglusérfræðingur ósammála Verkfræðistofan EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. Á nokkrum árum hafa sérfræðingar EFLU skoðað yfir sjö þúsund byggingar á Íslandi. Finnist mygla er það svo undir verktökum komið að vinna í því að fjarlægja hana en EFLA hefur veitt ráðgjöf um hvernig best sé að fara að því. Myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson er einn þeirra sem byggði upp þessa ráðgjöf hjá EFLU. Hann segist ekki sammála því að EFLA eigi ekki að sjá um bæði að greina myglu og veita ráðgjöf við að útrýma henni. „Það er mjög flókið að rannsaka og finna myglu. Þetta eru mjög mörg smáatriði sem þarf að horfa á, hlusta á fólkið, opna byggingarhluta og leita og leita. Það er nauðsynlegt að vinna strax með sérhæfðum iðnaðarmönnum sem kunna handbragðið. Það voru alltaf veikindi sem kölluðu á úttektir og úttektarmennirnir entust mjög stutt þó við kæmum í geimbúningum í húsakynni sem veiktu börn fyrir lífstíð,“ segir Ríkharður í ummælum undir færslu Hilmars. Mygludraugabanar finni það sem þeir vilja Ríkharður bendir á að starfsmönnum EFLU hafi ekki verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar barna heimtuðu það. Þá spyr hann Hilmar og aðra arkitekta hvers vegna íslensk hús mygli. Hilmar segist vita um fjölmargar ástæður fyrir því. „Ég og Finnur Björgvinsson höfum teiknað nokkuð á fimmta hundrað þúsund fermetra bygginga af öllu tagi og vitum ekki af neinum mygluvandamálum þar. Hins vegar er ég þess fullviss að ef þær yrðu skoðaðar af einhverjum „myglu ghost busters“ þá mundu þeir finna myglu i mörgum þeirra. Sérstaklega ef von væri um verkefni í framhaldinu af myglufundinum,“ segir Hilmar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:59. Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í lok febrúar greindist mygla á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Unnið er að leiðum til að bregðast við henni og gætu framkvæmdir hafist í vor. Hagsmunaaðilar geri meira úr hlutunum Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson birti fyrir helgi færslu á Facebook-síðu sinni um mygluna í skólanum. Hann segir menn vera að gera sér það að starfi og tekjulind að leita að myglu í húsum. „Það er einhvern veginn þannig að menn finna yfirleitt það sem þeir leita að og nú sjá menn viðskiptatækifæri i að leita að sjúkdómum og finna þá og bjóða siðan þjónustu sína og sérþekkingu til að lækna þá,“ segir Hilmar. Hann segir það vera vandamál og grunar að hagsmunaaðilar séu að gera meira úr myglunni en tilefni er til. „Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar. Myglusérfræðingur ósammála Verkfræðistofan EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. Á nokkrum árum hafa sérfræðingar EFLU skoðað yfir sjö þúsund byggingar á Íslandi. Finnist mygla er það svo undir verktökum komið að vinna í því að fjarlægja hana en EFLA hefur veitt ráðgjöf um hvernig best sé að fara að því. Myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson er einn þeirra sem byggði upp þessa ráðgjöf hjá EFLU. Hann segist ekki sammála því að EFLA eigi ekki að sjá um bæði að greina myglu og veita ráðgjöf við að útrýma henni. „Það er mjög flókið að rannsaka og finna myglu. Þetta eru mjög mörg smáatriði sem þarf að horfa á, hlusta á fólkið, opna byggingarhluta og leita og leita. Það er nauðsynlegt að vinna strax með sérhæfðum iðnaðarmönnum sem kunna handbragðið. Það voru alltaf veikindi sem kölluðu á úttektir og úttektarmennirnir entust mjög stutt þó við kæmum í geimbúningum í húsakynni sem veiktu börn fyrir lífstíð,“ segir Ríkharður í ummælum undir færslu Hilmars. Mygludraugabanar finni það sem þeir vilja Ríkharður bendir á að starfsmönnum EFLU hafi ekki verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar barna heimtuðu það. Þá spyr hann Hilmar og aðra arkitekta hvers vegna íslensk hús mygli. Hilmar segist vita um fjölmargar ástæður fyrir því. „Ég og Finnur Björgvinsson höfum teiknað nokkuð á fimmta hundrað þúsund fermetra bygginga af öllu tagi og vitum ekki af neinum mygluvandamálum þar. Hins vegar er ég þess fullviss að ef þær yrðu skoðaðar af einhverjum „myglu ghost busters“ þá mundu þeir finna myglu i mörgum þeirra. Sérstaklega ef von væri um verkefni í framhaldinu af myglufundinum,“ segir Hilmar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:59.
Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira