Raheem Sterling kom Chelsea yfir á Brúnni í gær rétt fyrir hálfleik, og var staðan í einvíginu þá orðin jöfn, 1-1. Sigurmark Chelsea kom svo snemma í seinni hálfleik eftir afar umdeilda vítaspyrnu Kai Havertz eftir að dæmd var hendi á Dortmund.
Ekki var nóg með að handardómurinn væri umdeildur, en hann var kveðinn upp eftir skoðun á myndbandi, heldur skaut Havertz í stöng úr vítinu en fékk að taka það aftur. Það var vegna þess að Salih Özcan, leikmaður Dortmund, hafði verið einn þeirra sem fóru of snemma af stað inn í vítateiginn og það var hann sem að náði frákastinu og spyrnti boltanum í burtu.
Í seinna skiptið skoraði Havertz eins og sjá má hér að neðan.
Spennan var talsvert minni í Portúgal þar sem Benfica slátraði belgíska liðinu Club Brugge, 5-1, og vann einvígið því samtals 7-1.
Goncalo Ramos skoraði tvö marka Benfica í gær og lagði upp eitt en heimamenn komust í 5-0 áður en gestirnir náðu að minnka muninn með gullfallegu marki frá Bjorn Meijer.