„Ég hata fréttamenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 10:30 Ingrid Landmark Tandrevold talar við þjálfara sinn á Patrick Oberegger á HM í Nove Mesto. Getty/Christian Manzoni Norska skíðaskotfimikonan Ingrid Landmark Tandrevold klúðraði gjörsamlega boðgöngunni fyrir þjóð sína á HM á dögunum, var mjög pirruð í viðtölum eftir keppnina og missti sig síðan á samfélagsmiðlinum Youtube. Norska sveitin þótti sigurstranglegust í boðgöngunni á HM en gangan breyttist fljótt í martröð fyrir hina 26 ára gömlu Tandrevold. Hún klikkaði á fjórum skotum og þurfti að fara í þrjá refsingahringi sem átti mikinn þátt í því að norska sveitin endaði í sjötta sæti í keppninni. Fréttamenn biðu eftir Tandrevold eftir keppnina og það gekk ekki allt of vel. Hún vildi skiljanlega vera allt annars staðar. "Blir för mycket känslor"https://t.co/YKurZFPsRI— SVT Sport (@SVTSport) March 8, 2023 Eftir keppnin mætti hún á Youtube og kvartaði yfir þeirri stöðu sem hún var sett í. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa sér og svara fyrir það í fimmtíu viðtölum af hverju ég skaut svona illa, af hverju ég sé svona leiðinleg og af hverju ég stóð mig ekki. Ég reyni allt sem ég get til að gera vel. Það er ekki svo auðvelt að trúa á sig þegar allir segja að þú sért léleg,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold á Youtube og hélt áfram: „Ég hata fréttamenn. Þeir eru voðalegir vinir þínir þegar allt gengur vel og svo ömurlegir við þig þegar það gengur illa,“ sagði Tandrevold. Tandrevold sa hun «hater journalister» nå svarer hun på ordbruken: https://t.co/UR0mxVhFOF— NRK Sport (@NRK_Sport) March 6, 2023 Norska ríkissjónvarpið talaði síðan við Tandrevold þegar henni hafði runnið reiðin. „Ég talaði beint við myndavélina mína rétt eftir keppnina. Ég hefði aldrei sagt sömu hluti viku síðar. Það er hugmyndin á bak við þessi myndbönd. Að sýna hvernig það er að vera að keppa og þurfa að fara í gegnum allar þessar tilfinningar,“ sagði Tandrevold. „Ég hata ykkur ekki og ég hata heldur ekki hina fréttamennina. Ég reyndi að segja frá því hvernig mér leið á þessari stundu og hefði aldrei sagt þetta nokkrum dögum síðar. Það fylgja þessu miklar tilfinningar sem koma og fara,“ sagði Tandrevold. Skíðaíþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Norska sveitin þótti sigurstranglegust í boðgöngunni á HM en gangan breyttist fljótt í martröð fyrir hina 26 ára gömlu Tandrevold. Hún klikkaði á fjórum skotum og þurfti að fara í þrjá refsingahringi sem átti mikinn þátt í því að norska sveitin endaði í sjötta sæti í keppninni. Fréttamenn biðu eftir Tandrevold eftir keppnina og það gekk ekki allt of vel. Hún vildi skiljanlega vera allt annars staðar. "Blir för mycket känslor"https://t.co/YKurZFPsRI— SVT Sport (@SVTSport) March 8, 2023 Eftir keppnin mætti hún á Youtube og kvartaði yfir þeirri stöðu sem hún var sett í. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa sér og svara fyrir það í fimmtíu viðtölum af hverju ég skaut svona illa, af hverju ég sé svona leiðinleg og af hverju ég stóð mig ekki. Ég reyni allt sem ég get til að gera vel. Það er ekki svo auðvelt að trúa á sig þegar allir segja að þú sért léleg,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold á Youtube og hélt áfram: „Ég hata fréttamenn. Þeir eru voðalegir vinir þínir þegar allt gengur vel og svo ömurlegir við þig þegar það gengur illa,“ sagði Tandrevold. Tandrevold sa hun «hater journalister» nå svarer hun på ordbruken: https://t.co/UR0mxVhFOF— NRK Sport (@NRK_Sport) March 6, 2023 Norska ríkissjónvarpið talaði síðan við Tandrevold þegar henni hafði runnið reiðin. „Ég talaði beint við myndavélina mína rétt eftir keppnina. Ég hefði aldrei sagt sömu hluti viku síðar. Það er hugmyndin á bak við þessi myndbönd. Að sýna hvernig það er að vera að keppa og þurfa að fara í gegnum allar þessar tilfinningar,“ sagði Tandrevold. „Ég hata ykkur ekki og ég hata heldur ekki hina fréttamennina. Ég reyndi að segja frá því hvernig mér leið á þessari stundu og hefði aldrei sagt þetta nokkrum dögum síðar. Það fylgja þessu miklar tilfinningar sem koma og fara,“ sagði Tandrevold.
Skíðaíþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira