Saka Íslensku óperuna um rasisma Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 10:09 Fólk af asískum uppruna hefur gagnrýnt Íslensku óperuna fyrir „yellow face“. Íslenska óperan Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. Fiðluleikarinn Laura Liu var fyrst til að vekja athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Laura er í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands en er af kínverskum og bandarískum uppruna. Hún sakar óperuna um „yellow face“ sem er notkun á farða til þess að hvítt fólk líti út fyrir að vera asískt. Þegar „yellow face“-gervi eru notuð stuðla þau oftar en ekki að ýktum staðalímyndum frekar en raunverulegu útliti. Laura Liu er hér til vinstri.Sinfóníuhljómsveit Íslands Verkið Madama Butterfly var samið af ítalska skáldinu Giacomo Puccini og er byggt á smásögu eftir Bandaríkjamanninn John Luther Long. Verkið fjallar um japanska stúlku sem verður ástfangin af sjóliðsforingja í bandaríska hernum. Laura birti nokkrar myndir af leikurum sýningarinnar og óskaði einfaldlega eftir því að aðstandendur sýningarinnar myndu gera betur en þetta. Ekki japanska Fleiri einstaklingar af asískum uppruna hafa brugðist við með ummælum undir færslu Lauru, meðal annars hin japanska Yuka Ogura sem hefur verið búsett hér á landi síðan árið 2003. Hún setur út á það að letrið sem notað er í leikmynd sýningarinnar virðist vera kínverskt en ekki japanskt en sögusvið verksins er Japan. Michiel Dijkema, leikstjóri og leikmyndahönnuður verksins, svarar fyrir það í ummælum undir færslu Lauru. Hann segir að notast sé við japanska letrið Kanji sem vissulega er mjög svipað kínversku. Honum var þó snögglega bent á það að sé bókstöfum Kanji ekki raðað upp eftir japanskri hefð sé það alls ekki lengur japanskur texti. Svipað væri að raða stöfunum L, H, S og T upp saman og kalla það íslensku. Letrið sést hér í bakgrunninum.Facebook/Laura Liu Dijkema þvertekur einnig fyrir það að farði leikaranna sé „yellow face“. Aldrei hafi verið reynt að breyta húðlit leikaranna eða augum þeirra til þess að gera þá asískari í útliti. „Farðinn sem við notum lætur söngvarana í raun og veru verða mun hvítari (hvítari en Íslendingar). Auðvitað er heildarútkoman japönsk en farðinn er ekki hluti af hinni sögulegu og andstyggilegu hefð sem „yellow face“ er,“ skrifar Dijkema. Skaðlegar staðalímyndir Daniel Roh, kennari og uppistandari af asískum uppruna sem búsettur er hér á landi, skrifaði í dag skoðanagrein sem hann birti á Vísi. Þar gagnrýnir hann uppsetninguna og það að ríkið skuli styrkja uppsetningu sem endursegir rasíska frásögn. „Fjölmargir einstaklingar af asískum uppruna sem búsettir eru á Íslandi hafa gagnrýnt uppsetninguna. Þeir segja að yellowface (það að láta hvíta leikara líta út fyrir að vera frá Asíu með því að nota hárkollur, farða og búninga) sé skaðlegt og heldur uppi skaðlegum staðalímyndum,“ segir Daniel. Hann gagnrýnir svör Dijkema og segir hann geta réttlætt þetta þar sem hann skorti skilning og upplifunina til að tjá sig um svo flókið umræðuefni. Daniel sendir Íslensku óperunni svo opið bréf þar sem hann kallar eftir því að uppsetningunni verði breytt þannig ekki sé notast við yellow face. Búið er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Hörpu á laugardaginn frá klukkan 18:30 til 19:30. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, án árangurs. Kynþáttafordómar Tónlist Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fiðluleikarinn Laura Liu var fyrst til að vekja athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Laura er í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands en er af kínverskum og bandarískum uppruna. Hún sakar óperuna um „yellow face“ sem er notkun á farða til þess að hvítt fólk líti út fyrir að vera asískt. Þegar „yellow face“-gervi eru notuð stuðla þau oftar en ekki að ýktum staðalímyndum frekar en raunverulegu útliti. Laura Liu er hér til vinstri.Sinfóníuhljómsveit Íslands Verkið Madama Butterfly var samið af ítalska skáldinu Giacomo Puccini og er byggt á smásögu eftir Bandaríkjamanninn John Luther Long. Verkið fjallar um japanska stúlku sem verður ástfangin af sjóliðsforingja í bandaríska hernum. Laura birti nokkrar myndir af leikurum sýningarinnar og óskaði einfaldlega eftir því að aðstandendur sýningarinnar myndu gera betur en þetta. Ekki japanska Fleiri einstaklingar af asískum uppruna hafa brugðist við með ummælum undir færslu Lauru, meðal annars hin japanska Yuka Ogura sem hefur verið búsett hér á landi síðan árið 2003. Hún setur út á það að letrið sem notað er í leikmynd sýningarinnar virðist vera kínverskt en ekki japanskt en sögusvið verksins er Japan. Michiel Dijkema, leikstjóri og leikmyndahönnuður verksins, svarar fyrir það í ummælum undir færslu Lauru. Hann segir að notast sé við japanska letrið Kanji sem vissulega er mjög svipað kínversku. Honum var þó snögglega bent á það að sé bókstöfum Kanji ekki raðað upp eftir japanskri hefð sé það alls ekki lengur japanskur texti. Svipað væri að raða stöfunum L, H, S og T upp saman og kalla það íslensku. Letrið sést hér í bakgrunninum.Facebook/Laura Liu Dijkema þvertekur einnig fyrir það að farði leikaranna sé „yellow face“. Aldrei hafi verið reynt að breyta húðlit leikaranna eða augum þeirra til þess að gera þá asískari í útliti. „Farðinn sem við notum lætur söngvarana í raun og veru verða mun hvítari (hvítari en Íslendingar). Auðvitað er heildarútkoman japönsk en farðinn er ekki hluti af hinni sögulegu og andstyggilegu hefð sem „yellow face“ er,“ skrifar Dijkema. Skaðlegar staðalímyndir Daniel Roh, kennari og uppistandari af asískum uppruna sem búsettur er hér á landi, skrifaði í dag skoðanagrein sem hann birti á Vísi. Þar gagnrýnir hann uppsetninguna og það að ríkið skuli styrkja uppsetningu sem endursegir rasíska frásögn. „Fjölmargir einstaklingar af asískum uppruna sem búsettir eru á Íslandi hafa gagnrýnt uppsetninguna. Þeir segja að yellowface (það að láta hvíta leikara líta út fyrir að vera frá Asíu með því að nota hárkollur, farða og búninga) sé skaðlegt og heldur uppi skaðlegum staðalímyndum,“ segir Daniel. Hann gagnrýnir svör Dijkema og segir hann geta réttlætt þetta þar sem hann skorti skilning og upplifunina til að tjá sig um svo flókið umræðuefni. Daniel sendir Íslensku óperunni svo opið bréf þar sem hann kallar eftir því að uppsetningunni verði breytt þannig ekki sé notast við yellow face. Búið er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Hörpu á laugardaginn frá klukkan 18:30 til 19:30. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, án árangurs.
Kynþáttafordómar Tónlist Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira