Biden vill hækka skatta á ríka og fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2023 18:35 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði í dag fram fjárlagatillögu sína fyrir árið 2024 þar sem hann kallar eftir mikilli útgjaldaaukningu, auk þess að kalla eftir hærri sköttum á eignafólk og fyrirtæki. Tillagan verður aldrei samþykkt þar sem Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Í tillögu Bidens er lagt til að dregið verði úr skuldum ríkisins um 2,9 billjón dali á næstu tíu árum. Tillagan opnar í raun á viðræður Bidens og Demókrata við Repúblikana um fjárlög næsta árs og markar fyrstu afstöðu Demókrata fyrir þær viðræður. AP fréttaveitan segir að tillagan gæti sömuleiðis verið til marks um kosningaloforð Bidens fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, ákveði hann að bjóða sig aftur fram. Under President Biden s leadership, we ve made historic progress in growing the economy from the bottom up and the middle out not the top down.Today, he is releasing a budget to build on that progress. https://t.co/fjDcj4092E— The White House (@WhiteHouse) March 9, 2023 Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins með því að skera niður hjá hinu opinbera, án þess þó að segja hvernig. Þeir segjast ekki vilja hækka skatta og óttast þar að auki að skera niður í velferðarmálum af ótta við reiði kjósenda. „Repúblikanar á þingi tala sífellt um að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins en þeir hafa ekki lagt fram neina áætlun varðandi hvar þeir ætla að skera niður,“ sagði Shalanda Young, sem stýrði gerð fjárlagatillögu Hvíta hússins. „Okkur hlakkar til að sjá fjárlagafrumvarp þeirra, svo bandaríska þjóðin geti borið það saman við tillögu okkar.“ Kevin McCarthy, þingforseti, sagði í dag að tillögur Bidens gengju ekki nógu langt í niðurskurði og varðandi það að draga úr skuldum. „Það virðist sem hann vilji mynda stærstu ríkisstjórn sögunnar. Ég held að það sé ekki það sem við þurfum núna,“ sagði McCarthy. Í tillögum forsetans er talað um að safna 4,5 biljónum dala á næsta áratug með auknum sköttum á ríkt fólk og stór fyrirtæki. Í grófum dráttum yrði þessum peningum varið í millistétt Bandaríkjanna, aldraða og fjölskyldufólk en þar að auki felur tillagan í sér samdrátt í fjárútlátum til varnarmála á næsta áratug. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Í tillögu Bidens er lagt til að dregið verði úr skuldum ríkisins um 2,9 billjón dali á næstu tíu árum. Tillagan opnar í raun á viðræður Bidens og Demókrata við Repúblikana um fjárlög næsta árs og markar fyrstu afstöðu Demókrata fyrir þær viðræður. AP fréttaveitan segir að tillagan gæti sömuleiðis verið til marks um kosningaloforð Bidens fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, ákveði hann að bjóða sig aftur fram. Under President Biden s leadership, we ve made historic progress in growing the economy from the bottom up and the middle out not the top down.Today, he is releasing a budget to build on that progress. https://t.co/fjDcj4092E— The White House (@WhiteHouse) March 9, 2023 Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins með því að skera niður hjá hinu opinbera, án þess þó að segja hvernig. Þeir segjast ekki vilja hækka skatta og óttast þar að auki að skera niður í velferðarmálum af ótta við reiði kjósenda. „Repúblikanar á þingi tala sífellt um að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins en þeir hafa ekki lagt fram neina áætlun varðandi hvar þeir ætla að skera niður,“ sagði Shalanda Young, sem stýrði gerð fjárlagatillögu Hvíta hússins. „Okkur hlakkar til að sjá fjárlagafrumvarp þeirra, svo bandaríska þjóðin geti borið það saman við tillögu okkar.“ Kevin McCarthy, þingforseti, sagði í dag að tillögur Bidens gengju ekki nógu langt í niðurskurði og varðandi það að draga úr skuldum. „Það virðist sem hann vilji mynda stærstu ríkisstjórn sögunnar. Ég held að það sé ekki það sem við þurfum núna,“ sagði McCarthy. Í tillögum forsetans er talað um að safna 4,5 biljónum dala á næsta áratug með auknum sköttum á ríkt fólk og stór fyrirtæki. Í grófum dráttum yrði þessum peningum varið í millistétt Bandaríkjanna, aldraða og fjölskyldufólk en þar að auki felur tillagan í sér samdrátt í fjárútlátum til varnarmála á næsta áratug.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira