Biden vill hækka skatta á ríka og fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2023 18:35 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði í dag fram fjárlagatillögu sína fyrir árið 2024 þar sem hann kallar eftir mikilli útgjaldaaukningu, auk þess að kalla eftir hærri sköttum á eignafólk og fyrirtæki. Tillagan verður aldrei samþykkt þar sem Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Í tillögu Bidens er lagt til að dregið verði úr skuldum ríkisins um 2,9 billjón dali á næstu tíu árum. Tillagan opnar í raun á viðræður Bidens og Demókrata við Repúblikana um fjárlög næsta árs og markar fyrstu afstöðu Demókrata fyrir þær viðræður. AP fréttaveitan segir að tillagan gæti sömuleiðis verið til marks um kosningaloforð Bidens fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, ákveði hann að bjóða sig aftur fram. Under President Biden s leadership, we ve made historic progress in growing the economy from the bottom up and the middle out not the top down.Today, he is releasing a budget to build on that progress. https://t.co/fjDcj4092E— The White House (@WhiteHouse) March 9, 2023 Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins með því að skera niður hjá hinu opinbera, án þess þó að segja hvernig. Þeir segjast ekki vilja hækka skatta og óttast þar að auki að skera niður í velferðarmálum af ótta við reiði kjósenda. „Repúblikanar á þingi tala sífellt um að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins en þeir hafa ekki lagt fram neina áætlun varðandi hvar þeir ætla að skera niður,“ sagði Shalanda Young, sem stýrði gerð fjárlagatillögu Hvíta hússins. „Okkur hlakkar til að sjá fjárlagafrumvarp þeirra, svo bandaríska þjóðin geti borið það saman við tillögu okkar.“ Kevin McCarthy, þingforseti, sagði í dag að tillögur Bidens gengju ekki nógu langt í niðurskurði og varðandi það að draga úr skuldum. „Það virðist sem hann vilji mynda stærstu ríkisstjórn sögunnar. Ég held að það sé ekki það sem við þurfum núna,“ sagði McCarthy. Í tillögum forsetans er talað um að safna 4,5 biljónum dala á næsta áratug með auknum sköttum á ríkt fólk og stór fyrirtæki. Í grófum dráttum yrði þessum peningum varið í millistétt Bandaríkjanna, aldraða og fjölskyldufólk en þar að auki felur tillagan í sér samdrátt í fjárútlátum til varnarmála á næsta áratug. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Í tillögu Bidens er lagt til að dregið verði úr skuldum ríkisins um 2,9 billjón dali á næstu tíu árum. Tillagan opnar í raun á viðræður Bidens og Demókrata við Repúblikana um fjárlög næsta árs og markar fyrstu afstöðu Demókrata fyrir þær viðræður. AP fréttaveitan segir að tillagan gæti sömuleiðis verið til marks um kosningaloforð Bidens fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, ákveði hann að bjóða sig aftur fram. Under President Biden s leadership, we ve made historic progress in growing the economy from the bottom up and the middle out not the top down.Today, he is releasing a budget to build on that progress. https://t.co/fjDcj4092E— The White House (@WhiteHouse) March 9, 2023 Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins með því að skera niður hjá hinu opinbera, án þess þó að segja hvernig. Þeir segjast ekki vilja hækka skatta og óttast þar að auki að skera niður í velferðarmálum af ótta við reiði kjósenda. „Repúblikanar á þingi tala sífellt um að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins en þeir hafa ekki lagt fram neina áætlun varðandi hvar þeir ætla að skera niður,“ sagði Shalanda Young, sem stýrði gerð fjárlagatillögu Hvíta hússins. „Okkur hlakkar til að sjá fjárlagafrumvarp þeirra, svo bandaríska þjóðin geti borið það saman við tillögu okkar.“ Kevin McCarthy, þingforseti, sagði í dag að tillögur Bidens gengju ekki nógu langt í niðurskurði og varðandi það að draga úr skuldum. „Það virðist sem hann vilji mynda stærstu ríkisstjórn sögunnar. Ég held að það sé ekki það sem við þurfum núna,“ sagði McCarthy. Í tillögum forsetans er talað um að safna 4,5 biljónum dala á næsta áratug með auknum sköttum á ríkt fólk og stór fyrirtæki. Í grófum dráttum yrði þessum peningum varið í millistétt Bandaríkjanna, aldraða og fjölskyldufólk en þar að auki felur tillagan í sér samdrátt í fjárútlátum til varnarmála á næsta áratug.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira