Nú má heita Chloé og Gleymmérei Máni Snær Þorláksson skrifar 10. mars 2023 13:36 Mannanafnanefnd samþykkti þrettán ný nöfn í gær. Getty Mannanafnanefnd samþykkti og færði alls þrettán nöfn á mannanafnaskrá í gær. Nefndin hafnaði einu nafni. Átta kvenkyns nöfn og fimm karlkyns nöfn voru samþykkt. Nefndin samþykkti kvenkyns nöfnin Gleymmérei, Gúrí, Naní, Eiva, Chloé, Emilí, Lillýana og Leya. Karlkyns nöfnin sem samþykkt voru eru: Dímon, Myrkár, Sigurmáni, Fædon og Benjamin. Eiginnafnið Emilí var fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Emilý og eiginnafnið Benjamin var fært á skrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Benjamín. Það var millinafnið Kims sem mannanafnanefnd ákvað að hafna í gær. Ástæðan fyrir höfnuninni er sú að millinafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni og uppfyllir það því ekki sjöttu grein laga um mannanöfn. Chloé aðeins samþykkt vegna hefðar Úrskurðurinn fyrir eiginnafnið Chloé er ansi ítarlegur en nefndin taldi það uppfylla þrjú af fjórum skilyrðum sem mannanöfn þurfa að uppfylla. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur nafnið Chloé uppfylla skilyrði númer eitt, tvö og fjögur. „Það tekur íslenskri eignarfallsendingu, Chloé, samanber til hliðsjónar eiginfalli Salóme, brýtur ekki í bág við íslenskt málkerfi og er ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum. „Nafnið er aftur á móti ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks þar sem bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu og hljóðgildi stafsins é í nafninu ekki það sama og almennt í íslensku, það er tvíhljóðið je. Þannig er aðeins hægt að samþykkja nafnið að hefð sé fyrir þessum rithætti þess.“ Í skilyrði númer þrjú er þó tekið fram að nafnið þurfi ekki að vera ritað í samræmi við almennar ritreglur sé hefð fyrir öðrum rithætti þess. Taldi nefndin að hefð væri fyrir rithættinum þar sem að um franskt tökunafn er að ræða og rithátturinn er gjaldgengur í veitimálinu og víðar. Mannanöfn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Átta kvenkyns nöfn og fimm karlkyns nöfn voru samþykkt. Nefndin samþykkti kvenkyns nöfnin Gleymmérei, Gúrí, Naní, Eiva, Chloé, Emilí, Lillýana og Leya. Karlkyns nöfnin sem samþykkt voru eru: Dímon, Myrkár, Sigurmáni, Fædon og Benjamin. Eiginnafnið Emilí var fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Emilý og eiginnafnið Benjamin var fært á skrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Benjamín. Það var millinafnið Kims sem mannanafnanefnd ákvað að hafna í gær. Ástæðan fyrir höfnuninni er sú að millinafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni og uppfyllir það því ekki sjöttu grein laga um mannanöfn. Chloé aðeins samþykkt vegna hefðar Úrskurðurinn fyrir eiginnafnið Chloé er ansi ítarlegur en nefndin taldi það uppfylla þrjú af fjórum skilyrðum sem mannanöfn þurfa að uppfylla. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur nafnið Chloé uppfylla skilyrði númer eitt, tvö og fjögur. „Það tekur íslenskri eignarfallsendingu, Chloé, samanber til hliðsjónar eiginfalli Salóme, brýtur ekki í bág við íslenskt málkerfi og er ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum. „Nafnið er aftur á móti ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks þar sem bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu og hljóðgildi stafsins é í nafninu ekki það sama og almennt í íslensku, það er tvíhljóðið je. Þannig er aðeins hægt að samþykkja nafnið að hefð sé fyrir þessum rithætti þess.“ Í skilyrði númer þrjú er þó tekið fram að nafnið þurfi ekki að vera ritað í samræmi við almennar ritreglur sé hefð fyrir öðrum rithætti þess. Taldi nefndin að hefð væri fyrir rithættinum þar sem að um franskt tökunafn er að ræða og rithátturinn er gjaldgengur í veitimálinu og víðar.
1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Mannanöfn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira