Íslenski boltinn

Þróttur hafði sigur í uppgjöri toppliðanna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Katla Tryggvadóttir skoraði í kvöld.
Katla Tryggvadóttir skoraði í kvöld. Vísir/Tjörvi Týr

Tveir stórleikir voru á dagskrá Lengjubikarsins í kvöld þar sem öll liðin sem öttu kappi voru taplaus þegar kom að leikjum kvöldsins.

Í riðli 1 var Þróttur með Þór/KA í heimsókn en liðin áttust við í Egilshöll. Markamaskínan Sandra María Jessen náði forystuna fyrir norðankonur snemma leiks en Katie Cousins var fljót að jafna metin fyrir Þrótt og var staðan jöfn í leikhléi.

Katla Tryggvadóttir náði forystunni fyrir Þrótt í upphafi síðari hálfleiks og skömmu fyrir leikslok innsiglaði Sæunn Björnsdóttir 3-1 sigur Þróttar sem tróna nú einar á toppi riðilsins.

Í riðli 2 skildu Stjarnan og Breiðablik jöfn, 1-1.

Jasmín Erla Ingadóttir náði forystunni fyrir Stjörnunni í fyrri hálfleik en Birta Georgsdóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik eftir rúmlega klukkutíma leik og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×