800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 13:04 Það eru mikil umsvif í Þorlákshöfn í kringum laxeldi á landi enda á að setja á næstu fimm til sjö árum 160 til 180 milljarða króna í verkefnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda Stærstu verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss um þessar mundir er uppbygging fulleldis eða þauleldis á laxi á landi. Framkvæmdirnar eiga sér flestar stað í Þorlákshöfn þar sem alls staðar er verið að byggja og undirbúa laxeldið. Fiskar eru komnir í einhver ker en það er verið að steypa önnur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þetta risa, risa framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „Á næstu fimm til sjö árum þá er stefnt að því að verja 160 til 180 milljörðum til þessara framkvæmda og svona til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 146 milljarða, þannig að þetta er gríðarlega mikil framkvæmd og áætluð útflutningsverðmæti þegar þessi verkefni verða að fullu komin til, segjum innan fimm til sjö ára, þá gætu útflutningsverðmætin verið nærri 120 milljörðum og til samanburðar þá voru útflutningsverðmæti allra skipanna hjá Brim árið 2021 20 milljarðar,“ segir Elliði. Elliði segir að fiskeldið á landi muni skapa mjög mikið af nýjum störfum. „Já, það verða til sex til átta hundruð störf beint við þetta, auk afleiddra starfa, þannig að framtíðin hér er björt.“ En hvað er það, sem gerir Þorlákshöfn að svona vinsælum stað þegar fiskeldi er annars vegar? „Við erum náttúrlega með vaxandi höfn, við erum að setja þrjá til fimm milljarða í höfnina núna á þremur árum og hér eru náttúrulegar aðstæður til allra matvælavinnslu góðar. Það er mikið af jarðsjó, það er gott vatn og næg orka og mikið land. Þetta í bland við öfluga íbúa gerir þetta svæði mjög aðlaðandi og nú erum við að byrja að þróa Græna iðngarða og mikill áhugi hjá fyrirtækjum að taka þátt í því“, segir Elliði enn fremur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er stoltur og ánægður með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í sveitarfélaginu þegar fiskeldi á landi er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Fiskeldi Landeldi Vinnumarkaður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Stærstu verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss um þessar mundir er uppbygging fulleldis eða þauleldis á laxi á landi. Framkvæmdirnar eiga sér flestar stað í Þorlákshöfn þar sem alls staðar er verið að byggja og undirbúa laxeldið. Fiskar eru komnir í einhver ker en það er verið að steypa önnur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þetta risa, risa framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „Á næstu fimm til sjö árum þá er stefnt að því að verja 160 til 180 milljörðum til þessara framkvæmda og svona til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 146 milljarða, þannig að þetta er gríðarlega mikil framkvæmd og áætluð útflutningsverðmæti þegar þessi verkefni verða að fullu komin til, segjum innan fimm til sjö ára, þá gætu útflutningsverðmætin verið nærri 120 milljörðum og til samanburðar þá voru útflutningsverðmæti allra skipanna hjá Brim árið 2021 20 milljarðar,“ segir Elliði. Elliði segir að fiskeldið á landi muni skapa mjög mikið af nýjum störfum. „Já, það verða til sex til átta hundruð störf beint við þetta, auk afleiddra starfa, þannig að framtíðin hér er björt.“ En hvað er það, sem gerir Þorlákshöfn að svona vinsælum stað þegar fiskeldi er annars vegar? „Við erum náttúrlega með vaxandi höfn, við erum að setja þrjá til fimm milljarða í höfnina núna á þremur árum og hér eru náttúrulegar aðstæður til allra matvælavinnslu góðar. Það er mikið af jarðsjó, það er gott vatn og næg orka og mikið land. Þetta í bland við öfluga íbúa gerir þetta svæði mjög aðlaðandi og nú erum við að byrja að þróa Græna iðngarða og mikill áhugi hjá fyrirtækjum að taka þátt í því“, segir Elliði enn fremur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er stoltur og ánægður með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í sveitarfélaginu þegar fiskeldi á landi er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Fiskeldi Landeldi Vinnumarkaður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira