Sjáðu stiklu úr glænýjum þáttum Baldurs um Bestu deild karla Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 10:31 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vísir Þættirnir Lengsta undirbúningstímabil í heimi fara í loftið á Stöð 2 Sport í kvöld en í þáttunum heimsækir knattspyrnusérfræðingurinn Baldur Sigurðsson sex félög í Bestu deild karla. Baldur Sigurðsson ætti að vera öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur. Hann á að baki frábæran feril í efstu deild á Íslandi með Keflavík, KR, Stjörnunni og FH auk þess að hafa leikið í atvinnumennsku bæði í Noregi og Svíþjóð. Einnig hefur hann leikið með Fjölni og uppeldisfélagi sínu Völsungi en hann náði þeim áfanga á síðasta tímabili að leika sinn fjögurhundruðasta leik í deildarkeppni á Íslandi. Baldur er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem fara í loftið klukkan 21:05 í kvöld á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum. Um er að ræða sex þætti en í þáttunum fer Baldur í heimsókn til liða í Bestu deild karla í knattspyrnu. Viðtöl við þjálfara liðanna eru rauði þráður þáttanna en einnig verður aðstoða liðanna skoðuð og rætt við leikmann liðsins. Þá verður einnig sýnt frá æfingu liðsins þar sem Baldur tekur þátt en þáttaröðin gefur innsýn í undirbúning liðanna fyrir sumarið í Bestu deildinni. Baldur verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í umfjöllun um Bestu deildina í sumar. Baldur er vitaskuld spenntur fyrir verkefninu og segir að það hafi verið skemmtilegt að heimsækja liðin sex. „Það var gaman að fara í heimsókn og áhugavert að sjá hversu ólíkar nálganir þjálfarar eru með á undirbúningstímabilinu. Það er ótrúlega misjafnt eftir þjálfurum hvernig þeir leggja upp undirbúninginn,“ sagði Balur en hann bætti við að öll liðin væru komin með fína aðstöðu. „Það kom kannski á óvart hversu góða aðstöðu liðin eru komin með.“ „Gaman að koma til baka og sjá breytingarnar“ Hann segir að þá hafi verið gaman að taka þátt í æfingu hjá liðinu en Baldur verður með hljóðnema á sér á æfingunni. „Þjálfararnir voru sanngjarnir við mig. Ekki harðir en töluðu við mig eins og ég væri einn af hópnum. Þeir hefðu örugglega getað látið mig heyra það meira.“ Liðin sem Baldur heimsækir eru KR, Keflavík, KA, Breiðablik, Víkingur og Fylkir en Baldur hefur eins og áður segir leikið með tveimur fyrstnefndu liðunum. „Það var gaman að koma til baka og sjá breytingarnar og hitta gamla vini. Líka gaman að sjá aðstöðuna hjá þeim sem maður hafði ekki spilað með. Sem útileikmaður fer maður aldrei inn á þessi svæði heimaliðsins.“ Fyrsti þáttur Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:05 í kvöld. Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson ætti að vera öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur. Hann á að baki frábæran feril í efstu deild á Íslandi með Keflavík, KR, Stjörnunni og FH auk þess að hafa leikið í atvinnumennsku bæði í Noregi og Svíþjóð. Einnig hefur hann leikið með Fjölni og uppeldisfélagi sínu Völsungi en hann náði þeim áfanga á síðasta tímabili að leika sinn fjögurhundruðasta leik í deildarkeppni á Íslandi. Baldur er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem fara í loftið klukkan 21:05 í kvöld á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum. Um er að ræða sex þætti en í þáttunum fer Baldur í heimsókn til liða í Bestu deild karla í knattspyrnu. Viðtöl við þjálfara liðanna eru rauði þráður þáttanna en einnig verður aðstoða liðanna skoðuð og rætt við leikmann liðsins. Þá verður einnig sýnt frá æfingu liðsins þar sem Baldur tekur þátt en þáttaröðin gefur innsýn í undirbúning liðanna fyrir sumarið í Bestu deildinni. Baldur verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í umfjöllun um Bestu deildina í sumar. Baldur er vitaskuld spenntur fyrir verkefninu og segir að það hafi verið skemmtilegt að heimsækja liðin sex. „Það var gaman að fara í heimsókn og áhugavert að sjá hversu ólíkar nálganir þjálfarar eru með á undirbúningstímabilinu. Það er ótrúlega misjafnt eftir þjálfurum hvernig þeir leggja upp undirbúninginn,“ sagði Balur en hann bætti við að öll liðin væru komin með fína aðstöðu. „Það kom kannski á óvart hversu góða aðstöðu liðin eru komin með.“ „Gaman að koma til baka og sjá breytingarnar“ Hann segir að þá hafi verið gaman að taka þátt í æfingu hjá liðinu en Baldur verður með hljóðnema á sér á æfingunni. „Þjálfararnir voru sanngjarnir við mig. Ekki harðir en töluðu við mig eins og ég væri einn af hópnum. Þeir hefðu örugglega getað látið mig heyra það meira.“ Liðin sem Baldur heimsækir eru KR, Keflavík, KA, Breiðablik, Víkingur og Fylkir en Baldur hefur eins og áður segir leikið með tveimur fyrstnefndu liðunum. „Það var gaman að koma til baka og sjá breytingarnar og hitta gamla vini. Líka gaman að sjá aðstöðuna hjá þeim sem maður hafði ekki spilað með. Sem útileikmaður fer maður aldrei inn á þessi svæði heimaliðsins.“ Fyrsti þáttur Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:05 í kvöld.
Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira