Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 13:46 Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. aðsend Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi gjöld og tekjur sem sveitarfélag hans fær frá Landsvirkjun. Búrfellsvirkjun, sem er fjórða aflmesta virkjun landsins, er staðsett í sveitarfélaginu. Af öllum mannvirkjum í kringum virkjunina er það einungis stöðvarhúsið sjálft sem ber fasteingagjöld. Frá árinu 1990 hafi störf í kringum virkjunina jafnframt færst frá sveitarfélaginu, að sögn Haraldar. „Við erum með sveitarfélög út á landi, þau hafa ekki tekjustofna fasteignagjalda, hafa ekki útsvarið og hafa í raun og veru engar tekjur af þessu,“ segir Haraldur Þór. Einn milljarður í stað 16-20 „Þrátt fyrir, eins og í tilfelli Landsvirkjunar, að þau greiði einn milljarð í fasteignagjöld til sveitarfélaga út á landi, sem dreifist á milli þeirra, þá eru þetta bara svo ofboðslega litlar tölur. Við sjáum það á því hvernig samfélögin hafa þróast í kringum þetta. Samfélögin byggjast upp og þróast þar sem orkan er notuð.“ Hann segist ekki vilja gagnrýna störf Landsvirkjunar en úrbóta sé þörf á raforkukerfinu sem hafi breyst með því að fara á samkeppnismarkað. „Þetta er bara rangt gefið. Í dag er það þannig að rafmagn á Íslandi er búið, stórnotendur fá sína orku og neytendur eru afgangsstærð. Þegar þetta varð að samkeppnismarkaði hefðum við átt að láta þessa atvinnugrein fá sömu leikreglur, borga gjöld af mannvirkjum. Ef það væru ekki þessi undanþága af öllum mannvirkjunum væru fasteignagjöldin líklega á bilinu 16-20 milljarðar, í stað þess að vera einn milljarður,“ segir Haraldur Þór. Í 58 ára sögu sinni hefur Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Góðvild sveitarfélaga Haraldur segir hagnaðinn að miklu leyti til kominn vegna þess afslátts sem Landsvirkjun fái af fasteignagjöldum. „Ef við horfum á þessa frábæru stöðu Landsvirkjunar sem var kynnt í síðustu viku, þar sem skuldir hafa lækkað gríðarlega og eiginfjárstaða er 330 milljarðar. Ef við horfum bara á afsláttinn af fasteignagjöldunum síðustu tuttugu ár er það hærri tala. Þá getum við alveg sagt: eru það ekki sveitarfélögin úti á landi sem hafa með góðvild sinni fært þjóðinni Landsvirkjun á silfurfati?“ Viðtalið við Harald má hlusta í heild sinni að ofan. Þar ræðir hann einnig bókun sveitarfélags síns um að stoppa skipulagsvinnu í kringum frekari virkjanir vegna stöðunnar. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rekstur hins opinbera Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi gjöld og tekjur sem sveitarfélag hans fær frá Landsvirkjun. Búrfellsvirkjun, sem er fjórða aflmesta virkjun landsins, er staðsett í sveitarfélaginu. Af öllum mannvirkjum í kringum virkjunina er það einungis stöðvarhúsið sjálft sem ber fasteingagjöld. Frá árinu 1990 hafi störf í kringum virkjunina jafnframt færst frá sveitarfélaginu, að sögn Haraldar. „Við erum með sveitarfélög út á landi, þau hafa ekki tekjustofna fasteignagjalda, hafa ekki útsvarið og hafa í raun og veru engar tekjur af þessu,“ segir Haraldur Þór. Einn milljarður í stað 16-20 „Þrátt fyrir, eins og í tilfelli Landsvirkjunar, að þau greiði einn milljarð í fasteignagjöld til sveitarfélaga út á landi, sem dreifist á milli þeirra, þá eru þetta bara svo ofboðslega litlar tölur. Við sjáum það á því hvernig samfélögin hafa þróast í kringum þetta. Samfélögin byggjast upp og þróast þar sem orkan er notuð.“ Hann segist ekki vilja gagnrýna störf Landsvirkjunar en úrbóta sé þörf á raforkukerfinu sem hafi breyst með því að fara á samkeppnismarkað. „Þetta er bara rangt gefið. Í dag er það þannig að rafmagn á Íslandi er búið, stórnotendur fá sína orku og neytendur eru afgangsstærð. Þegar þetta varð að samkeppnismarkaði hefðum við átt að láta þessa atvinnugrein fá sömu leikreglur, borga gjöld af mannvirkjum. Ef það væru ekki þessi undanþága af öllum mannvirkjunum væru fasteignagjöldin líklega á bilinu 16-20 milljarðar, í stað þess að vera einn milljarður,“ segir Haraldur Þór. Í 58 ára sögu sinni hefur Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Góðvild sveitarfélaga Haraldur segir hagnaðinn að miklu leyti til kominn vegna þess afslátts sem Landsvirkjun fái af fasteignagjöldum. „Ef við horfum á þessa frábæru stöðu Landsvirkjunar sem var kynnt í síðustu viku, þar sem skuldir hafa lækkað gríðarlega og eiginfjárstaða er 330 milljarðar. Ef við horfum bara á afsláttinn af fasteignagjöldunum síðustu tuttugu ár er það hærri tala. Þá getum við alveg sagt: eru það ekki sveitarfélögin úti á landi sem hafa með góðvild sinni fært þjóðinni Landsvirkjun á silfurfati?“ Viðtalið við Harald má hlusta í heild sinni að ofan. Þar ræðir hann einnig bókun sveitarfélags síns um að stoppa skipulagsvinnu í kringum frekari virkjanir vegna stöðunnar.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rekstur hins opinbera Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira