Félög hafi ekki bolmagn til að fylgja reglugerð KSÍ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. mars 2023 07:01 Orri Hlöðversson, formaður ÍTF. Vísir/Sigurjón Reglugerð KSÍ um skyldu til að starfrækja kvennalið gæti valdið einhverjum félögum vandræðum segir formaður hagsmunsamtakanna Íslensks Toppfótbolta, eða ÍTF. Tillaga um að fella reglugerðina úr gildi var felld á ársþingi sambandsins á dögunum. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í haust þess efnis að öll lið í efstu deild karla þurfi einnig að starfrækja kvennalið í meistaraflokki. ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu tveimur deildunum, lagði fram tillögu á ársþingi KSÍ þess efnis að sú reglugerð yrði afnumin. Sú tillaga var felld á þigninu og því stendur reglan um kvennalið. „Við teljum að þetta geti verið - þó þetta sé göfugt markmið og gott og staðreyndin auðvitað sú að langflest lið eru með meistaraflokkslið af báðum kynjum - þá teljum við að allavega ákveðinn hluti okkar aðildarfélaga geti lent hreinlega í vandræðum með þetta og hafi ekki bolmagn til að láta þetta ganga eftir. Þar af leiðandi geti þetta orðið hamlandi þáttur fyrir þann flokk sem er hugsanlega að koma upp í efstu deild frá félaginu,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF, í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum í gærkvöldi. „Það var svona útgangspunkturinn. Alls ekki til að hnýta í kvennaknattspyrnuna, síður en svo. Við erum öflug þar og eins og hefur kannski ekki komið nógu vel fram þá erum við aðili í evrópskum samtökum sem eru öflug og áratugagömul og mér er ljúft og skylt að segja frá því að við erum einu samtökin í þeim risasamtökum sem erum fulltrúar beggja kynja.“ „Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið?“ „Þessi tillaga ÍTF á þinginu var felld og það er þá bara vilji þingheims að þetta verði svona. Þó svo þetta verði mögulega íþyngjandi fyrir einhverja þá verður bara að vinna með það eins og öll önnur verkefni vegna þess að við erum bara að reyna að róa í sömu áttina og við erum öll í sama liðinu.“ En gætu einhver félög þurft að sækja frá undanþágu frá þessum reglum? „Þeirri spurningu var varpað fram á þinginu. Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið? Þeirri spurningu var varpað fram en henni var ekki beint svarað. Enda var kannski enginn að kalla eftir beinum svörum.“ „Það má þá líka velta fyrir sér hvort þetta eigi að virka öfugt. Ef þú ert með lið í meistaraflokki kvenna eingöngu sem nær upp í efstu deild, hvort þér beri þá skylda til að stofna meistaraflokkslið karla. Þannig það eru ýmsir möguleikar sem koma upp þegar maður fer að spá í svona hluti,“ sagði Orri að lokum. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í haust þess efnis að öll lið í efstu deild karla þurfi einnig að starfrækja kvennalið í meistaraflokki. ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu tveimur deildunum, lagði fram tillögu á ársþingi KSÍ þess efnis að sú reglugerð yrði afnumin. Sú tillaga var felld á þigninu og því stendur reglan um kvennalið. „Við teljum að þetta geti verið - þó þetta sé göfugt markmið og gott og staðreyndin auðvitað sú að langflest lið eru með meistaraflokkslið af báðum kynjum - þá teljum við að allavega ákveðinn hluti okkar aðildarfélaga geti lent hreinlega í vandræðum með þetta og hafi ekki bolmagn til að láta þetta ganga eftir. Þar af leiðandi geti þetta orðið hamlandi þáttur fyrir þann flokk sem er hugsanlega að koma upp í efstu deild frá félaginu,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF, í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum í gærkvöldi. „Það var svona útgangspunkturinn. Alls ekki til að hnýta í kvennaknattspyrnuna, síður en svo. Við erum öflug þar og eins og hefur kannski ekki komið nógu vel fram þá erum við aðili í evrópskum samtökum sem eru öflug og áratugagömul og mér er ljúft og skylt að segja frá því að við erum einu samtökin í þeim risasamtökum sem erum fulltrúar beggja kynja.“ „Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið?“ „Þessi tillaga ÍTF á þinginu var felld og það er þá bara vilji þingheims að þetta verði svona. Þó svo þetta verði mögulega íþyngjandi fyrir einhverja þá verður bara að vinna með það eins og öll önnur verkefni vegna þess að við erum bara að reyna að róa í sömu áttina og við erum öll í sama liðinu.“ En gætu einhver félög þurft að sækja frá undanþágu frá þessum reglum? „Þeirri spurningu var varpað fram á þinginu. Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið? Þeirri spurningu var varpað fram en henni var ekki beint svarað. Enda var kannski enginn að kalla eftir beinum svörum.“ „Það má þá líka velta fyrir sér hvort þetta eigi að virka öfugt. Ef þú ert með lið í meistaraflokki kvenna eingöngu sem nær upp í efstu deild, hvort þér beri þá skylda til að stofna meistaraflokkslið karla. Þannig það eru ýmsir möguleikar sem koma upp þegar maður fer að spá í svona hluti,“ sagði Orri að lokum.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira