Lánar Landsneti um níu milljarða fyrir nýrri kynslóð byggðalína Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2023 08:57 Frá undirritun í gær. Landsnet Evrópski fjárfestingarbankinn hefur lánað Landsneti 63,7 milljónir dollara, jafnvirði níu milljarða króna, fyrir nýrri kynslóð byggðalínu. Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að orkunýting á Íslandi byggi í langmestum mæli á endurnýjanlegri orku og að endurnýjun byggðalínunnar leggi grunn að auknu afhendingaröryggi og stuðli að orkuskiptum á Íslandi. „Verkefnið er í samræmi við áherslur Evrópska fjárfestingarbankans í lánamálum hvað varðar stuðning við aukna nýtingu endurnýjanlegrar orku í Evrópu. Lánið er nýtt til endurnýjunar á byggðalínunni en nú þegar hafa tvær línur verið teknar í rekstur í nýrri kynslóð byggðalínunnar, Kröflulína 3 og Hólasandslína 3. Orkuskiptin kalla á bæði gott aðgengi og örugga afhendingu rafmagns. Báðar hafa þær nú þegar sýnt fram á mikilvægi sitt með auknu afhendingaröryggi og aðgengi að rafmagni á Norður- og Austurlandi. Dæmi um þetta er Akureyri sem hefur nú aðgengi að rafmagni til að mæta orkuskiptunum og aukinni uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er í fyrsta skipti sem Landsnet fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum,“ segir í tilkynningunni. Spennandi tímar Haft er eftir Guðlaugu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsneti, að framundan séu spennandi tímar í orkumálum á Íslandi. „Allar okkar áherslur miða að því að skapa samfélaginu og viðskiptavinum okkar virði með tryggu afhendingaröryggi, hagkvæmum rekstri flutningskerfisins og hámörkun nýtingar á raforku. Við erum mjög ánægð með að Evrópski fjárfestingarbankinn var tilbúinn að fara í þessa vegferð með okkur og veita okkur lán fyrir nýju línunum okkar á Norð - Austurlandi. Þær hafa þegar sýnt fram á mikilvægi sitt þegar kemur að afhendingaröryggi í óveðrum vetrarins og í auknu aðgengi svæðisins að rafmagni. Við höfum væntingar um frekara samstarf þegar kemur að styrkingu flutningskerfisins til þess að stuðla að orkuskiptum en þar erum við hjá Landsneti í lykilhlutverki,“ segir Guðlaug. Orkuskipti mikilvæg Þá er haft eftir Thomas Östros, framkvæmdastjóra hjá Evrópska fjárfestingarbankanum, að á tímum loftslagsbreytinga séu orkuskipti mikilvæg um allan heim. „Við erum afar ánægð með að styðja Landsnet á þeirri vegferð að viðhalda afhendingaröryggi og bæta aðgengi að grænni orku um allt Ísland í samræmi við það hlutverk Evrópska fjárfestingarbankans að vera loftslagsbanki Evrópu. Við höfum áður stutt við framleiðslu endurnýjanlegrar orku í landinu og það að tryggja að græn orka sé fáanleg alls staðar er ekki aðeins gott fyrir heimamenn heldur opnar jafnframt á viðskiptamöguleika,“ segir Östros. Lucie Samcová–Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir ennfremur að ESB hafi skuldbundið sig til þess að styðja við græn orkuskipti um heim allan sem og að tryggja samstarfsaðilum aukið aðgengi að öruggum, hagkvæmum og sjálfbærum orkugjöfum. „Þetta er því fullkomið dæmi um verkefni sem ESB vill fjárfesta í. Við erum afar stolt af langvarandi samstarfi okkar og Íslands, lands sem hefur árum saman verið í fararbroddi á sviði sjálfbærrar orku. Trú okkar á íslenska græna orkugeirann endurspeglast í tæplega eins milljarðs evra fjármögnun Evrópska fjárfestingarbankans sem veitt hefur verið til íslenskra verkefna tengdum orku frá árinu 2000.“ Orkumál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að orkunýting á Íslandi byggi í langmestum mæli á endurnýjanlegri orku og að endurnýjun byggðalínunnar leggi grunn að auknu afhendingaröryggi og stuðli að orkuskiptum á Íslandi. „Verkefnið er í samræmi við áherslur Evrópska fjárfestingarbankans í lánamálum hvað varðar stuðning við aukna nýtingu endurnýjanlegrar orku í Evrópu. Lánið er nýtt til endurnýjunar á byggðalínunni en nú þegar hafa tvær línur verið teknar í rekstur í nýrri kynslóð byggðalínunnar, Kröflulína 3 og Hólasandslína 3. Orkuskiptin kalla á bæði gott aðgengi og örugga afhendingu rafmagns. Báðar hafa þær nú þegar sýnt fram á mikilvægi sitt með auknu afhendingaröryggi og aðgengi að rafmagni á Norður- og Austurlandi. Dæmi um þetta er Akureyri sem hefur nú aðgengi að rafmagni til að mæta orkuskiptunum og aukinni uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er í fyrsta skipti sem Landsnet fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum,“ segir í tilkynningunni. Spennandi tímar Haft er eftir Guðlaugu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsneti, að framundan séu spennandi tímar í orkumálum á Íslandi. „Allar okkar áherslur miða að því að skapa samfélaginu og viðskiptavinum okkar virði með tryggu afhendingaröryggi, hagkvæmum rekstri flutningskerfisins og hámörkun nýtingar á raforku. Við erum mjög ánægð með að Evrópski fjárfestingarbankinn var tilbúinn að fara í þessa vegferð með okkur og veita okkur lán fyrir nýju línunum okkar á Norð - Austurlandi. Þær hafa þegar sýnt fram á mikilvægi sitt þegar kemur að afhendingaröryggi í óveðrum vetrarins og í auknu aðgengi svæðisins að rafmagni. Við höfum væntingar um frekara samstarf þegar kemur að styrkingu flutningskerfisins til þess að stuðla að orkuskiptum en þar erum við hjá Landsneti í lykilhlutverki,“ segir Guðlaug. Orkuskipti mikilvæg Þá er haft eftir Thomas Östros, framkvæmdastjóra hjá Evrópska fjárfestingarbankanum, að á tímum loftslagsbreytinga séu orkuskipti mikilvæg um allan heim. „Við erum afar ánægð með að styðja Landsnet á þeirri vegferð að viðhalda afhendingaröryggi og bæta aðgengi að grænni orku um allt Ísland í samræmi við það hlutverk Evrópska fjárfestingarbankans að vera loftslagsbanki Evrópu. Við höfum áður stutt við framleiðslu endurnýjanlegrar orku í landinu og það að tryggja að græn orka sé fáanleg alls staðar er ekki aðeins gott fyrir heimamenn heldur opnar jafnframt á viðskiptamöguleika,“ segir Östros. Lucie Samcová–Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir ennfremur að ESB hafi skuldbundið sig til þess að styðja við græn orkuskipti um heim allan sem og að tryggja samstarfsaðilum aukið aðgengi að öruggum, hagkvæmum og sjálfbærum orkugjöfum. „Þetta er því fullkomið dæmi um verkefni sem ESB vill fjárfesta í. Við erum afar stolt af langvarandi samstarfi okkar og Íslands, lands sem hefur árum saman verið í fararbroddi á sviði sjálfbærrar orku. Trú okkar á íslenska græna orkugeirann endurspeglast í tæplega eins milljarðs evra fjármögnun Evrópska fjárfestingarbankans sem veitt hefur verið til íslenskra verkefna tengdum orku frá árinu 2000.“
Orkumál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira