Skiptar skoðanir um að loka grunnskólanum Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 07:01 Einungis níu börn eru nú nemendur í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Vísir/Vilhelm Fundur var haldinn í vikunni með foreldrum barna sem stunda nám í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Á fundinum var ræddur sá möguleiki að leggja niður starfsemi í skólanum þar sem einungis níu börn stunda þar nám núna. Jóhann Bjarnason, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna, segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir hafi verið á meðal þeirra foreldra sem mættu á fundinn. „Fundurinn var haldinn til þess að heyra álit foreldra þar sem það hefur töluvert fækkað í þessu útibúi skólans. Þau komu ekki inn á fundinn með einhverri tillögu um það en foreldrar voru sannarlega spurðir um það hvað þeim fyndist að ætti að gera í þessari stöðu.“ Jóhann segir að í raun og veru hafi fundurinn ekki skilað neinni niðurstöðu. Hann hafi frekar verið haldinn til að hlusta á raddir foreldra barnanna. Af og til séu haldnir svona fundir til að taka stöðuna. „Það var í sjálfu sér engin niðurstaða á fundinum önnur en sú að það var hlustað á raddir foreldra og hvað þeim fannst.“ Nemendurnir aldrei færri Níu börn stunda nám við skólann núna en nemendur hans hafa aldrei verið færri í starfstíð Jóhanns. Síðan hann hóf störf hafa nemendur mest verið 36 en hann segir að undanfarin ár hafi þeir yfirleitt verið í kringum 15-20. „Þau eru níu hérna núna í þessari einingu. Það er minna en hefur verið og minna en reiknað var með þegar skipulagið var sett svona.“ Jóhann segir að þó svo að staðan sé öðruvísi en reiknað var með þá sé ekki vitað hvort hún sé varanleg. Ástæðan fyrir því er að fjöldi nemanda er síbreytilegur eftir fjölda þeirra sem búa á svæðinu. „Þetta er svo skemmtilega lifandi samfélag í tengslum við háskólann. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Kemur starfsmaður í háskólann sem er með börn á þessum aldri sem bætast í hópinn? Það er hlýhugur mikill til skólans og þessarar einingar hérna.“ Jóhann nefnir sem dæmi að það þurfi ekki mikið að gerast til að fjöldi barna breytist umtalsvert milli ára. Í grunnskólanum á Hofsósi fækkaði nemendum úr 70 í 55 í fyrra. „Þá voru bara tvær fjölskyldur sem fluttu í burtu, stór árgangur að hætta og lítill að koma inn,“ segir hann en bendir á að svona lagað gangi í báðar áttir. Aukin netvæðing gæti snúið fólksfækkun við Jóhann segir að fækkun í sveitum eigi við um þeirra svæði eins og víða um land. Nokkuð lengi hafi fólki fækkað smátt og smátt. „Einhvers staðar er að endurnýjast en þetta kemur aldrei til baka eða maður sér það ekki,“ segir hann. Sem dæmi um ástæðuna fyrir þessari fækkun bendir Jóhann á að landbúnaður hefur breyst mikið með tímanum. „Það eru ekki allir að taka þátt í búinu, þetta er orðin svona stærri bú og færri, meiri vélarmenning og verktakar að vinna.“ Það sé þó aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Jóhann bendir á að fólk geti flutt á ný í sveitir vegna aukinnar netvæðingar á landsbyggðinni. „Það getur kveikt á möguleikum um fjarvinnu og þess háttar. Þannig fólk getur búið í sveitum án þess að það sé að vera í rauninni að nýta jörðina til búskapar. Það getur verið skógarbændur svona í aðra röndina og tæknifræðingar, tölvufræðingar eða hvað eina.“ Skóla - og menntamál Skagafjörður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Jóhann Bjarnason, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna, segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir hafi verið á meðal þeirra foreldra sem mættu á fundinn. „Fundurinn var haldinn til þess að heyra álit foreldra þar sem það hefur töluvert fækkað í þessu útibúi skólans. Þau komu ekki inn á fundinn með einhverri tillögu um það en foreldrar voru sannarlega spurðir um það hvað þeim fyndist að ætti að gera í þessari stöðu.“ Jóhann segir að í raun og veru hafi fundurinn ekki skilað neinni niðurstöðu. Hann hafi frekar verið haldinn til að hlusta á raddir foreldra barnanna. Af og til séu haldnir svona fundir til að taka stöðuna. „Það var í sjálfu sér engin niðurstaða á fundinum önnur en sú að það var hlustað á raddir foreldra og hvað þeim fannst.“ Nemendurnir aldrei færri Níu börn stunda nám við skólann núna en nemendur hans hafa aldrei verið færri í starfstíð Jóhanns. Síðan hann hóf störf hafa nemendur mest verið 36 en hann segir að undanfarin ár hafi þeir yfirleitt verið í kringum 15-20. „Þau eru níu hérna núna í þessari einingu. Það er minna en hefur verið og minna en reiknað var með þegar skipulagið var sett svona.“ Jóhann segir að þó svo að staðan sé öðruvísi en reiknað var með þá sé ekki vitað hvort hún sé varanleg. Ástæðan fyrir því er að fjöldi nemanda er síbreytilegur eftir fjölda þeirra sem búa á svæðinu. „Þetta er svo skemmtilega lifandi samfélag í tengslum við háskólann. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Kemur starfsmaður í háskólann sem er með börn á þessum aldri sem bætast í hópinn? Það er hlýhugur mikill til skólans og þessarar einingar hérna.“ Jóhann nefnir sem dæmi að það þurfi ekki mikið að gerast til að fjöldi barna breytist umtalsvert milli ára. Í grunnskólanum á Hofsósi fækkaði nemendum úr 70 í 55 í fyrra. „Þá voru bara tvær fjölskyldur sem fluttu í burtu, stór árgangur að hætta og lítill að koma inn,“ segir hann en bendir á að svona lagað gangi í báðar áttir. Aukin netvæðing gæti snúið fólksfækkun við Jóhann segir að fækkun í sveitum eigi við um þeirra svæði eins og víða um land. Nokkuð lengi hafi fólki fækkað smátt og smátt. „Einhvers staðar er að endurnýjast en þetta kemur aldrei til baka eða maður sér það ekki,“ segir hann. Sem dæmi um ástæðuna fyrir þessari fækkun bendir Jóhann á að landbúnaður hefur breyst mikið með tímanum. „Það eru ekki allir að taka þátt í búinu, þetta er orðin svona stærri bú og færri, meiri vélarmenning og verktakar að vinna.“ Það sé þó aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Jóhann bendir á að fólk geti flutt á ný í sveitir vegna aukinnar netvæðingar á landsbyggðinni. „Það getur kveikt á möguleikum um fjarvinnu og þess háttar. Þannig fólk getur búið í sveitum án þess að það sé að vera í rauninni að nýta jörðina til búskapar. Það getur verið skógarbændur svona í aðra röndina og tæknifræðingar, tölvufræðingar eða hvað eina.“
Skóla - og menntamál Skagafjörður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira