Innlent

Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Katrín Jakobsdóttir og aðrir þingmenn eru mættir aftur til höfuðborgarinnar eftir kjördæmaviku.
Katrín Jakobsdóttir og aðrir þingmenn eru mættir aftur til höfuðborgarinnar eftir kjördæmaviku. Vísir/Vilhelm

Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30.

Horfa má á beina útsendingu frá opnunarræðu Katrínar í spilaranum hér að neðan. Einnig verður streymt frá opnunarhátíð landsfundarins, sem hefst klukkan 17.00.

Á fundinum fara fram almenn landsfundarstörf en dagskrá fundarins má nálgast hér. Þá verður kosið til stjórnar flokksins og flokksráðs á fundinum. Reiknað er með því að slagur verði um að minnsta kosti tvö embætti í stjórn flokksins, það er ritari og gjaldkeri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×