Trommarinn sem myrti móður sína látinn Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 15:04 Jim Gordon var 77 ára gamall þegar hann lést. Getty/Estate Of Keith Morris Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. Gordon fæddist þann 14. júlí árið 1945. Þegar hann var sautján ára gamall afþakkaði hann að fara á styrk í tónlistarnám í UCLA háskólanum í Kaliforníu. Í stað þess hóf hann feril sinn sem trommari með hljómsveitinni Everly Brothers. Hann gekk svo í hóp tónlistarfólks sem kallaðist The Wrecking Crew en hópurinn spilaði undir á fjölmörgum hljómplötum. Sem meðlimur í þeim hópi spilaði Gordon til að mynda á plötunni Pet Sounds eftir Beach Boys. Hann stofnaði svo nýjan hóp ásamt Eric Clapton árið 1970 sem hét Derek and the Dominos. Með þeim hópi spilað Gordon til dæmis undir fyrir George Harrison. Þá trommaði Gordon einnig á plötum eftir stórstjörnur á borð við Frank Zappa, Cher, Tom Waits, Alice Cooper, Art Garfunkel, Carly Simon og John Lennon. Myrti móður sína og lét lífið í fangelsi Árið 1970 fóru fyrstu merkin um geðræna kvilla Gordon að gera vart við sig. Þá á hann að hafa kýlt þáverandi kærustu sína, Rita collidge, ítrekað á hótelherbergi. Rúmum áratugi síðar, árið 1983, myrti Gordon svo móður sína með hamri og hníf. Gordon játaði morðið en hann sagðist hafa heyrt raddir í hausnum sínum. Raddirnar hafi í upphafi verið vinalegar og gefið honum ráð. Hann segir að raddirnar hafi síðan farið að segja honum að „færa fórnir“ og að hann „yrði að gera það sem þær sögðu honum að gera.“ Gordon myrti móður sína árið 1983.Getty/Jim McCrary Þá sagðist Gordon ekki hafa viljað myrða móður sína en að hann hafi þurft að hlýða umræddum röddum: „Ég vildi halda mér frá henni. Ég hafði ekkert val. Í rauninni var eins og það væri verið að stýra mér og ég var sem uppvakningur. Hún vildi að ég myndi drepa sig,“ sagði Gordon í viðtali við Rolling Stone tveimur árum eftir morðið. Gordon var greindur með geðklofa en fékk engu að síður dóm fyrir morðið. Hann var dæmdur í allt frá sextán ára til lífstíðar í fangelsi. Árið 2018 var síðast tekin ákvörðun um hvort honum yrði veitt reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan þá var að hann væri ennþá hættulegur almenningi og því fékk hann hana ekki veitta. Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Gordon fæddist þann 14. júlí árið 1945. Þegar hann var sautján ára gamall afþakkaði hann að fara á styrk í tónlistarnám í UCLA háskólanum í Kaliforníu. Í stað þess hóf hann feril sinn sem trommari með hljómsveitinni Everly Brothers. Hann gekk svo í hóp tónlistarfólks sem kallaðist The Wrecking Crew en hópurinn spilaði undir á fjölmörgum hljómplötum. Sem meðlimur í þeim hópi spilaði Gordon til að mynda á plötunni Pet Sounds eftir Beach Boys. Hann stofnaði svo nýjan hóp ásamt Eric Clapton árið 1970 sem hét Derek and the Dominos. Með þeim hópi spilað Gordon til dæmis undir fyrir George Harrison. Þá trommaði Gordon einnig á plötum eftir stórstjörnur á borð við Frank Zappa, Cher, Tom Waits, Alice Cooper, Art Garfunkel, Carly Simon og John Lennon. Myrti móður sína og lét lífið í fangelsi Árið 1970 fóru fyrstu merkin um geðræna kvilla Gordon að gera vart við sig. Þá á hann að hafa kýlt þáverandi kærustu sína, Rita collidge, ítrekað á hótelherbergi. Rúmum áratugi síðar, árið 1983, myrti Gordon svo móður sína með hamri og hníf. Gordon játaði morðið en hann sagðist hafa heyrt raddir í hausnum sínum. Raddirnar hafi í upphafi verið vinalegar og gefið honum ráð. Hann segir að raddirnar hafi síðan farið að segja honum að „færa fórnir“ og að hann „yrði að gera það sem þær sögðu honum að gera.“ Gordon myrti móður sína árið 1983.Getty/Jim McCrary Þá sagðist Gordon ekki hafa viljað myrða móður sína en að hann hafi þurft að hlýða umræddum röddum: „Ég vildi halda mér frá henni. Ég hafði ekkert val. Í rauninni var eins og það væri verið að stýra mér og ég var sem uppvakningur. Hún vildi að ég myndi drepa sig,“ sagði Gordon í viðtali við Rolling Stone tveimur árum eftir morðið. Gordon var greindur með geðklofa en fékk engu að síður dóm fyrir morðið. Hann var dæmdur í allt frá sextán ára til lífstíðar í fangelsi. Árið 2018 var síðast tekin ákvörðun um hvort honum yrði veitt reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan þá var að hann væri ennþá hættulegur almenningi og því fékk hann hana ekki veitta.
Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning