Í fyrsta sinn með hausverk yfir því að velja landsliðshópinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2023 09:01 Arnar Þór Viðarsson ætlar sér að koma íslenska karlalandsliðinu á EM 2024. vísir/sigurjón Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist spenntur fyrir komandi landsleikjum enda getur hann loksins teflt fram sínu sterkasta liði. Framundan eru leikir gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. „Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég var með virkilegan hausverk yfir því að velja hópinn. Það eru mjög lítið um meiðsli og þau málefni sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár eru fyrir aftan okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég þurfti virkilega að púsla saman hóp,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í gær. Landsliðsmennirnir hafa margir hverjir spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum vikum. „Það er ein af forsendunum að mönnum líði vel í sínu félagsliði, er að þeir séu að spila vel. Það er mjög ánægjulegt að sjá að mjög margir af okkar leikmönnum líður vel og eru að spila vel. Hvort sem þeir eru ungir eða efnilegir eða eldri og reyndari, sú blanda er akkúrat núna æskileg,“ sagði Arnar Þór. Einn af óreyndari mönnunum í íslenska hópnum er Sævar Atli Magnússon. Breiðhyltingurinn hefur spilað vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni að undanförnu. „Hann hefur staðið sig mjög vel. Við höfum fylgst mjög vel með honum lengi. Hann kom til dæmis inn í janúarverefnið og stóð sig mjög vel þar. Það var eitt af stóru skrefunum í átt að þessu og svo er hann búinn að vera frábær með Lyngby undanfarnar vikur. Að mínu á hann fyllilega skilið að vera í þessum hóp,“ sagði Arnar Þór. Bæði Bosnía og Liechtenstein eru með nýja þjálfara sem eykur á óvissuna fyrir leikina tvo sem framundan eru. „Það eykur að sjálfsögðu flækjustigið fyrir okkur en það er það líka fyrir andstæðinginn. Þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa sig. Ég þekki það frá því ég tók við liðinu, þá hafði ég bara þrjá daga til að undirbúa liðið og það er ekki auðvelt,“ sagði Arnar Þór. „Þetta er í báðar áttir. Við þurfum að undirbúa okkur betur og vera tilbúnir að greina þessa þjálfara, hvað þeir hafa gert áður. Hvort þeir hafi spilað með fjóra eða fimm til baka. Svo er það líka flókið fyrir þá að koma sínum hlutum inn á skömmum tíma,“ sagði Arnar Þór. En hvað væri hann sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. En við gerum okkur grein fyrir því að til dæmis leikurinn gegn Bosníu er mjög mikilvægur og mjög erfiður. Þetta er maraþon, tíu leikir í fimm gluggum. Við erum með ákveðinn stigafjölda í huga sem gæti verið nóg til að ná 2. sætinu. Það gerist ekkert bara í þessum glugga. Við tökum bara leik fyrir leik og ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki sem við förum inn í,“ sagði Arnar Þór að endingu. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
„Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég var með virkilegan hausverk yfir því að velja hópinn. Það eru mjög lítið um meiðsli og þau málefni sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár eru fyrir aftan okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég þurfti virkilega að púsla saman hóp,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í gær. Landsliðsmennirnir hafa margir hverjir spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum vikum. „Það er ein af forsendunum að mönnum líði vel í sínu félagsliði, er að þeir séu að spila vel. Það er mjög ánægjulegt að sjá að mjög margir af okkar leikmönnum líður vel og eru að spila vel. Hvort sem þeir eru ungir eða efnilegir eða eldri og reyndari, sú blanda er akkúrat núna æskileg,“ sagði Arnar Þór. Einn af óreyndari mönnunum í íslenska hópnum er Sævar Atli Magnússon. Breiðhyltingurinn hefur spilað vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni að undanförnu. „Hann hefur staðið sig mjög vel. Við höfum fylgst mjög vel með honum lengi. Hann kom til dæmis inn í janúarverefnið og stóð sig mjög vel þar. Það var eitt af stóru skrefunum í átt að þessu og svo er hann búinn að vera frábær með Lyngby undanfarnar vikur. Að mínu á hann fyllilega skilið að vera í þessum hóp,“ sagði Arnar Þór. Bæði Bosnía og Liechtenstein eru með nýja þjálfara sem eykur á óvissuna fyrir leikina tvo sem framundan eru. „Það eykur að sjálfsögðu flækjustigið fyrir okkur en það er það líka fyrir andstæðinginn. Þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa sig. Ég þekki það frá því ég tók við liðinu, þá hafði ég bara þrjá daga til að undirbúa liðið og það er ekki auðvelt,“ sagði Arnar Þór. „Þetta er í báðar áttir. Við þurfum að undirbúa okkur betur og vera tilbúnir að greina þessa þjálfara, hvað þeir hafa gert áður. Hvort þeir hafi spilað með fjóra eða fimm til baka. Svo er það líka flókið fyrir þá að koma sínum hlutum inn á skömmum tíma,“ sagði Arnar Þór. En hvað væri hann sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. En við gerum okkur grein fyrir því að til dæmis leikurinn gegn Bosníu er mjög mikilvægur og mjög erfiður. Þetta er maraþon, tíu leikir í fimm gluggum. Við erum með ákveðinn stigafjölda í huga sem gæti verið nóg til að ná 2. sætinu. Það gerist ekkert bara í þessum glugga. Við tökum bara leik fyrir leik og ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki sem við förum inn í,“ sagði Arnar Þór að endingu.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira