„Þetta var ekkert Latabæjar-snappið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 22:47 Kristmundur Axel Kristmundsson viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn. Aðsend Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson munu á næstunni gefa út sitt annað lag saman eftir að hafa slegið í gegn með lagið Komdu til baka árið 2010. Í þættinum Veislan á FM957 ræddu þeir um nýja lagið og síðustu ár. Þeir félagar unnu Söngvakeppni framhaldsskólana árið 2010 með laginu Komdu til baka. Um var að ræða íslenskan texta við lagið Tears In Heaven með Eric Clapton og fjallaði að mestu leyti um fíknivanda föður Kristmundar. Í Veislunni með Gústa B á FM957 rifjaði Júlí upp hvernig hlutirnir atvikuðust á sínum tíma. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum „Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt.“,“ segir Júlí. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Kristmund og Júlí, sem og hlusta á lagið sem er ekki enn búið að gefa út. Klippa: Kristmundur og Júlí Heiðar í Veislunni Lagið sló í gegn en Kristmundur og Júlí hafa gefið út fullt af lögum eftir það, en einungis í sitthvoru lagi. Nú, þrettán árum síðar, var hins vegar löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. Þeir höfðu ekki hist í þrjú ár þegar þeir hittust til að semja. „Þetta er pínu volume 2. Það er erfitt að gera Komdu til baka volume 2 en þetta er svolítið um bara okkur. Hvernig þetta var og hvernig þetta er í dag. Hvernig þetta er allt búið að vera. Þetta er með dass af alvöru tilfinningum og öllu því,“ segir Kristmundur. Gústi B., Kristmundur Axel, Júlí Heiðar og Páll Orri Pálsson eftir þáttinn í dag.Vísir Kristmundur var um tíma ekki á góðum stað í lífinu. Á sama tíma og það var að gerast var hann afar virkur á Snapchat og birti þar oft myndir af uppátækjum sínum. „Þetta var ekkert Latabæjar-snappið. Þetta átti að vera auglýsing fyrir nýja dótið mitt sem kom síðan út en Snapchat-ið breyttist síðan aðeins og varð einhver stemning. Það er búið sko. Þarna var ég ungur, vitlaus og þetta er svolítið svona. Í nýja laginu fer ég nánast yfir þetta í nýja laginu mínu. Yfirferð yfir mistökin, samböndin og vinir sem undir lentu,“ segir Kristmundur. Hann viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn en þessi tími var einn af hans lágpunktum í lífinu. Hann tekur því þó á kassann. „Ég lenti í smá veseni þegar ég var ungur og fór vitlausa leið. Var farinn að gera heimskulega hluti. Það voru meðal annars nokkur Snickers og eitthvað annað sem fóru úr búðum. Ég hef gert ýmislegt slæmt,“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Klippa: VEISLAN Tónlist FM957 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Þeir félagar unnu Söngvakeppni framhaldsskólana árið 2010 með laginu Komdu til baka. Um var að ræða íslenskan texta við lagið Tears In Heaven með Eric Clapton og fjallaði að mestu leyti um fíknivanda föður Kristmundar. Í Veislunni með Gústa B á FM957 rifjaði Júlí upp hvernig hlutirnir atvikuðust á sínum tíma. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum „Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt.“,“ segir Júlí. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Kristmund og Júlí, sem og hlusta á lagið sem er ekki enn búið að gefa út. Klippa: Kristmundur og Júlí Heiðar í Veislunni Lagið sló í gegn en Kristmundur og Júlí hafa gefið út fullt af lögum eftir það, en einungis í sitthvoru lagi. Nú, þrettán árum síðar, var hins vegar löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. Þeir höfðu ekki hist í þrjú ár þegar þeir hittust til að semja. „Þetta er pínu volume 2. Það er erfitt að gera Komdu til baka volume 2 en þetta er svolítið um bara okkur. Hvernig þetta var og hvernig þetta er í dag. Hvernig þetta er allt búið að vera. Þetta er með dass af alvöru tilfinningum og öllu því,“ segir Kristmundur. Gústi B., Kristmundur Axel, Júlí Heiðar og Páll Orri Pálsson eftir þáttinn í dag.Vísir Kristmundur var um tíma ekki á góðum stað í lífinu. Á sama tíma og það var að gerast var hann afar virkur á Snapchat og birti þar oft myndir af uppátækjum sínum. „Þetta var ekkert Latabæjar-snappið. Þetta átti að vera auglýsing fyrir nýja dótið mitt sem kom síðan út en Snapchat-ið breyttist síðan aðeins og varð einhver stemning. Það er búið sko. Þarna var ég ungur, vitlaus og þetta er svolítið svona. Í nýja laginu fer ég nánast yfir þetta í nýja laginu mínu. Yfirferð yfir mistökin, samböndin og vinir sem undir lentu,“ segir Kristmundur. Hann viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn en þessi tími var einn af hans lágpunktum í lífinu. Hann tekur því þó á kassann. „Ég lenti í smá veseni þegar ég var ungur og fór vitlausa leið. Var farinn að gera heimskulega hluti. Það voru meðal annars nokkur Snickers og eitthvað annað sem fóru úr búðum. Ég hef gert ýmislegt slæmt,“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Klippa: VEISLAN
Tónlist FM957 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira