Ein og hálf milljón manns vildu miða á fyrsta leik heimsmeistaranna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2023 16:00 Lionel Messi er að fara að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari Getty/ Chris Brunskill Skiljanlega er gríðarlega mikill áhugi á heimsmeistaraliði Argentínumanna enda fór öll argentínska þjóðin á annan endann þegar Argentína vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil í 36 ár í desember síðastliðnum. Það var því vitað að það yrði áhugi á fyrsta leik argentínska landsliðsins eftir HM en enginn bjóst kannski við því sem varð svo raunin. Thought Argentina s World Cup fever might have died down?Tickets just gone on sale for this month s friendly against Panama. Only a million or so in the queue pic.twitter.com/2CpyHQNyZD— GOLAZO (@golazoargentino) March 16, 2023 Alls reyndu nefnilega ein og hálf milljón manns að ná sér miða á fyrsta leik heimsmeistaranna. Leikurinn er á móti Panama og fer fram á Monumental leikvanginum í Buenos Aires, stærstu borg Argentínu. Leikvangurinn tekur 83 þúsund manns og það þurftu því ansi margir frá að hverfa án miða. Aðeins 63 þúsund miðar fóru í sölu. Miðaverðið á leikinn er á bilinu tólf þúsund til 49 þúsund argentínskra pesóa eða frá rúmlega átta þúsund til 34 þúsund í íslenskum krónum. Það er frekar hátt miðaverð en það kom ekki í veg fyrir áhuga svo margra. Argentina vs Panama1 First game at home for World Cup champions 1.5 million apply for 63,000 ticketshttps://t.co/tqtAq7wdFw— Firstpost Sports (@FirstpostSports) March 17, 2023 Það voru ekki bara stuðningsmenn argentínska landsliðsins sem vildu komast á völlinn. „Við vildum svo geta tekið á móti öllum en við þyrftum tvo River [Monumental] velli bara til að koma fjölmiðlamönnunum fyrir. Brjálæðið í Argentínu er algjört,“ sagði Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins. Lionel Messi ætlaði að hætta að spila með argentínska landsliðinu eftir HM en strax eftir að hann varð orðinn heimsmeistari í fyrsta sinn þá tilkynnti það að hann myndi spila áfram. Messi verður því þarna að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari og hvaða Argentínumaður vildi ekki vera vitna af því og monta sig síðan af því um ókomna tíð. Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Það var því vitað að það yrði áhugi á fyrsta leik argentínska landsliðsins eftir HM en enginn bjóst kannski við því sem varð svo raunin. Thought Argentina s World Cup fever might have died down?Tickets just gone on sale for this month s friendly against Panama. Only a million or so in the queue pic.twitter.com/2CpyHQNyZD— GOLAZO (@golazoargentino) March 16, 2023 Alls reyndu nefnilega ein og hálf milljón manns að ná sér miða á fyrsta leik heimsmeistaranna. Leikurinn er á móti Panama og fer fram á Monumental leikvanginum í Buenos Aires, stærstu borg Argentínu. Leikvangurinn tekur 83 þúsund manns og það þurftu því ansi margir frá að hverfa án miða. Aðeins 63 þúsund miðar fóru í sölu. Miðaverðið á leikinn er á bilinu tólf þúsund til 49 þúsund argentínskra pesóa eða frá rúmlega átta þúsund til 34 þúsund í íslenskum krónum. Það er frekar hátt miðaverð en það kom ekki í veg fyrir áhuga svo margra. Argentina vs Panama1 First game at home for World Cup champions 1.5 million apply for 63,000 ticketshttps://t.co/tqtAq7wdFw— Firstpost Sports (@FirstpostSports) March 17, 2023 Það voru ekki bara stuðningsmenn argentínska landsliðsins sem vildu komast á völlinn. „Við vildum svo geta tekið á móti öllum en við þyrftum tvo River [Monumental] velli bara til að koma fjölmiðlamönnunum fyrir. Brjálæðið í Argentínu er algjört,“ sagði Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins. Lionel Messi ætlaði að hætta að spila með argentínska landsliðinu eftir HM en strax eftir að hann varð orðinn heimsmeistari í fyrsta sinn þá tilkynnti það að hann myndi spila áfram. Messi verður því þarna að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari og hvaða Argentínumaður vildi ekki vera vitna af því og monta sig síðan af því um ókomna tíð.
Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira