Nökkvi fylgir hjartanu og yfirgefur Swipe Máni Snær Þorláksson skrifar 18. mars 2023 17:52 Nökkvi Fjalar Orrason hefur ákveðið að yfirgefa Swipe. Nökkvi Fjalar Orrason hefur sagt skilið við fyrirtækið Swipe. Meðeigendur Nökkva taka við keflinu en sjálfur ætlar hann að einbeita sér að nýju félagi sem útbýr hugbúnað fyrir áhrifavalda. „Það að yfirgefa Swipe var ekki eitthvað sem ég hefði getað ímyndað mér fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þegar meðeigendur mínir vildu fara í aðra átt með Swipe þurfti ég að fylgja hjartanu,“ segir Nökkvi í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni í dag. Nökkvi segir svo að það sé erfitt að segja skilið við fyrirtækið sem hann hefur verið hluti af síðan það var stofnað fyrir fjórum árum síðan. Hann segist vera stoltur af því sem tekist hefur að byggja upp og á sama tíma þakklátur fyrir vináttuna sem skapaðist á meðan. Ísland í dag tók viðtal við Nökkva Fjalar um útrás Swipe í lok síðasta árs: Leggur áherslu á rekstur í Bretlandi Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Nökkvi væri að hætta í Swipe. Þar kemur fram að ástæðan sé sú að Gunnar Birgisson og Alexandra Sól Ingólfsdóttir, meðeigendur Swipe, vilji einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á Íslandi. Nökkvi vill aftur á móti leggja áherslu á rekstur í Bretlandi. Þar hefur hann stofnað nýtt félag, sem sér um þróun og rekstur hugbúnaðs fyrir áhrifavalda. „Það var því niðurstaðan að þau kaupa mig út úr Swipe og ég kaupi þau út úr breska félaginu,“ er haft eftir Nökkva í Morgunblaðinu. Getur ekki beðið Í færslunni á Instagram segist Nökkvi ætla að halda áfram á þeirri vegferð að hjálpa áhrifavöldum úti um allan heim. Nú verði það þó með öðru teymi og undir öðru vörumerki. „Ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur hvað við erum búin að gera og það er bara byrjunin!“ View this post on Instagram A post shared by Nikki Orrason (@nokkvifjalar) Að lokum leggur hann áherslu á mikilvægi þess að fylgja hjartanu og gera sitt besta. „Ég veit að það er erfitt en þú munt uppskera að lokum. Lífið er of stutt og dýrmætt til að gera eitthvað annað!“ Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
„Það að yfirgefa Swipe var ekki eitthvað sem ég hefði getað ímyndað mér fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þegar meðeigendur mínir vildu fara í aðra átt með Swipe þurfti ég að fylgja hjartanu,“ segir Nökkvi í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni í dag. Nökkvi segir svo að það sé erfitt að segja skilið við fyrirtækið sem hann hefur verið hluti af síðan það var stofnað fyrir fjórum árum síðan. Hann segist vera stoltur af því sem tekist hefur að byggja upp og á sama tíma þakklátur fyrir vináttuna sem skapaðist á meðan. Ísland í dag tók viðtal við Nökkva Fjalar um útrás Swipe í lok síðasta árs: Leggur áherslu á rekstur í Bretlandi Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Nökkvi væri að hætta í Swipe. Þar kemur fram að ástæðan sé sú að Gunnar Birgisson og Alexandra Sól Ingólfsdóttir, meðeigendur Swipe, vilji einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á Íslandi. Nökkvi vill aftur á móti leggja áherslu á rekstur í Bretlandi. Þar hefur hann stofnað nýtt félag, sem sér um þróun og rekstur hugbúnaðs fyrir áhrifavalda. „Það var því niðurstaðan að þau kaupa mig út úr Swipe og ég kaupi þau út úr breska félaginu,“ er haft eftir Nökkva í Morgunblaðinu. Getur ekki beðið Í færslunni á Instagram segist Nökkvi ætla að halda áfram á þeirri vegferð að hjálpa áhrifavöldum úti um allan heim. Nú verði það þó með öðru teymi og undir öðru vörumerki. „Ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur hvað við erum búin að gera og það er bara byrjunin!“ View this post on Instagram A post shared by Nikki Orrason (@nokkvifjalar) Að lokum leggur hann áherslu á mikilvægi þess að fylgja hjartanu og gera sitt besta. „Ég veit að það er erfitt en þú munt uppskera að lokum. Lífið er of stutt og dýrmætt til að gera eitthvað annað!“
Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira