Gunnar Magnússon: Okkur tókst að brjóta blað í sögu Aftureldingar Andri Már Eggertsson skrifar 18. mars 2023 18:45 Gunnar var afar ánægður með bikarmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var himinlifandi eftir eins marks sigur á Haukum 28-27 í úrslitum Powerade-bikarsins. „Við vorum að brjóta blað í sögu Aftureldingar. Það hefur verið stífla hérna í mörg ár og þetta var léttir. Ég er svo stoltur af strákunum að hafa klárað þetta og hvernig við tókum á mótlætinu og unnum leikinn,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram að hrósa liðinu. „Það er gaman að upplifa þetta með þeim. Þetta eru uppaldir strákar Einar Ingi, Árni Bragi, Pétur og fleiri sem hafa verið að reyna og reyna og loksins uppskera þeir. Ég er stoltur af þeim að hafa klárað þetta með Aftureldingu. Ég er einnig stoltur af ungu strákunum Þorsteini Leó, Blæ og Brynjari sem tóku þessa helgi og stigu upp. Svona verða strákar að mönnum. Gunnar var ánægður með hvernig Afturelding náði að breyta leiknum verandi að elta Hauka í 52 mínútur. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við værum bara tveimur mörkum undir þrátt fyrir að hafa ekki verið með varinn bolta og vorum mjög slakir. Eftir að við lifðum fyrri hálfleikinn af þá hafði ég trú á að við myndum vinna þetta sérstaklega með þessa frábæru stuðningsmenn.“ „Við þurftum að hafa fólkið með okkur á lokasprettinum. Ég bað um fulla Laugardalshöll og fólk mætti sem gerði gæfu muninn og án þeirra hefðum við ekki klárað þetta.“ Þetta var fyrsti titillinn sem Gunnar Magnússon vann sem þjálfari Aftureldingar sem var kærkomið fyrir hann. „Ég sagði á fyrsta fundi þegar ég kom í Aftureldingu að ég myndi koma með titil hingað og það var mikil áskorun. Þetta var líka svona þegar ég var ÍBV og ég og Arnar náðum í fyrsta titilinn sem var mikil áskorun. Þessi helgi var frábær og mér fannst við nýta tækifærið frábærlega,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Afturelding Powerade-bikarinn Handbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
„Við vorum að brjóta blað í sögu Aftureldingar. Það hefur verið stífla hérna í mörg ár og þetta var léttir. Ég er svo stoltur af strákunum að hafa klárað þetta og hvernig við tókum á mótlætinu og unnum leikinn,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram að hrósa liðinu. „Það er gaman að upplifa þetta með þeim. Þetta eru uppaldir strákar Einar Ingi, Árni Bragi, Pétur og fleiri sem hafa verið að reyna og reyna og loksins uppskera þeir. Ég er stoltur af þeim að hafa klárað þetta með Aftureldingu. Ég er einnig stoltur af ungu strákunum Þorsteini Leó, Blæ og Brynjari sem tóku þessa helgi og stigu upp. Svona verða strákar að mönnum. Gunnar var ánægður með hvernig Afturelding náði að breyta leiknum verandi að elta Hauka í 52 mínútur. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við værum bara tveimur mörkum undir þrátt fyrir að hafa ekki verið með varinn bolta og vorum mjög slakir. Eftir að við lifðum fyrri hálfleikinn af þá hafði ég trú á að við myndum vinna þetta sérstaklega með þessa frábæru stuðningsmenn.“ „Við þurftum að hafa fólkið með okkur á lokasprettinum. Ég bað um fulla Laugardalshöll og fólk mætti sem gerði gæfu muninn og án þeirra hefðum við ekki klárað þetta.“ Þetta var fyrsti titillinn sem Gunnar Magnússon vann sem þjálfari Aftureldingar sem var kærkomið fyrir hann. „Ég sagði á fyrsta fundi þegar ég kom í Aftureldingu að ég myndi koma með titil hingað og það var mikil áskorun. Þetta var líka svona þegar ég var ÍBV og ég og Arnar náðum í fyrsta titilinn sem var mikil áskorun. Þessi helgi var frábær og mér fannst við nýta tækifærið frábærlega,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Afturelding Powerade-bikarinn Handbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira