Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. mars 2023 14:00 Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttu útinámi í skólanum. Aðsend Það stendur mikið til í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit í komandi viku því á þriðjudaginn verður haldið Umhverfis-og lýðheilsuþing og þá er von á ellefu erlendum gestum í heimsókn vegna Erasmus verkefnis, sem skólinn tekur þátt í. Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Nú er verið að undirbúa á fullum krafti umhverfis- og lýðheilsuþing í skólanum, sem fer fram þriðjudaginn 21. mars þar sem nemendur, foreldrar og aðrir gestir sitja þingið og hlusta á fróðleg erindi. Birna Davíðsdóttir er skólastjóri skólans. „Núna er áherslan á landgræðslu og svo sóun en það verður kynnt könnun frá krökkunum en þau gerðu úttekt á fataeign og hversu mikið þau nota af fötunum sínum og hvað verður um fötin. Og svo ætla þau líka að segja frá uppgræðsluverkefni, sem þau tóku þátt í þegar skriðurnar féllu í Björgum út í Útkinn, það er búið að koma á uppgræðsluverkefni þar,” segir Birna. En talandi um fötin, hver er niðurstaða krakkanna í því máli? „Niðurstaðan er sú að við eigum allt of mikið af fötum og kannski þyrftum við að eiga minna og nota meira það sem við eigum, það er ansi mikið af fötum til í fataskápunum okkar.” Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, sem er á fullu þessa dagana að undirbúa umhverfis- og lýðheilsuþingið, auk heimsóknar erlendu gestanna í lok mánaðarins.Aðsend Stórutjarnaskóli er þátttakandi í Erasmus verkefni um stærðfræði og vísindi og á von á nokkrum erlendum gestum í heimsókn vegna verkefnisins. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Aðsend „Reyndin er að erlendir skólar í þessum Erasmus verkefnum vilja helst hafa íslenska skóla með sér þar sem Ísland er mjög áhugavert land. Við erum að fá ellefu erlenda gesti frá Eistlandi, Ítalíu og Frakklandi til okkar síðustu vikuna í mars og þeir verða hér og fylgjast með starfinu okkar og svo förum við með þau út í sveitirnar,” segir Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Dagskrá þingsins þriðjudaginn 21. mars.Aðsend Þingeyjarsveit Skóla - og menntamál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Nú er verið að undirbúa á fullum krafti umhverfis- og lýðheilsuþing í skólanum, sem fer fram þriðjudaginn 21. mars þar sem nemendur, foreldrar og aðrir gestir sitja þingið og hlusta á fróðleg erindi. Birna Davíðsdóttir er skólastjóri skólans. „Núna er áherslan á landgræðslu og svo sóun en það verður kynnt könnun frá krökkunum en þau gerðu úttekt á fataeign og hversu mikið þau nota af fötunum sínum og hvað verður um fötin. Og svo ætla þau líka að segja frá uppgræðsluverkefni, sem þau tóku þátt í þegar skriðurnar féllu í Björgum út í Útkinn, það er búið að koma á uppgræðsluverkefni þar,” segir Birna. En talandi um fötin, hver er niðurstaða krakkanna í því máli? „Niðurstaðan er sú að við eigum allt of mikið af fötum og kannski þyrftum við að eiga minna og nota meira það sem við eigum, það er ansi mikið af fötum til í fataskápunum okkar.” Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, sem er á fullu þessa dagana að undirbúa umhverfis- og lýðheilsuþingið, auk heimsóknar erlendu gestanna í lok mánaðarins.Aðsend Stórutjarnaskóli er þátttakandi í Erasmus verkefni um stærðfræði og vísindi og á von á nokkrum erlendum gestum í heimsókn vegna verkefnisins. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Aðsend „Reyndin er að erlendir skólar í þessum Erasmus verkefnum vilja helst hafa íslenska skóla með sér þar sem Ísland er mjög áhugavert land. Við erum að fá ellefu erlenda gesti frá Eistlandi, Ítalíu og Frakklandi til okkar síðustu vikuna í mars og þeir verða hér og fylgjast með starfinu okkar og svo förum við með þau út í sveitirnar,” segir Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Dagskrá þingsins þriðjudaginn 21. mars.Aðsend
Þingeyjarsveit Skóla - og menntamál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira