Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 07:47 Murdaugh var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni og syni. AP/The Post And Courier/Andrew J. Whitaker Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. „Þetta er árið hans Stephens,“ sagði móðir hans Sandy Smith í samtali við NBC News. Þá þakkaði hún þeim sem styrktu hana á GoFundMe, þar sem hún safnaði fyrir því að láta grafa upp líkamsleifar sonar síns. Andlát Smith hefur löngum þótt grunsamlegt en þegar hann fannst látinn fyrir sex árum voru áverkar á líkinu sem virtust benda til þess að hann hefði þurft að verja sig frá árás. Meinafræðingurinn í málinu úrskurðaði hins vegar að Smith hefði látist eftir að hafa fengið hliðarspegil bifreiðar í höfuðið. The body of Stephen Smith, who died on a country road not far from the Murdaugh home, is to be exhumed, his family announced. https://t.co/wf9cixszZn— CBS News (@CBSNews) March 17, 2023 Lögregla ákvað að opna aftur rannsókn málsins eftir að Murdaugh var handtekinn, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, hinni 52 ára Maggie, og syni sínum, hinum 22 ára Paul, að bana. Ný sönnunargögn voru sögð hafa komið fram við rannsókn morðanna. Skömmu eftir að Smith fannst látinn bárust lögreglu ábendingar um að annar sonur Murdaugh, Buster, hefði haft eitthvað með málið að gera. Buster og Smith útskrifuðust úr sama skóla árið 2014 og þá var því haldið fram að þeir hefðu átt í ástarsambandi. Önnur grunsamleg dauðsföll tengd Murdaugh fjölskyldunni verða einnig skoðuð nánar. Til að mynda hefur lögregla greint frá því að til standi að grafa upp líkamsleifar ráðskonunnar Gloriu Satterfield, sem var sögð hafa látist af slysförum. Þá hafa spurningar vaknað um dauða Mallory Beach, 19 ára, sem lést þegar Paul Mallory ók bát á brú árið 2019. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
„Þetta er árið hans Stephens,“ sagði móðir hans Sandy Smith í samtali við NBC News. Þá þakkaði hún þeim sem styrktu hana á GoFundMe, þar sem hún safnaði fyrir því að láta grafa upp líkamsleifar sonar síns. Andlát Smith hefur löngum þótt grunsamlegt en þegar hann fannst látinn fyrir sex árum voru áverkar á líkinu sem virtust benda til þess að hann hefði þurft að verja sig frá árás. Meinafræðingurinn í málinu úrskurðaði hins vegar að Smith hefði látist eftir að hafa fengið hliðarspegil bifreiðar í höfuðið. The body of Stephen Smith, who died on a country road not far from the Murdaugh home, is to be exhumed, his family announced. https://t.co/wf9cixszZn— CBS News (@CBSNews) March 17, 2023 Lögregla ákvað að opna aftur rannsókn málsins eftir að Murdaugh var handtekinn, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, hinni 52 ára Maggie, og syni sínum, hinum 22 ára Paul, að bana. Ný sönnunargögn voru sögð hafa komið fram við rannsókn morðanna. Skömmu eftir að Smith fannst látinn bárust lögreglu ábendingar um að annar sonur Murdaugh, Buster, hefði haft eitthvað með málið að gera. Buster og Smith útskrifuðust úr sama skóla árið 2014 og þá var því haldið fram að þeir hefðu átt í ástarsambandi. Önnur grunsamleg dauðsföll tengd Murdaugh fjölskyldunni verða einnig skoðuð nánar. Til að mynda hefur lögregla greint frá því að til standi að grafa upp líkamsleifar ráðskonunnar Gloriu Satterfield, sem var sögð hafa látist af slysförum. Þá hafa spurningar vaknað um dauða Mallory Beach, 19 ára, sem lést þegar Paul Mallory ók bát á brú árið 2019.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06
Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37
Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10