Föðurhlutverkið breyti ekki skapinu Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 10:01 Jón Dagur Þorsteinsson. Vísir/Valur Páll Jón Dagur Þorsteinsson kveðst spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni er Ísland mætir Bosníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024 ytra á fimmtudagskvöld. Jón Dagur kveðst þá njóta föðurhlutverksins samhliða fótboltanum en það hafi þó lítil áhrif á keppnisskapið. Bosnía er með hörkulið en við teljum okkur líka vera með hörkulið þannig að þetta ætti að vera hörkuleikur. Vonandi fáum við bara jákvæða frammistöðu og jákvæð úrslit, segir Jón Dagur um komandi leik við Bosníu. „[Við nálgumst þetta] bara eins og hvern annan leik. Þetta er bara fyrsti leikurinn í undankeppninni. Við erum bara jákvæðir og undirbúum okkur bara fyrir þennan leik eins og hvern annan,“ segir Jón Dagur enn fremur. Jón Dagur hefur spilað vel fyrir lið Leuven í Belgíu eftir skipti sín til liðsins frá Danmörku síðasta sumar. Hann er kominn með sjö mörk í deildinni og hefur heillað marga í vetur. „Ég fýla deildina vel og bæinn. Þetta er búinn að vera stígandi í þessu líka hjá mér. Ég væri til í að liðinu væri búið að ganga aðeins betur en þetta er búið að vera mjög fínt,“ „Ég fékk kannski aðeins meira hlutverk eftir jól og þetta er bara virkilega gaman,“ segi Jón Dagur. Klippa: Keppnisskapið breytist ekki með föðurhlutverkinu Gott að fá mikinn tíma með fjölskyldunni Jón Dagur er ekki aðeins með sjö mörk heldur einnig sjö gul spjöld í deildinni þar sem hann á til að láta skapið hlaupa með sig í gönur. Hann varð nýlega faðir í fyrsta sinn en segir það litlu breyta þegar kemur að keppnisskapinu innan vallar. Aðspurður um hvernig gangi að sinna föðurhlutverkinu segir Jón Dagur: „Bara vel. Þetta er virkilega skemmtilegt. Þú færð kannski meiri tíma en aðrir þegar þú ert fótboltamaður þannig að það er bara búið að vera virkilega gaman,“ segir Jón Dagur sem segir nýtt hlutverk þó lítið breyta keppnisskapinu. „Nei, því miður ekki. Það vonandi gerist einhvern tímann.“ segir Jón að endingu og brosir við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Jón Dag sem má sjá í heild sinni að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Bosnía er með hörkulið en við teljum okkur líka vera með hörkulið þannig að þetta ætti að vera hörkuleikur. Vonandi fáum við bara jákvæða frammistöðu og jákvæð úrslit, segir Jón Dagur um komandi leik við Bosníu. „[Við nálgumst þetta] bara eins og hvern annan leik. Þetta er bara fyrsti leikurinn í undankeppninni. Við erum bara jákvæðir og undirbúum okkur bara fyrir þennan leik eins og hvern annan,“ segir Jón Dagur enn fremur. Jón Dagur hefur spilað vel fyrir lið Leuven í Belgíu eftir skipti sín til liðsins frá Danmörku síðasta sumar. Hann er kominn með sjö mörk í deildinni og hefur heillað marga í vetur. „Ég fýla deildina vel og bæinn. Þetta er búinn að vera stígandi í þessu líka hjá mér. Ég væri til í að liðinu væri búið að ganga aðeins betur en þetta er búið að vera mjög fínt,“ „Ég fékk kannski aðeins meira hlutverk eftir jól og þetta er bara virkilega gaman,“ segi Jón Dagur. Klippa: Keppnisskapið breytist ekki með föðurhlutverkinu Gott að fá mikinn tíma með fjölskyldunni Jón Dagur er ekki aðeins með sjö mörk heldur einnig sjö gul spjöld í deildinni þar sem hann á til að láta skapið hlaupa með sig í gönur. Hann varð nýlega faðir í fyrsta sinn en segir það litlu breyta þegar kemur að keppnisskapinu innan vallar. Aðspurður um hvernig gangi að sinna föðurhlutverkinu segir Jón Dagur: „Bara vel. Þetta er virkilega skemmtilegt. Þú færð kannski meiri tíma en aðrir þegar þú ert fótboltamaður þannig að það er bara búið að vera virkilega gaman,“ segir Jón Dagur sem segir nýtt hlutverk þó lítið breyta keppnisskapinu. „Nei, því miður ekki. Það vonandi gerist einhvern tímann.“ segir Jón að endingu og brosir við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Jón Dag sem má sjá í heild sinni að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira