Barátta upp á líf og dauða tekin heldur alvarlega Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 12:00 Sævar Atli Magnússon Vísir/Valur Páll Sævar Atli Magnússon er í fyrsta sinn í A-landsliðshópi í keppnisleikjum fyrir komandi verkefni gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hann og liðsfélagi hans Alfreð Finnbogason mæta marðir og barðir til leiks eftir síðasta leik Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. „Ég er mjög stoltur af því að vera hérna og mjög spenntur. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og ég ætla að reyna að nýta þennan tíma í að læra mikið frá öðrum leikmönnum og njóta þess að vera hérna,“ segir Sævar Atli um landsliðskallið. Sævar segir þá að íslenska liðið þurfi að vera skynsamir í komandi leik við Bosníu annað kvöld. „Við verðum að vera skynsamir og stjórna leiknum. Án bolta verður mikið verkefni því þeir eru með frábæra leikmenn eins og Edin Dzeko. Við verðum að vera klókir á öllum sviðum leiksins“. Klippa: Mætir vígalegur til leiks Lemstraðir Lyngbymenn Það þurfti að sauma átta spor í andlit Sævars eftir leik liðs hans Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og sér vel á kauða. „Ég skalla hann í hnakkann og fékk mikinn verk. Ég ætlaði að standa upp og halda áfram en þá gjörsamlega fossblæðir úr enninu,“ segir Sævar. Alfreð Finnbogason fær væna klípu í andlitið.Mynd/Lyngby Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars Atla hjá Lyngby en hann fékk einnig höfuðhögg í leiknum og er litlu betur útleikinn í framan. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd fékk hann væna klípu frá andstæðingnum. „Það gerðist bara fimm mínútum áður. Þetta var á móti liði sem gefur ekkert eftir í einvígum og við mættum þeim þar. Við Íslendingarnir fengum aðeins að finna fyrir því,“ Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Aðspurður hvort þeir félagar taki þá baráttu ekki skrefinu of langt segir Sævar: „Nei, heldur betur ekki. Ég vona bara að þetta sé það sem koma skal, því við erum í áhugaverðu verkefni þarna í Lyngby. Við erum að elta og erum búnir að ná einu liði og erum í ellefta sæti núna en það er hellingur eftir,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af því að vera hérna og mjög spenntur. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og ég ætla að reyna að nýta þennan tíma í að læra mikið frá öðrum leikmönnum og njóta þess að vera hérna,“ segir Sævar Atli um landsliðskallið. Sævar segir þá að íslenska liðið þurfi að vera skynsamir í komandi leik við Bosníu annað kvöld. „Við verðum að vera skynsamir og stjórna leiknum. Án bolta verður mikið verkefni því þeir eru með frábæra leikmenn eins og Edin Dzeko. Við verðum að vera klókir á öllum sviðum leiksins“. Klippa: Mætir vígalegur til leiks Lemstraðir Lyngbymenn Það þurfti að sauma átta spor í andlit Sævars eftir leik liðs hans Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og sér vel á kauða. „Ég skalla hann í hnakkann og fékk mikinn verk. Ég ætlaði að standa upp og halda áfram en þá gjörsamlega fossblæðir úr enninu,“ segir Sævar. Alfreð Finnbogason fær væna klípu í andlitið.Mynd/Lyngby Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars Atla hjá Lyngby en hann fékk einnig höfuðhögg í leiknum og er litlu betur útleikinn í framan. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd fékk hann væna klípu frá andstæðingnum. „Það gerðist bara fimm mínútum áður. Þetta var á móti liði sem gefur ekkert eftir í einvígum og við mættum þeim þar. Við Íslendingarnir fengum aðeins að finna fyrir því,“ Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Aðspurður hvort þeir félagar taki þá baráttu ekki skrefinu of langt segir Sævar: „Nei, heldur betur ekki. Ég vona bara að þetta sé það sem koma skal, því við erum í áhugaverðu verkefni þarna í Lyngby. Við erum að elta og erum búnir að ná einu liði og erum í ellefta sæti núna en það er hellingur eftir,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira