Drottningin af Boganum bankar á landsliðsdyrnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 15:01 Sandra María Jessen hefur verið á skotskónum í Lengjubikarnum og þá sérstaklega í Boganum. Hér er hún sem leikmaður Bayer 04 Leverkusen. Getty/Ralf Treese Sandra María Jessen hefur heldur betur farið á kostum með liði Þór/KA í Lengjubikarnum en Akureyrarkonur eru komnar í undanúrslit keppninnar. Sandra María var langmarkahæsti leikmaður Lengjubikars kvenna með ellefu mörk í aðeins fimm leikjum. Hún skoraði fjórum mörkum meira en sú næsta sem var Bryndís Arna Níelsdóttir hjá Val með sjö mörk. Sandra hefur svo sannarlega verið drottningin af Boganum í þessum Lengjubikar því hún skoraði þrennu í öllum heimaleikjum Þór/KA sem voru allir spilaðir í Boganum. Drottningin af Boganum skoraði þrennu í 6-1 sigri á FH 12. febrúar, þá þrennu í 4-3 sigri á Íslandsmeisturum Vals 4. mars og loks þrennu í 7-2 sigri á Selfossi 19. mars. Sandra skoraði líka í hinum tveimur leikjunum því hún skoraði fyrsta markið í 3-1 útisigri á KR 25. febrúar og kom Þór/KA í 1-0 í 3-1 tapu á móti Þrótti í Egilshöllinni 10. mars síðastliðinn. Sandra kom til baka í fyrrasumar eftir barneignarfrí en hafði þar áður verið í atvinnumennsku í Þýskalandi. Þegar Sandra María spilaði úti þá var hún í íslenska landsliðinu en hefur ekki verið valin í landsliðið síðan að hún átti barnið. Sandra hefur hins vegar sýnt með frammistöðu sinni í Lengjubikarnum að hún er komin aftur í góða gamla markaformið sitt og hlýtur að vera farin að banka á landsliðsdyrnar. Undanúrslit Lengjubikars kvenna fara fram á morgun og á laugardaginn en báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Breiðabliks og Þór/KA fer fram á morgun klukkan 17.30 á Kópavogsvelli (Sýndur á Stöð 2 Sport 5) og leikur Þróttar og Stjörnunnar fer fram á Þróttheimagrasinu klukkan 14.00 á laugardaginn (Sýndur á Stöð 2 Sport). Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Sandra María var langmarkahæsti leikmaður Lengjubikars kvenna með ellefu mörk í aðeins fimm leikjum. Hún skoraði fjórum mörkum meira en sú næsta sem var Bryndís Arna Níelsdóttir hjá Val með sjö mörk. Sandra hefur svo sannarlega verið drottningin af Boganum í þessum Lengjubikar því hún skoraði þrennu í öllum heimaleikjum Þór/KA sem voru allir spilaðir í Boganum. Drottningin af Boganum skoraði þrennu í 6-1 sigri á FH 12. febrúar, þá þrennu í 4-3 sigri á Íslandsmeisturum Vals 4. mars og loks þrennu í 7-2 sigri á Selfossi 19. mars. Sandra skoraði líka í hinum tveimur leikjunum því hún skoraði fyrsta markið í 3-1 útisigri á KR 25. febrúar og kom Þór/KA í 1-0 í 3-1 tapu á móti Þrótti í Egilshöllinni 10. mars síðastliðinn. Sandra kom til baka í fyrrasumar eftir barneignarfrí en hafði þar áður verið í atvinnumennsku í Þýskalandi. Þegar Sandra María spilaði úti þá var hún í íslenska landsliðinu en hefur ekki verið valin í landsliðið síðan að hún átti barnið. Sandra hefur hins vegar sýnt með frammistöðu sinni í Lengjubikarnum að hún er komin aftur í góða gamla markaformið sitt og hlýtur að vera farin að banka á landsliðsdyrnar. Undanúrslit Lengjubikars kvenna fara fram á morgun og á laugardaginn en báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Breiðabliks og Þór/KA fer fram á morgun klukkan 17.30 á Kópavogsvelli (Sýndur á Stöð 2 Sport 5) og leikur Þróttar og Stjörnunnar fer fram á Þróttheimagrasinu klukkan 14.00 á laugardaginn (Sýndur á Stöð 2 Sport). Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val
Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti