Átti „óformlegt samtal“ við Kára um hugvíkkandi efni og fanga Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2023 10:30 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að í tengslum við umræðu um hugvíkkandi efni sé rétt að skoða allar hugmyndir og nýjungar sem varði bætta meðferð og þjónustu við fanga sem margir glími við margháttaðan geðrænan vanda. Þetta kemur fram í svari Jóns við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherra viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Jón segir í svarinu að líkt og fram hafi komið í fjölmiðlum þá hafi hann átt óformlegt samtal við Kára þar sem þeir hafi meðal annars rætt þá þróun sem hafi átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Umræðan spratt upp í kjölfar viðtals Frosta Logasonar við Kára þar sem þeir ræddu um hugvíkkandi efni. Kári minntist þar á í framhjáhlaupi að Jón hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með efnin á til dæmis þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Ráðherrann leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, þar sem hann vísar í forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Í samræmi við það hafi ekki verið sett af stað ein vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar. Þyrfti samþykki allra Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu fyrir um mánuði að ekki yrðu gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, myndu liggja fyrir. Sagðist hann opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál væru mjög áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Þá sagði Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Alþingi Hugvíkkandi efni Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01 Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherra viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Jón segir í svarinu að líkt og fram hafi komið í fjölmiðlum þá hafi hann átt óformlegt samtal við Kára þar sem þeir hafi meðal annars rætt þá þróun sem hafi átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Umræðan spratt upp í kjölfar viðtals Frosta Logasonar við Kára þar sem þeir ræddu um hugvíkkandi efni. Kári minntist þar á í framhjáhlaupi að Jón hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með efnin á til dæmis þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Ráðherrann leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, þar sem hann vísar í forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Í samræmi við það hafi ekki verið sett af stað ein vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar. Þyrfti samþykki allra Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu fyrir um mánuði að ekki yrðu gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, myndu liggja fyrir. Sagðist hann opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál væru mjög áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Þá sagði Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða.
Alþingi Hugvíkkandi efni Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01 Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02
Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01
Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09