Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 14:01 Vignir Vatnar Stefánsson er sextándi stórmeistari Íslands. skák.is „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. „Það er alveg sama hversu lélegur ég verð úr þessu, ég verð alltaf stórmeistari,“ segir Vignir laufléttur í bragði í samtali við Vísi. Vignir náði þessum risastóra áfanga á móti í Serbíu en viðurkennir að hafa verið orðinn svartsýnn þegar ljóst var að hann þyrfti að vinna tvær síðustu skákirnar til að það tækist. Í gær vann hann serbneska stórmeistarann Miodrag Savic og svo gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í skrautlegri skák í dag, að sögn Vignis. „Það er ár síðan að ég náði síðasta áfanga að þessum titli svo að ég er búinn að vera svolítið lengi að þessu. Maður er búinn að vera að æfa sig á fullu en ég bjóst ekkert við neinu þegar þetta small svo allt í einu hérna,“ segir Vignir. „Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin“ „Ég var eiginlega með koltapaða skák í gær en í einhverju tímahraki grísaði ég á sigur. Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin og að ég myndi klára þetta. En ég hefði alveg getað tapað í gær og í dag var þetta í raun bara algjör steypa. Ég var með svart og þurfti bara eitthvað rugl á borðið, og hann lék svo af sér í þessu rugli,“ segir Vignir. Í stuttu máli sagt þurfa skákmenn að ná 2.500 alþjóðlegum skákstigum (FIDE-stigum) og sýna á þremur mótum að þeir standi undir þeim titli að vera stórmeistari, til að fá þá nafnbót. „Mig langaði að klára þetta 19 ára. Það væri miklu kúlaðra. En ég er nýorðinn tvítugur,“ segir Vignir léttur en hér að neðan má sjá þá Íslendinga sem orðið hafa stórmeistarar. Við þennan hóp má bæta Bobby Fischer, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2005 en tefldi aldrei fyrir Íslands hönd, og þá varð Lenka Ptácníková, sem hlaut ríkisborgararétt árið 2004, stórmeistari kvenna sama ár. Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson Mun alltaf skrifa GM á undan nafninu Ljóst er að stórmeistaratitillinn er Vigni aðeins hvatning til að ná enn lengra: „Ég geri fátt annað en að tefla. Það fer allur tími sem ég hef í skákina og þetta verður vonandi vinnan mín næstu ár. Ég ætla mér langt, það fer ekki á milli mála,“ segir Vignir. Hann hlær og tekur undir, aðspurður hvort að hann muni ekki óspart nýta sér það að geta kallað sig stórmeistara: „Alltaf þegar ég þarf að skrifa nafnið mitt einhvers staðar þá mun ég skrifa GM [Grandmaster] á undan. Það er alveg staðfest. Ég er ekki að fara að sleppa því.“ Skák Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
„Það er alveg sama hversu lélegur ég verð úr þessu, ég verð alltaf stórmeistari,“ segir Vignir laufléttur í bragði í samtali við Vísi. Vignir náði þessum risastóra áfanga á móti í Serbíu en viðurkennir að hafa verið orðinn svartsýnn þegar ljóst var að hann þyrfti að vinna tvær síðustu skákirnar til að það tækist. Í gær vann hann serbneska stórmeistarann Miodrag Savic og svo gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í skrautlegri skák í dag, að sögn Vignis. „Það er ár síðan að ég náði síðasta áfanga að þessum titli svo að ég er búinn að vera svolítið lengi að þessu. Maður er búinn að vera að æfa sig á fullu en ég bjóst ekkert við neinu þegar þetta small svo allt í einu hérna,“ segir Vignir. „Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin“ „Ég var eiginlega með koltapaða skák í gær en í einhverju tímahraki grísaði ég á sigur. Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin og að ég myndi klára þetta. En ég hefði alveg getað tapað í gær og í dag var þetta í raun bara algjör steypa. Ég var með svart og þurfti bara eitthvað rugl á borðið, og hann lék svo af sér í þessu rugli,“ segir Vignir. Í stuttu máli sagt þurfa skákmenn að ná 2.500 alþjóðlegum skákstigum (FIDE-stigum) og sýna á þremur mótum að þeir standi undir þeim titli að vera stórmeistari, til að fá þá nafnbót. „Mig langaði að klára þetta 19 ára. Það væri miklu kúlaðra. En ég er nýorðinn tvítugur,“ segir Vignir léttur en hér að neðan má sjá þá Íslendinga sem orðið hafa stórmeistarar. Við þennan hóp má bæta Bobby Fischer, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2005 en tefldi aldrei fyrir Íslands hönd, og þá varð Lenka Ptácníková, sem hlaut ríkisborgararétt árið 2004, stórmeistari kvenna sama ár. Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson Mun alltaf skrifa GM á undan nafninu Ljóst er að stórmeistaratitillinn er Vigni aðeins hvatning til að ná enn lengra: „Ég geri fátt annað en að tefla. Það fer allur tími sem ég hef í skákina og þetta verður vonandi vinnan mín næstu ár. Ég ætla mér langt, það fer ekki á milli mála,“ segir Vignir. Hann hlær og tekur undir, aðspurður hvort að hann muni ekki óspart nýta sér það að geta kallað sig stórmeistara: „Alltaf þegar ég þarf að skrifa nafnið mitt einhvers staðar þá mun ég skrifa GM [Grandmaster] á undan. Það er alveg staðfest. Ég er ekki að fara að sleppa því.“
Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson
Skák Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti