Spá Þungavigtarinnar fyrir Bestu deildina: Blikar verja titilinn en Mike setur pressu á Valsmenn Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2023 23:00 Arnar Grétarsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar ef spá áskrifenda Þungavigtarinnar gengur eftir. Vísir/Pawel/Hulda Margrét Breiðablik ver Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu karla ef spá Þungavigtarinnar gengur eftir. HK og Fylkir falla en Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum hlaðvarpsins, setur mikla pressu á Valsmenn. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin voru þeir félagar Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með árlega upphitun fyrir Bestu deild karla þar sem áskrifendur spáðu í spilin. Sérstakur álitsgjafi þáttarins var Viktor Unnar Illugason en í þættinum var hvert lið tekið fyrir og spáð í komandi tímabil. Samkvæmt áskrifendum Þungavigtarinnar munu Blikar verja Íslandsmeistaratitil sinn en þeir unnu Bestu deildina örugglega á síðasta tímabili. Valsmönnum er spáð öðru sæti og Víkingum því þriðja. Þá er nýliðum Fylkis og HK spáð beina leið aftur niður í Lengjudeildina en FH mun komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna á kostnað Stjörnunnar og ÍBV. Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum Þungavigtarinnar, er þó á því að miðað við mannskap eigi Valsmenn að gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari Vals í vetur. „Þeir eru með Aron Jóh og þessa fjóra gæja, Patrick Pedersen, Andra Rúnar og Tryggva Hrafn sem er ekkert búinn að spila. Fyrir utan það eru þeir með Kristin Frey Sigurðsson og Guðmund Andra Tryggvason,“ sagði Mikael. „Hvað hefur Guðmundur Andri gert í Valstreyjunni? Hirt launin sín,“ sagði Kristján Óli þá. „Þeir eru með Sigurð Egil. Síðan eru þeir með á miðjunni Orra Hrafn sem þeir fengu frá Fylki. Síðan eru þeir Hauk Pál, Birki Heimis. Vörnin heldur hreinu í hverjum einasta leik, þeir eru með besta markvörðinn í deildinni og bakvörð sem á yfir 100 landsleiki. Þeir eru með hafsent sem á fullt af landsleikjum og var atvinnumaður, þeir eru með hafsent sem var í Breiðablik og AEK,“ hélt Mikael áfram. „Bíddu, á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari? Þetta er Íslandsmótið í knattspyrnu. Þeir æfa í hádeginu, vinna ekki neitt, eru með frábæran þjálfara og aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta. Kommon,“ bætti Mikael við og setti pressu á Valsmenn. Spá áskrifenda Þungavigtarinnar: 1. Breiðablik2. Valur3. Víkingur4. KR5. KA6. FH7. Stjarnan8. ÍBV9. Fram10. Keflavík11. Fylkir12. HK Besta deild karla Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin voru þeir félagar Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með árlega upphitun fyrir Bestu deild karla þar sem áskrifendur spáðu í spilin. Sérstakur álitsgjafi þáttarins var Viktor Unnar Illugason en í þættinum var hvert lið tekið fyrir og spáð í komandi tímabil. Samkvæmt áskrifendum Þungavigtarinnar munu Blikar verja Íslandsmeistaratitil sinn en þeir unnu Bestu deildina örugglega á síðasta tímabili. Valsmönnum er spáð öðru sæti og Víkingum því þriðja. Þá er nýliðum Fylkis og HK spáð beina leið aftur niður í Lengjudeildina en FH mun komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna á kostnað Stjörnunnar og ÍBV. Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum Þungavigtarinnar, er þó á því að miðað við mannskap eigi Valsmenn að gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari Vals í vetur. „Þeir eru með Aron Jóh og þessa fjóra gæja, Patrick Pedersen, Andra Rúnar og Tryggva Hrafn sem er ekkert búinn að spila. Fyrir utan það eru þeir með Kristin Frey Sigurðsson og Guðmund Andra Tryggvason,“ sagði Mikael. „Hvað hefur Guðmundur Andri gert í Valstreyjunni? Hirt launin sín,“ sagði Kristján Óli þá. „Þeir eru með Sigurð Egil. Síðan eru þeir með á miðjunni Orra Hrafn sem þeir fengu frá Fylki. Síðan eru þeir Hauk Pál, Birki Heimis. Vörnin heldur hreinu í hverjum einasta leik, þeir eru með besta markvörðinn í deildinni og bakvörð sem á yfir 100 landsleiki. Þeir eru með hafsent sem á fullt af landsleikjum og var atvinnumaður, þeir eru með hafsent sem var í Breiðablik og AEK,“ hélt Mikael áfram. „Bíddu, á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari? Þetta er Íslandsmótið í knattspyrnu. Þeir æfa í hádeginu, vinna ekki neitt, eru með frábæran þjálfara og aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta. Kommon,“ bætti Mikael við og setti pressu á Valsmenn. Spá áskrifenda Þungavigtarinnar: 1. Breiðablik2. Valur3. Víkingur4. KR5. KA6. FH7. Stjarnan8. ÍBV9. Fram10. Keflavík11. Fylkir12. HK
Besta deild karla Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu