Tveggja tíma bið eftir strætóferð til höfuðborgarinnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 11:25 Strætóskýlið við Keflarvíkurflugvöll á Kjóavelli. Skýlið komumegin var ekki auðfundið. Vísir/Egill Eina strætóskýlið á Keflavíkurflugvelli er í talsverði fjarlægð frá flugvallabyggingunni og er hvergi auglýst. Flestir ferðamenn virðast ekki hafa hugmynd um að sá möguleiki að ferðast með strætó til höfuðborgarinnar sé til staðar. Ferðirnar eru reyndar stopular og góður krókur er tekinn í Reykjanesbæ. Þá er ekki farið lengra en til Hafnarfjarðar um helgar. En allt stendur þetta til bóta. Mikillar óánægju hefur lengi gætt með samgöngur til og frá Leifsstöð. Víða erlendis eru strætisvagnar fyrsta val ferðamanna þegar kemur að ferðum til og frá flugvöllum. Það er hinsvegar ekki lenskan hér á landi, en þrátt fyrir að strætisvagn sé vissulega í boði eru ekki margir sem hreinlega gera sér grein fyrir því þar sem það er hvergi auglýst. Svo er óhætt að segja að eina strætóskýlið nálægt Leifstöð sé vandfundið. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar í febrúar síðastliðnum. Hvorki aðgengileg né augljós Í aðsendri grein á Vísi um málefnið sagði Hildur að allt sem viðkæmi Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar væri í hálfgerðum lamasessi. „Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur,“ sagði Hildur. Frétta- og tökumaður ákváðu að sannreyna þetta og taka út aðstæður í Leifsstöð í gær, sem sjá má í innslaginu hér fyrir ofan. Eftir smávægis basl við að finna eina strætóskýlið á svæðinu rétt misstum við af vagni 55. Næsta ferð var ekki fyrr en tæpum tveimur tímum síðar. Langflestir ferðamenn sem koma til landsins ferðast til höfuðborgararinnar með rútum einkafyrirtækja.Vísir/Vilhelm Rútur voru hinsvegar á hverju strái og ferðamenn streymdu í þær. Það virtist renna stoðum undir þá kenningu að ferðamenn almennt hafi ekki hugmynd um að strætó sé í boði líkt og fram kom í umfjöllun Vísis um málið í fyrra. Starfshópur vinnur að úrbótum En allt stendur þetta til bóta. Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp og boðar úrbætur í málaflokknum. Búist er við fyrstu tillögum starfshópsins í næsta mánuði og tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Í hópnum eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Isavia, Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort strætóskýlið verði fært nær flugstöðinni. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Strætó Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Vel gert herra strætómálaráðherra Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. 2. mars 2023 12:01 Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. 1. mars 2023 22:18 Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. 2. febrúar 2023 07:01 „Þetta var algjör hörmung“ Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. 31. október 2022 09:00 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Mikillar óánægju hefur lengi gætt með samgöngur til og frá Leifsstöð. Víða erlendis eru strætisvagnar fyrsta val ferðamanna þegar kemur að ferðum til og frá flugvöllum. Það er hinsvegar ekki lenskan hér á landi, en þrátt fyrir að strætisvagn sé vissulega í boði eru ekki margir sem hreinlega gera sér grein fyrir því þar sem það er hvergi auglýst. Svo er óhætt að segja að eina strætóskýlið nálægt Leifstöð sé vandfundið. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar í febrúar síðastliðnum. Hvorki aðgengileg né augljós Í aðsendri grein á Vísi um málefnið sagði Hildur að allt sem viðkæmi Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar væri í hálfgerðum lamasessi. „Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur,“ sagði Hildur. Frétta- og tökumaður ákváðu að sannreyna þetta og taka út aðstæður í Leifsstöð í gær, sem sjá má í innslaginu hér fyrir ofan. Eftir smávægis basl við að finna eina strætóskýlið á svæðinu rétt misstum við af vagni 55. Næsta ferð var ekki fyrr en tæpum tveimur tímum síðar. Langflestir ferðamenn sem koma til landsins ferðast til höfuðborgararinnar með rútum einkafyrirtækja.Vísir/Vilhelm Rútur voru hinsvegar á hverju strái og ferðamenn streymdu í þær. Það virtist renna stoðum undir þá kenningu að ferðamenn almennt hafi ekki hugmynd um að strætó sé í boði líkt og fram kom í umfjöllun Vísis um málið í fyrra. Starfshópur vinnur að úrbótum En allt stendur þetta til bóta. Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp og boðar úrbætur í málaflokknum. Búist er við fyrstu tillögum starfshópsins í næsta mánuði og tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Í hópnum eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Isavia, Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort strætóskýlið verði fært nær flugstöðinni.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Strætó Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Vel gert herra strætómálaráðherra Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. 2. mars 2023 12:01 Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. 1. mars 2023 22:18 Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. 2. febrúar 2023 07:01 „Þetta var algjör hörmung“ Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. 31. október 2022 09:00 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Vel gert herra strætómálaráðherra Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. 2. mars 2023 12:01
Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. 1. mars 2023 22:18
Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. 2. febrúar 2023 07:01
„Þetta var algjör hörmung“ Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. 31. október 2022 09:00