Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir KR 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar og Vesturbæingar fari þar með niður um eitt sæti milli ára. Síðustu þrjú tímabil, eða frá því KR varð Íslandsmeistari með yfirburðum 2019, hafa verið frekar auðgleymd og hápunktalaus í Vesturbænum. KR-ingar hafa reynt að keyra á dreggjum meistaraliðsins en núna virðist hafa orðið stefnubreyting hjá félaginu. Rúnar Kristinsson tók aftur við KR fyrir tímabilið 2018. Undir hans stjórn hefur KR þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.vísir/hulda margrét Í vetur sóttu KR yngri leikmenn á meðan nokkrir eldri leikmenn hurfu á braut eða hættu. Fjörgamall leikmannahópurinn hefur því yngst talsvert. Þá leitaði KR til Noregs eftir liðsstyrk, fékk markvörðinn Simen Kjellevold (sem er vonandi fyrir KR-inga meiri André Hansen en Lars Ivar Molskred) og miðjumanninn Olav Öby auk þess sem Rúnar Kristinsson fékk norskan aðstoðarmann, Ole Martin Nesselquist. Það blása því nýir og norskir vindar um Vesturbæinn og það er spurning hvort þeir feyki KR-ingum upp töfluna. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti og þeim var spáð (4. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) Maí: 73 prósent stiga í húsi (11 af 15) Júní: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Júlí: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Ágúst: 53 prósent stiga í húsi (8 af 15) September: 56 prósent stiga í húsi (5 af 9) Október: 47 prósent stiga í húsi (7 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 5. sæti (31 stig) Úrslitakeppni: 4. sæti í efri deild (7 stig) - Besti dagur: 11. september KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni og tryggðu sér sæti í efri hlutanum. Versti dagur: 1. júlí KR tapaði 3-0 á útivelli á móti Víkingum og hafði þar með tapað síðustu tveimur leikjum með markatölunni 0-7. - Tölfræðin Árangur: 4. sæti (38 stig) Sóknarleikur: 9. sæti (42 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti (40 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 10. sæti (18 stig) Árangur á útivelli: 4. sæti (20 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (Þrisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Atli Sigurjónsson 8 Flestar stoðsendingar: Atli Sigurjónsson 10 Þáttur í flestum mörkum: Atli Sigurjónsson 18 Flest gul spjöld: Aron Þórður Albertsson og Theodór Elmar Bjarnason 7 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Kristinn Jónsson (f. 1990): Vinstri bakvörðurinn var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð og það sást á KR-liðinu. Er einn albesti bakvörður landsins og verður án efa í lykilhlutverki þegar kemur að sóknarleik liðsins líkt og ávallt þegar hann er heill heilsu. Atli Sigurjónsson (f. 1991): Hefur í raun sett liðið á herðarnar undanfarin ár og borið sóknarleik þess uppi. Hefur verið stórhættulegur út á hægri vængnum þar sem hann getur annað hvort komið inn á völlinn og fundið samherja eða þrumað á markið með sínum magnaða vinstri fæti. Svo má ekki gleyma að hann skorar lúmskt mikið með hægri. Theodór Elmar Bjarnason (f. 1987): Eini „gamli maðurinn“ sem er eftir í liði KR ef svo má að orði komast. Virðist sem hann geti spilað hvar sem er á vellinum en miðað við spilamennsku KR það sem af er ári eiga hann og Kristinn Jónsson að sjá um vinstri vænginn. Er þó í grunninn miðjumaður og má reikna með að hann leiti mikið inn á miðsvæðið á meðan áætlunarferðir Kidda Jóns verða upp og niður vinstri vænginn. Kristinn Jónsson, Atli Sigurjónsson og Theodór Elmar Bjarnason þurfa að draga vagninn fyrir KR í sumar.vísir/diego/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti KR-ingar hafa fengið til sín nokkra unga og afar spennandi leikmenn en einnig sótt tvo reynslumeiri leikmenn úr norsku B-deildinni. Markvörðurinn Simen Lillevik Kjellevold er 28 ára og tekur væntanlega við keflinu af Beiti Ólafssyni sem er hættur. Olav Öby er svo mættur á miðjuna eftir að Hallur Hansson meiddist illa og samningi við hann var rift, en Öby er jafnaldri Kjellevold og hefur spilað stærstan hluta síns ferils í norsku B-deildinni. Jakob Franz Pálsson er tvítugur varnarmaður sem kom frá Venezia en er uppalinn hjá Þór á Akureyri. KR er einnig að landa öðrum ungum leikmanni frá Ítalíu, Benóný Breka Andréssyni sem er sautján ára sóknarmaður og hefur verið hjá Bologna síðustu tvö ár. Þá endurheimtu KR-ingar hinn átján ára gamla Jóhannes Kristin Bjarnason sem spilar á miðjunni líkt og pabbi sinn, Bjarni Guðjónsson framkvæmdastjóri KR, en Jóhannes tók sín fyrstu skref í meistaraflokki með KR sumarið 2000 áður en hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Þessir leikmenn, ásamt hinum 22 ára enska sóknarmanni Luke Rae, sem kom að 24 mörkum fyrir Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra, ætla sér eflaust að fríska upp á KR-liðið sem er nú með talsvert yngri hóp eftir að hafa horft á eftir fimm eldri leikmönnum, þar á meðal þremur sem lagt hafa skóna á hilluna. Hversu langt er síðan að KR .... ... varð Íslandsmeistari: 4 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 9 ár (2014) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2021) ... féll úr deildinni: 46 ár (1977) ... átti markakóng deildarinnar: 9 ár (Gary Martin 2014) ... átti besta leikmann deildarinnar: 4 ár (Óskar Örn Hauksson 2019) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 4 ár (Finnur Tómas Pálmason 2019) KR-ingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í næstneðsta sæti í A-deild og rétt sluppu við fall Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í öðru sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu Íslandsmeistarar Fyrir tíu árum (2013): Urðu Íslandsmeistarar Að lokum ... Kennie Chopart er sem fyrr í stóru hlutverki hjá KR.vísir/hulda margrét Í fyrsta sinn í nokkurn tíma er KR með nokkuð spennandi lið. KR-ingar voru flottir í Lengjubikarnum og skoruðu eins og óðir menn og það er ferskari blær yfir liðinu en í mörg ár. KR-ingar stefna væntanlega í versta falli á að endurheimta Evrópusætið sem þeir misstu í fyrra og dreymir um titilbaráttu. Ef það síðarnefnda á að verða að veruleika verður KR að fá fleiri stig á heimavelli en síðustu aár. Frá Íslandsmeistaratímabilinu 2019 hefur liðið bara unnið ellefu af 34 deildarleikjum sínum á heimavelli sem er afleitur árangur. Rúnar er að hefja sitt sjötta tímabil með KR eftir að hann tók við liðinu í annað sinn. Á þessum tíma hefur KR bara unnið einn stóran titil og aðeins einu sinni verið í alvöru titilbaráttu. Það er kannski ekki margt sem bendir til þess að það breytist í sumar en breytingarnar sem ráðist hefur verið í vetur gætu skilað árangri þegar horft er til lengri tíma. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir KR 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar og Vesturbæingar fari þar með niður um eitt sæti milli ára. Síðustu þrjú tímabil, eða frá því KR varð Íslandsmeistari með yfirburðum 2019, hafa verið frekar auðgleymd og hápunktalaus í Vesturbænum. KR-ingar hafa reynt að keyra á dreggjum meistaraliðsins en núna virðist hafa orðið stefnubreyting hjá félaginu. Rúnar Kristinsson tók aftur við KR fyrir tímabilið 2018. Undir hans stjórn hefur KR þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.vísir/hulda margrét Í vetur sóttu KR yngri leikmenn á meðan nokkrir eldri leikmenn hurfu á braut eða hættu. Fjörgamall leikmannahópurinn hefur því yngst talsvert. Þá leitaði KR til Noregs eftir liðsstyrk, fékk markvörðinn Simen Kjellevold (sem er vonandi fyrir KR-inga meiri André Hansen en Lars Ivar Molskred) og miðjumanninn Olav Öby auk þess sem Rúnar Kristinsson fékk norskan aðstoðarmann, Ole Martin Nesselquist. Það blása því nýir og norskir vindar um Vesturbæinn og það er spurning hvort þeir feyki KR-ingum upp töfluna. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti og þeim var spáð (4. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) Maí: 73 prósent stiga í húsi (11 af 15) Júní: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Júlí: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Ágúst: 53 prósent stiga í húsi (8 af 15) September: 56 prósent stiga í húsi (5 af 9) Október: 47 prósent stiga í húsi (7 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 5. sæti (31 stig) Úrslitakeppni: 4. sæti í efri deild (7 stig) - Besti dagur: 11. september KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni og tryggðu sér sæti í efri hlutanum. Versti dagur: 1. júlí KR tapaði 3-0 á útivelli á móti Víkingum og hafði þar með tapað síðustu tveimur leikjum með markatölunni 0-7. - Tölfræðin Árangur: 4. sæti (38 stig) Sóknarleikur: 9. sæti (42 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti (40 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 10. sæti (18 stig) Árangur á útivelli: 4. sæti (20 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (Þrisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Atli Sigurjónsson 8 Flestar stoðsendingar: Atli Sigurjónsson 10 Þáttur í flestum mörkum: Atli Sigurjónsson 18 Flest gul spjöld: Aron Þórður Albertsson og Theodór Elmar Bjarnason 7 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Kristinn Jónsson (f. 1990): Vinstri bakvörðurinn var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð og það sást á KR-liðinu. Er einn albesti bakvörður landsins og verður án efa í lykilhlutverki þegar kemur að sóknarleik liðsins líkt og ávallt þegar hann er heill heilsu. Atli Sigurjónsson (f. 1991): Hefur í raun sett liðið á herðarnar undanfarin ár og borið sóknarleik þess uppi. Hefur verið stórhættulegur út á hægri vængnum þar sem hann getur annað hvort komið inn á völlinn og fundið samherja eða þrumað á markið með sínum magnaða vinstri fæti. Svo má ekki gleyma að hann skorar lúmskt mikið með hægri. Theodór Elmar Bjarnason (f. 1987): Eini „gamli maðurinn“ sem er eftir í liði KR ef svo má að orði komast. Virðist sem hann geti spilað hvar sem er á vellinum en miðað við spilamennsku KR það sem af er ári eiga hann og Kristinn Jónsson að sjá um vinstri vænginn. Er þó í grunninn miðjumaður og má reikna með að hann leiti mikið inn á miðsvæðið á meðan áætlunarferðir Kidda Jóns verða upp og niður vinstri vænginn. Kristinn Jónsson, Atli Sigurjónsson og Theodór Elmar Bjarnason þurfa að draga vagninn fyrir KR í sumar.vísir/diego/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti KR-ingar hafa fengið til sín nokkra unga og afar spennandi leikmenn en einnig sótt tvo reynslumeiri leikmenn úr norsku B-deildinni. Markvörðurinn Simen Lillevik Kjellevold er 28 ára og tekur væntanlega við keflinu af Beiti Ólafssyni sem er hættur. Olav Öby er svo mættur á miðjuna eftir að Hallur Hansson meiddist illa og samningi við hann var rift, en Öby er jafnaldri Kjellevold og hefur spilað stærstan hluta síns ferils í norsku B-deildinni. Jakob Franz Pálsson er tvítugur varnarmaður sem kom frá Venezia en er uppalinn hjá Þór á Akureyri. KR er einnig að landa öðrum ungum leikmanni frá Ítalíu, Benóný Breka Andréssyni sem er sautján ára sóknarmaður og hefur verið hjá Bologna síðustu tvö ár. Þá endurheimtu KR-ingar hinn átján ára gamla Jóhannes Kristin Bjarnason sem spilar á miðjunni líkt og pabbi sinn, Bjarni Guðjónsson framkvæmdastjóri KR, en Jóhannes tók sín fyrstu skref í meistaraflokki með KR sumarið 2000 áður en hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Þessir leikmenn, ásamt hinum 22 ára enska sóknarmanni Luke Rae, sem kom að 24 mörkum fyrir Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra, ætla sér eflaust að fríska upp á KR-liðið sem er nú með talsvert yngri hóp eftir að hafa horft á eftir fimm eldri leikmönnum, þar á meðal þremur sem lagt hafa skóna á hilluna. Hversu langt er síðan að KR .... ... varð Íslandsmeistari: 4 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 9 ár (2014) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2021) ... féll úr deildinni: 46 ár (1977) ... átti markakóng deildarinnar: 9 ár (Gary Martin 2014) ... átti besta leikmann deildarinnar: 4 ár (Óskar Örn Hauksson 2019) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 4 ár (Finnur Tómas Pálmason 2019) KR-ingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í næstneðsta sæti í A-deild og rétt sluppu við fall Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í öðru sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu Íslandsmeistarar Fyrir tíu árum (2013): Urðu Íslandsmeistarar Að lokum ... Kennie Chopart er sem fyrr í stóru hlutverki hjá KR.vísir/hulda margrét Í fyrsta sinn í nokkurn tíma er KR með nokkuð spennandi lið. KR-ingar voru flottir í Lengjubikarnum og skoruðu eins og óðir menn og það er ferskari blær yfir liðinu en í mörg ár. KR-ingar stefna væntanlega í versta falli á að endurheimta Evrópusætið sem þeir misstu í fyrra og dreymir um titilbaráttu. Ef það síðarnefnda á að verða að veruleika verður KR að fá fleiri stig á heimavelli en síðustu aár. Frá Íslandsmeistaratímabilinu 2019 hefur liðið bara unnið ellefu af 34 deildarleikjum sínum á heimavelli sem er afleitur árangur. Rúnar er að hefja sitt sjötta tímabil með KR eftir að hann tók við liðinu í annað sinn. Á þessum tíma hefur KR bara unnið einn stóran titil og aðeins einu sinni verið í alvöru titilbaráttu. Það er kannski ekki margt sem bendir til þess að það breytist í sumar en breytingarnar sem ráðist hefur verið í vetur gætu skilað árangri þegar horft er til lengri tíma.
Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti og þeim var spáð (4. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) Maí: 73 prósent stiga í húsi (11 af 15) Júní: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Júlí: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Ágúst: 53 prósent stiga í húsi (8 af 15) September: 56 prósent stiga í húsi (5 af 9) Október: 47 prósent stiga í húsi (7 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 5. sæti (31 stig) Úrslitakeppni: 4. sæti í efri deild (7 stig) - Besti dagur: 11. september KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni og tryggðu sér sæti í efri hlutanum. Versti dagur: 1. júlí KR tapaði 3-0 á útivelli á móti Víkingum og hafði þar með tapað síðustu tveimur leikjum með markatölunni 0-7. - Tölfræðin Árangur: 4. sæti (38 stig) Sóknarleikur: 9. sæti (42 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti (40 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 10. sæti (18 stig) Árangur á útivelli: 4. sæti (20 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (Þrisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Atli Sigurjónsson 8 Flestar stoðsendingar: Atli Sigurjónsson 10 Þáttur í flestum mörkum: Atli Sigurjónsson 18 Flest gul spjöld: Aron Þórður Albertsson og Theodór Elmar Bjarnason 7
Hversu langt er síðan að KR .... ... varð Íslandsmeistari: 4 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 9 ár (2014) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2021) ... féll úr deildinni: 46 ár (1977) ... átti markakóng deildarinnar: 9 ár (Gary Martin 2014) ... átti besta leikmann deildarinnar: 4 ár (Óskar Örn Hauksson 2019) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 4 ár (Finnur Tómas Pálmason 2019)
KR-ingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í næstneðsta sæti í A-deild og rétt sluppu við fall Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í öðru sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu Íslandsmeistarar Fyrir tíu árum (2013): Urðu Íslandsmeistarar
Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00