Lyfjaskortur í Bandaríkjunum eykst um 30 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 11:54 Lyfjaskortur getur ógnað þjóðaröryggi, sagði á nefndarfundinum í gær. Lyfjaskortur í Bandaríkjunum jókst um 30 prósent á síðasta ári samanborið við árið 2021. Meðalbiðtími eftir því að lyf yrðu aftur fáanleg voru átján mánuðir en lyf hafa verið ófáanleg í allt að fimmtán ár. Þetta var meðal þess sem fram kom á opnum fundi þjóðaröryggisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Meðal þeirra lyfja sem skortur hefur verið á eru algeng sýklalyf, svæfingalyf og vökvar sem eru notaðir til að halda lyfjaslöngum hreinum. Öldungadeildarþingmaðurinn Gary Peters, formaður nefndarinnar, sagði skortinn ekki aðeins ógn við velferð sjúklinga heldur einnig ógn gegn þjóðaröryggi. Ástæður lyfjaskortsins voru sagðar margvíslegar; meðal annars ýmsir efnahagslegir þættir, ógegnsæ birgðakeðja og sú staðreynd að 80 til 90 prósent allra lyfja væru framleidd utan landsteinanna. Meðal þeirra sem báru vitni fyrir þingnefndinni var krabbameinsskurðlæknirinn Andrew Shuman, sem sagði skort á krabbameinslyfjum „hægfara harmleik“. Hann nefndi sem dæmi nýlegan skort á krabbameinslyfinu etópósíð, sem varð til þess að hann varð að ákveða með sér hver ætti að fá lyfið og hver ekki. „Sem læknir sem hefur helgað líf sitt baráttunni gegn krabbameini, þá er erfitt að tjá það hversu hræðilegt það er,“ sagði Shuman. Hann sagði að lyfjafræðingi hefði tekist að láta lyfjaforða sjúkrahússins duga í það skiptið en að það ætti ekki að vera undir þeim komið að reyna að nýta hvern einasta dropa þegar líf væru í húfi. Etópósíð er á sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar en ekki á skrá yfir lyf sem skortur er á. Vimala Raghavendran, yfirmaður hjá stofnuninni U.S. Pharmacopeia, sem vinnur að því að tryggja öruggar lyfjabirgðir, sagði starfsmenn sína hafa komist að því að þau lyf sem helst myndaðist skortur á væru ódýr lyf, lyf sem væru flókin í framleiðslu eða lyf sem hefðu ekki staðist gæðakröfur og verið innkölluð. Þá var bent á að ódýrustu lyfin væru gjarnan framleidd á afmörkuðum svæðum á Indlandi og í Kína, þar sem framleiðslan kostaði lítið, en á sama tíma væri framleiðslan viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum á borð við náttúruhamfarir eða pólitískan óróa. Sérfræðingar sem mættu fyrir nefndina sögðu að gera mætti ýmsar úrbætur, til að mynda fylgjast betur með framboði af virkum efnum í lyfjaframleiðslu. Þá mætti fylgjast betur með frammistöðu framleiðenda og verðlauna þá sem stæðu sig hvað varðar framboð og gæði. Krabbameinslæknirinn Shuman var einn þeirra sem sagði nauðsynlegt að taka upp hvata fyrir fyrirtæki sem framleiddu ódýr en nauðsynleg lyf. Til að mynda hefði myndast skortur á augndropum sem væru hræódýrir en réðu úrslitum um það hvort ákveðinn sjúklingahópur héldi sjóninni eða yrði blindur. Benti hann á að smásöluverð lyfja endurspeglaði ekki alltaf mikilvægi þeirra fyrir sjúklinga. New York Times greindi frá. Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þetta var meðal þess sem fram kom á opnum fundi þjóðaröryggisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Meðal þeirra lyfja sem skortur hefur verið á eru algeng sýklalyf, svæfingalyf og vökvar sem eru notaðir til að halda lyfjaslöngum hreinum. Öldungadeildarþingmaðurinn Gary Peters, formaður nefndarinnar, sagði skortinn ekki aðeins ógn við velferð sjúklinga heldur einnig ógn gegn þjóðaröryggi. Ástæður lyfjaskortsins voru sagðar margvíslegar; meðal annars ýmsir efnahagslegir þættir, ógegnsæ birgðakeðja og sú staðreynd að 80 til 90 prósent allra lyfja væru framleidd utan landsteinanna. Meðal þeirra sem báru vitni fyrir þingnefndinni var krabbameinsskurðlæknirinn Andrew Shuman, sem sagði skort á krabbameinslyfjum „hægfara harmleik“. Hann nefndi sem dæmi nýlegan skort á krabbameinslyfinu etópósíð, sem varð til þess að hann varð að ákveða með sér hver ætti að fá lyfið og hver ekki. „Sem læknir sem hefur helgað líf sitt baráttunni gegn krabbameini, þá er erfitt að tjá það hversu hræðilegt það er,“ sagði Shuman. Hann sagði að lyfjafræðingi hefði tekist að láta lyfjaforða sjúkrahússins duga í það skiptið en að það ætti ekki að vera undir þeim komið að reyna að nýta hvern einasta dropa þegar líf væru í húfi. Etópósíð er á sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar en ekki á skrá yfir lyf sem skortur er á. Vimala Raghavendran, yfirmaður hjá stofnuninni U.S. Pharmacopeia, sem vinnur að því að tryggja öruggar lyfjabirgðir, sagði starfsmenn sína hafa komist að því að þau lyf sem helst myndaðist skortur á væru ódýr lyf, lyf sem væru flókin í framleiðslu eða lyf sem hefðu ekki staðist gæðakröfur og verið innkölluð. Þá var bent á að ódýrustu lyfin væru gjarnan framleidd á afmörkuðum svæðum á Indlandi og í Kína, þar sem framleiðslan kostaði lítið, en á sama tíma væri framleiðslan viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum á borð við náttúruhamfarir eða pólitískan óróa. Sérfræðingar sem mættu fyrir nefndina sögðu að gera mætti ýmsar úrbætur, til að mynda fylgjast betur með framboði af virkum efnum í lyfjaframleiðslu. Þá mætti fylgjast betur með frammistöðu framleiðenda og verðlauna þá sem stæðu sig hvað varðar framboð og gæði. Krabbameinslæknirinn Shuman var einn þeirra sem sagði nauðsynlegt að taka upp hvata fyrir fyrirtæki sem framleiddu ódýr en nauðsynleg lyf. Til að mynda hefði myndast skortur á augndropum sem væru hræódýrir en réðu úrslitum um það hvort ákveðinn sjúklingahópur héldi sjóninni eða yrði blindur. Benti hann á að smásöluverð lyfja endurspeglaði ekki alltaf mikilvægi þeirra fyrir sjúklinga. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira