Aron Pálmarsson var ekki með Álaborg í kvöld vegna meiðsla í læri en lið Álaborgar var laskað enda fleiri lykilmenn fjarverandi.
Leikurinn í kvöld var fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í 8-liða úrslitum en leikið var í Álaborg. Jafnt var á með liðunum í upphafi en upp úr miðjum fyrri hálfleik náði heimaliðið forystunni og komst í 15-10 undir lok fyrri hálfleiks.
Staðan í hálfleik 16-13 fyrir Álaborg.
Svipað var uppi á teningunum eftir hlé. Munurinn hélst í tveimur til þremur mörkum en varð mestur fjögur mörk. GOG átti ágætan endasprett og skoraði fjögur af síðustu sex mörkunum.
Álaborg vann að lokum 30-28 sigur og fer því með tveggja marka forystu í síðari leikinn sem fram fer í næstu viku.
Marinus Grandahl var markahæstur hjá Álaborg með sex mörk en Kristian Bjornsen skoraði fimm. Simon Pytlick og Emil Madsen áttu báðir frábæran leik fyrir GOG en þeir skoruðu báðir níu mörk.
Injury hell for Aalborg. Fortunately they have one of the best allrounders in handball: @HenrikMllgaard.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 23, 2023
Defense, left back, playmaker, right back, left wing. Even goalkeeper. As he often says, smiling: I can have at least 10 saves in every single Danish league match. #handball