Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica Valur Páll Eiríksson skrifar 23. mars 2023 23:35 Lítinn baráttuanda var að sjá hjá íslenska liðinu í kvöld. Getty Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins. Hert öryggisgæsla var á vellinum í kvöld vegna viðveru forseta bosníska knattspynusambandsins. Þungvopnaðir sérsveitarmenn höfðu fjölda hermanna sér til aðstoðar. Þeir þurftu þó lítið að aðhafast þar sem stuðningsmenn Bosníu sátu sem slakastir með kaffi og sígó er lið þeirra fór létt með Ísland í kvöld. Við verðum að byrja á byrjunarliðinu. Margur hafði áhyggjur þegar Arnór Ingvi Traustason hóf leikinn sem stakur djúpur miðjumaður, með tvo aðra framsækna miðjumenn með sér í Jóhanni Berg og Hákoni. Í stað þess að vera meira miðsvæðis til að stýra varnarleiknum var Guðlaugur Victor Pálsson þá í hægri bakverði á meðan þeir Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon mönnuðu miðvarðarstöðurnar. Áhyggjurnar af varnarleiknum reyndust á rökum reistar þar sem Bosnía labbaði í gegnum vörn Íslands strax á fyrstu mínútu leiksins. Raunar hafði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, leyst liðsfélaga sína úr snörunni í þrígang eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Rade Krunic, leikmaður AC Milan, kom Bosníu verðskuldað yfir eftir fjórtán mínútna leik. Hann skoraði svo keimlíkt mark síðar í hálfleiknum, og í þeim báðum var mótstaða Íslands illsjáanleg. Það var í raun ekki sjón að sjá íslenska liðið. Maður áttaði sig illa á því hvaða leiðir átti að fara í sóknarleiknum, enginn þriggja (sóknarsinnaðra) miðjumanna komst í takt við leikinn fyrir hlé og þá vantaði alla baráttu, vilja og skipulag í varnarleikinn. Manni var býsna létt þegar hálfleiksflautið gall enda frammistaðan slök á báðum endum vallarins. Frammistaða sem einkenndist helst af leikmönnum sem þekktu illa hlutverk sín og tengdu illa saman í bæði vörn og sókn. Óvænt mætti óbreytt íslenskt lið til leiks eftir hléið. Íslenska liðið leit eilítið betur út framan af gegn Bosníumönnum sem lágu til baka. Hákon Arnar Haraldsson féll við á ögurstundu í dauðafæri sem fékkst gefins, sem einhvern veginn kjarnaði kvöldið. Ísland fékk loks færi, skapaði það ekki sjálft og það nýttist ekki. Í kjölfarið fer Bosnía í sína fyrstu sókn eftir hlé og skora þriðja markið enn á ný gegn lítilli sem engri mótstöðu. Annað sem kjarnaði kvöldið. Það verður að setja spurningamerki við upplegg liðsins þar sem sex léttir og framsæknir leikmenn byrjuðu leikinn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, nefndi eftir leik að Ísland hefði verið undir í baráttu og einvígjum og það er sannarlega hægt að taka undir það - enda var Bosnía með áræðnari, ákveðnari, stærri og sterkari leikmenn inni á vellinum. Þá átta ég mig ekki á því hvaða leiðir áttu að skila marki. Þó vissulega hafi verið batamerki eftir hlé, en samt engin almennileg færi. Vonandi er hægt að byggja á því. Menn geta bent á það að Ísland hafi vantað bæði Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason í stöðurnar aftast á vellinum, en líkt og Arnar segir sjálfur í viðtali eftir leik er það engin afsökun. Ef okkur vantaði menn þá vantaði guði hjá Bosníu. Miralem Pjanic, Sead Kolasinac og Edin Dzeko voru þar allir fjarverandi. Úrslitin voru ekki góð en frammistaðan meira áhyggjuefni. Ísland átti engin svör við þéttri vörn Bosníu, voru skrefi á eftir hröðum sóknum liðsins og voru hreinlega eins og fangar í harðri gæslu heimamanna. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Hert öryggisgæsla var á vellinum í kvöld vegna viðveru forseta bosníska knattspynusambandsins. Þungvopnaðir sérsveitarmenn höfðu fjölda hermanna sér til aðstoðar. Þeir þurftu þó lítið að aðhafast þar sem stuðningsmenn Bosníu sátu sem slakastir með kaffi og sígó er lið þeirra fór létt með Ísland í kvöld. Við verðum að byrja á byrjunarliðinu. Margur hafði áhyggjur þegar Arnór Ingvi Traustason hóf leikinn sem stakur djúpur miðjumaður, með tvo aðra framsækna miðjumenn með sér í Jóhanni Berg og Hákoni. Í stað þess að vera meira miðsvæðis til að stýra varnarleiknum var Guðlaugur Victor Pálsson þá í hægri bakverði á meðan þeir Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon mönnuðu miðvarðarstöðurnar. Áhyggjurnar af varnarleiknum reyndust á rökum reistar þar sem Bosnía labbaði í gegnum vörn Íslands strax á fyrstu mínútu leiksins. Raunar hafði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, leyst liðsfélaga sína úr snörunni í þrígang eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Rade Krunic, leikmaður AC Milan, kom Bosníu verðskuldað yfir eftir fjórtán mínútna leik. Hann skoraði svo keimlíkt mark síðar í hálfleiknum, og í þeim báðum var mótstaða Íslands illsjáanleg. Það var í raun ekki sjón að sjá íslenska liðið. Maður áttaði sig illa á því hvaða leiðir átti að fara í sóknarleiknum, enginn þriggja (sóknarsinnaðra) miðjumanna komst í takt við leikinn fyrir hlé og þá vantaði alla baráttu, vilja og skipulag í varnarleikinn. Manni var býsna létt þegar hálfleiksflautið gall enda frammistaðan slök á báðum endum vallarins. Frammistaða sem einkenndist helst af leikmönnum sem þekktu illa hlutverk sín og tengdu illa saman í bæði vörn og sókn. Óvænt mætti óbreytt íslenskt lið til leiks eftir hléið. Íslenska liðið leit eilítið betur út framan af gegn Bosníumönnum sem lágu til baka. Hákon Arnar Haraldsson féll við á ögurstundu í dauðafæri sem fékkst gefins, sem einhvern veginn kjarnaði kvöldið. Ísland fékk loks færi, skapaði það ekki sjálft og það nýttist ekki. Í kjölfarið fer Bosnía í sína fyrstu sókn eftir hlé og skora þriðja markið enn á ný gegn lítilli sem engri mótstöðu. Annað sem kjarnaði kvöldið. Það verður að setja spurningamerki við upplegg liðsins þar sem sex léttir og framsæknir leikmenn byrjuðu leikinn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, nefndi eftir leik að Ísland hefði verið undir í baráttu og einvígjum og það er sannarlega hægt að taka undir það - enda var Bosnía með áræðnari, ákveðnari, stærri og sterkari leikmenn inni á vellinum. Þá átta ég mig ekki á því hvaða leiðir áttu að skila marki. Þó vissulega hafi verið batamerki eftir hlé, en samt engin almennileg færi. Vonandi er hægt að byggja á því. Menn geta bent á það að Ísland hafi vantað bæði Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason í stöðurnar aftast á vellinum, en líkt og Arnar segir sjálfur í viðtali eftir leik er það engin afsökun. Ef okkur vantaði menn þá vantaði guði hjá Bosníu. Miralem Pjanic, Sead Kolasinac og Edin Dzeko voru þar allir fjarverandi. Úrslitin voru ekki góð en frammistaðan meira áhyggjuefni. Ísland átti engin svör við þéttri vörn Bosníu, voru skrefi á eftir hröðum sóknum liðsins og voru hreinlega eins og fangar í harðri gæslu heimamanna.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira