„Við þurfum að ná í þrjú stig þar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2023 07:01 Hákon Arnar með boltann í leiknum í gær. Vísir/Getty „Við mætum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Bosníu í gærkvöld. Hákon Arnar sagðist ekki geta svarað hver ástæðan væri fyrir slæmri byrjun íslenska liðsins. „Ég veit ekki hvað það er, ég er ekki með svarið við þessari spurningu. Mér líður eins og þeir fái þrjú færi í leiknum og skora þrjú mörk. Þeir voru góðir í vítateignum sem við vorum ekki, það fannst mér vera helsti munurinn á liðunum í dag.“ „Við gefumst aldrei upp en þetta varð erfiðara þegar við erum 2-0 undir í hálfleik og þurfum að fara að sækja. Það er erfiðara.“ Íslenska liðið virtist allan tímann vera skrefi á eftir Bosníumönnum og virtist sem slæm byrjun hefði slegið liðið út af laginu. „Við mætum ekki til leiks og þá breytir engu máli hvernig uppleggið er. Ef þú ert ekki með grunnatriðin á hreinu þá er vonlaust að vinna leiki. Það er margt sem við þurfum að bæta,“ sagði Hákon Arnar og bætti við að honum fyndist úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Nei, mér finnst það ekki. Þeir voru mjög góðir í teignum en við fáum engin dauðafæri. Það var heppni með þeim og þeir áttu þetta skilið, en ekki 3-0.“ Hákon Arnar rann á vellinum í upphafi síðari hálfleiks þegar Ísland var í ágætri stöðu. „Það voru litlir hlutir sem voru ekki að falla með okkur, eins og þegar ég dett þarna og svo í fyrri hálfleik rennur boltinn af mér og ég er kominn með gult spjald. Þetta var ekki okkar dagur.“ Ísland mætir Licthenstein á sunnudag þar sem liðið verður að sækja sigur. „Við þurfum að skoða hvað við getum bætt og hvað við gerðum vel. Svo er bara fulla ferð áfram gegn Licthenstein, við þurfum að ná í þrjú stig þar.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Hákon Arnar sagðist ekki geta svarað hver ástæðan væri fyrir slæmri byrjun íslenska liðsins. „Ég veit ekki hvað það er, ég er ekki með svarið við þessari spurningu. Mér líður eins og þeir fái þrjú færi í leiknum og skora þrjú mörk. Þeir voru góðir í vítateignum sem við vorum ekki, það fannst mér vera helsti munurinn á liðunum í dag.“ „Við gefumst aldrei upp en þetta varð erfiðara þegar við erum 2-0 undir í hálfleik og þurfum að fara að sækja. Það er erfiðara.“ Íslenska liðið virtist allan tímann vera skrefi á eftir Bosníumönnum og virtist sem slæm byrjun hefði slegið liðið út af laginu. „Við mætum ekki til leiks og þá breytir engu máli hvernig uppleggið er. Ef þú ert ekki með grunnatriðin á hreinu þá er vonlaust að vinna leiki. Það er margt sem við þurfum að bæta,“ sagði Hákon Arnar og bætti við að honum fyndist úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Nei, mér finnst það ekki. Þeir voru mjög góðir í teignum en við fáum engin dauðafæri. Það var heppni með þeim og þeir áttu þetta skilið, en ekki 3-0.“ Hákon Arnar rann á vellinum í upphafi síðari hálfleiks þegar Ísland var í ágætri stöðu. „Það voru litlir hlutir sem voru ekki að falla með okkur, eins og þegar ég dett þarna og svo í fyrri hálfleik rennur boltinn af mér og ég er kominn með gult spjald. Þetta var ekki okkar dagur.“ Ísland mætir Licthenstein á sunnudag þar sem liðið verður að sækja sigur. „Við þurfum að skoða hvað við getum bætt og hvað við gerðum vel. Svo er bara fulla ferð áfram gegn Licthenstein, við þurfum að ná í þrjú stig þar.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira