Mikil öryggisgæsla var á vellinum í Zenica í gærkvöld vegna Zeljkovic og mátti sjá hermenn og sérsveitarmenn vopnaða rifflum í kringum hann.
Zeljkovic mætti svo inn í fábrotinn búningsklefa heimamanna eftir leik og þar tók þessi 34 ára formaður þátt í að fagna frábærri frammistöðu bosníska liðsins, eins og sjá má hér að neðan.
Hann kvaddi sér svo hljóðs til að tilkynna leikmönnum að þeir gætu átt von á góðum bónusgreiðslum. Bosnía sækir Slóvakíu heim á sunnudaginn og sagði Zeljkovic að Bosníumenn myndu fá tvöfaldan bónus ef þeir næðu í jafntefli í þeim leik, og þrefaldan bónus ef að liðið ynni sigur.
Búast má við því að Portúgal vinni riðilinn sem liðin spila í en að barátta verði á milli Bosníu, Slóvakíu og mögulega Íslands um að fylgja Portúgölum upp úr riðlinum og á EM. Sú barátta hófst fullkomlega fyrir Bosníu í gær því auk afar sannfærandi sigurs liðsins gegn Íslandi þá gerði Slóvakía óvænt markalaust jafntefli við Lúxemborg.