Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 09:15 Edda Falak hefur miðlað því til ritstjórnar Heimildarinnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku. Vísir/Vilhelm Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Heimildin sendi fjölmiðlum í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar opins bréfs sem Frosti Logason fjölmiðlamaður birti hér á Vísi um að hann hafi sannanir um að Edda Falak hafi logið til um starfsferil sinn í viðtölum hjá fjölmiðlum. „Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni,“ segir í yfirlýsingunni. Starfsferill og námsferill Eddu hafi ekki verið ráðandi þáttur í ákvörðun Heimildarinnar um samstarf við hana heldur hafi það verið auðsýndur ferill hennar þegar kemur að því að veita þolendum ofbeldis rödd og rými til að deila reynslu sinni. „Frá því að hún hóf störf á ritstjórn Heimildarinnar hefur verið fylgt ritstjórnarstefnu og starfsreglum Heimildarinnar. Ritstjórn Heimildarinnar tryggir og ber ábyrgð á að starfsfólk ritstjórnar fylgi reglum um vinnubrögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hefur borið skugga þar á,“ segir í yfirlýsingunni. Tekið er fram að lögfræðingur á vegum Frosta hafi að undanförnu verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu Frosta, Eddu Pétursdóttur, í þætti Eddu Falak. Þar lýsti hún skriflegum hótunum hans í hennar garð. „Í svari við umfjöllununum um margvíslegar yfirlýsingar Frosta um Eddu skal tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hún mátt þola ítrekaðar tilraunir til þöggunar, þar sem hún hefur meðal annars verið dregin fyrir dómstóla vegna starfa sinna. Allt hefur þetta lagst þungt á hana,“ segir í yfirlýsingunni. Annar þáttur Eddu Falak hjá Heimildinni í samnefndum þætti hennar er væntanlegur í næstu viku en hann er að fullu leyti frágenginn. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Vegna starfa og dagskrárgerðar Eddu Falak fyrir Heimildina er rétt að taka fram að bakgrunnur í fjármálum, hvorki nám, námsgráða né möguleg störf, hafði ekki nokkur áhrif á hlutverk hennar eða ákvarðanir því tengdar af hálfu ritstjórnar Heimildarinnar. Frá því að hún hóf störf á ritstjórn Heimildarinnar hefur verið fylgt ritstjórnarstefnu og starfsreglum Heimildarinnar. Ritstjórn Heimildarinnar tryggir og ber ábyrgð á að starfsfólk ritstjórnar fylgi reglum um vinnubrögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hefur borið skugga þar á. Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni. Ráðandi þáttur í ákvörðun forsvarsfólks Heimildarinnar um samstarf í síðasta mánuði var hins vegar auðsýndur ferill Eddu sem viðkemur því að veita þolendum rödd og rými til að deila reynslu sinni, í málum sem hafa samfélagslegt mikilvægi og sýna gjarnan fram á bresti í kerfum sem verja ættu viðkomandi. Í störfum með Heimildinni er unnið eftir verklagi sem felur meðal annars í sér að afla gagna og viðbragða, í því skyni að geta miðlað víðtækum áhrifum ofbeldis á fólk sem á sér gjarnan engan málsvara. Vegna umfjallana hlaðvarpstjórnandans Frosta Logasonar um Eddu og opins bréfs hans til Heimildarinnar, sem hefur verið til umfjöllunar í fréttamiðlum, er rétt að taka fram að lögfræðingur á vegum Frosta hefur undanfarið verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu hans af skriflegum hótunum hans í hennar garð, en frásögn hennar, studd gögnum, kom fram í viðtali við Eddu Falak í fyrra. Í svari við umfjöllununum um margvíslegar yfirlýsingar Frosta um Eddu skal tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hún mátt þola ítrekaðar tilraunir til þöggunar, þar sem hún hefur meðal annars verið dregin fyrir dómstóla vegna starfa sinna. Allt hefur þetta lagst þungt á hana. Annar þáttur Eddu hjá Heimildinni, sem er að fullu leyti frágenginn, er væntanlegur í komandi viku. Fyrir hönd Heimildarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson ritstjórar, Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri og Edda Falak blaðamaður. Fjölmiðlar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Heimildin sendi fjölmiðlum í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar opins bréfs sem Frosti Logason fjölmiðlamaður birti hér á Vísi um að hann hafi sannanir um að Edda Falak hafi logið til um starfsferil sinn í viðtölum hjá fjölmiðlum. „Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni,“ segir í yfirlýsingunni. Starfsferill og námsferill Eddu hafi ekki verið ráðandi þáttur í ákvörðun Heimildarinnar um samstarf við hana heldur hafi það verið auðsýndur ferill hennar þegar kemur að því að veita þolendum ofbeldis rödd og rými til að deila reynslu sinni. „Frá því að hún hóf störf á ritstjórn Heimildarinnar hefur verið fylgt ritstjórnarstefnu og starfsreglum Heimildarinnar. Ritstjórn Heimildarinnar tryggir og ber ábyrgð á að starfsfólk ritstjórnar fylgi reglum um vinnubrögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hefur borið skugga þar á,“ segir í yfirlýsingunni. Tekið er fram að lögfræðingur á vegum Frosta hafi að undanförnu verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu Frosta, Eddu Pétursdóttur, í þætti Eddu Falak. Þar lýsti hún skriflegum hótunum hans í hennar garð. „Í svari við umfjöllununum um margvíslegar yfirlýsingar Frosta um Eddu skal tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hún mátt þola ítrekaðar tilraunir til þöggunar, þar sem hún hefur meðal annars verið dregin fyrir dómstóla vegna starfa sinna. Allt hefur þetta lagst þungt á hana,“ segir í yfirlýsingunni. Annar þáttur Eddu Falak hjá Heimildinni í samnefndum þætti hennar er væntanlegur í næstu viku en hann er að fullu leyti frágenginn. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Vegna starfa og dagskrárgerðar Eddu Falak fyrir Heimildina er rétt að taka fram að bakgrunnur í fjármálum, hvorki nám, námsgráða né möguleg störf, hafði ekki nokkur áhrif á hlutverk hennar eða ákvarðanir því tengdar af hálfu ritstjórnar Heimildarinnar. Frá því að hún hóf störf á ritstjórn Heimildarinnar hefur verið fylgt ritstjórnarstefnu og starfsreglum Heimildarinnar. Ritstjórn Heimildarinnar tryggir og ber ábyrgð á að starfsfólk ritstjórnar fylgi reglum um vinnubrögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hefur borið skugga þar á. Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni. Ráðandi þáttur í ákvörðun forsvarsfólks Heimildarinnar um samstarf í síðasta mánuði var hins vegar auðsýndur ferill Eddu sem viðkemur því að veita þolendum rödd og rými til að deila reynslu sinni, í málum sem hafa samfélagslegt mikilvægi og sýna gjarnan fram á bresti í kerfum sem verja ættu viðkomandi. Í störfum með Heimildinni er unnið eftir verklagi sem felur meðal annars í sér að afla gagna og viðbragða, í því skyni að geta miðlað víðtækum áhrifum ofbeldis á fólk sem á sér gjarnan engan málsvara. Vegna umfjallana hlaðvarpstjórnandans Frosta Logasonar um Eddu og opins bréfs hans til Heimildarinnar, sem hefur verið til umfjöllunar í fréttamiðlum, er rétt að taka fram að lögfræðingur á vegum Frosta hefur undanfarið verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu hans af skriflegum hótunum hans í hennar garð, en frásögn hennar, studd gögnum, kom fram í viðtali við Eddu Falak í fyrra. Í svari við umfjöllununum um margvíslegar yfirlýsingar Frosta um Eddu skal tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hún mátt þola ítrekaðar tilraunir til þöggunar, þar sem hún hefur meðal annars verið dregin fyrir dómstóla vegna starfa sinna. Allt hefur þetta lagst þungt á hana. Annar þáttur Eddu hjá Heimildinni, sem er að fullu leyti frágenginn, er væntanlegur í komandi viku. Fyrir hönd Heimildarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson ritstjórar, Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri og Edda Falak blaðamaður.
Vegna starfa og dagskrárgerðar Eddu Falak fyrir Heimildina er rétt að taka fram að bakgrunnur í fjármálum, hvorki nám, námsgráða né möguleg störf, hafði ekki nokkur áhrif á hlutverk hennar eða ákvarðanir því tengdar af hálfu ritstjórnar Heimildarinnar. Frá því að hún hóf störf á ritstjórn Heimildarinnar hefur verið fylgt ritstjórnarstefnu og starfsreglum Heimildarinnar. Ritstjórn Heimildarinnar tryggir og ber ábyrgð á að starfsfólk ritstjórnar fylgi reglum um vinnubrögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hefur borið skugga þar á. Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni. Ráðandi þáttur í ákvörðun forsvarsfólks Heimildarinnar um samstarf í síðasta mánuði var hins vegar auðsýndur ferill Eddu sem viðkemur því að veita þolendum rödd og rými til að deila reynslu sinni, í málum sem hafa samfélagslegt mikilvægi og sýna gjarnan fram á bresti í kerfum sem verja ættu viðkomandi. Í störfum með Heimildinni er unnið eftir verklagi sem felur meðal annars í sér að afla gagna og viðbragða, í því skyni að geta miðlað víðtækum áhrifum ofbeldis á fólk sem á sér gjarnan engan málsvara. Vegna umfjallana hlaðvarpstjórnandans Frosta Logasonar um Eddu og opins bréfs hans til Heimildarinnar, sem hefur verið til umfjöllunar í fréttamiðlum, er rétt að taka fram að lögfræðingur á vegum Frosta hefur undanfarið verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu hans af skriflegum hótunum hans í hennar garð, en frásögn hennar, studd gögnum, kom fram í viðtali við Eddu Falak í fyrra. Í svari við umfjöllununum um margvíslegar yfirlýsingar Frosta um Eddu skal tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hún mátt þola ítrekaðar tilraunir til þöggunar, þar sem hún hefur meðal annars verið dregin fyrir dómstóla vegna starfa sinna. Allt hefur þetta lagst þungt á hana. Annar þáttur Eddu hjá Heimildinni, sem er að fullu leyti frágenginn, er væntanlegur í komandi viku. Fyrir hönd Heimildarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson ritstjórar, Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri og Edda Falak blaðamaður.
Fjölmiðlar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira