Sjáðu ótrúlegu lokin sem Ásgeir sagði algjört fíaskó Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2023 12:30 Gróttumenn geta enn komist í úrslitakeppnina eftir hádramatískan sigur gegn Haukum í gærkvöld. vísir/Diego „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá,“ sagði afar óánægður Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir ótrúlegar lokasekúndur í hinum mikilvæga leik liðsins gegn Gróttu í Olís-deildinni í handbolta í gær. Haukar töldu sig hafa skorað sigurmark leiksins þegar örfáar sekúndur voru eftir en í staðinn endaði Grótta á að vinna leikinn, 28-27. Haukar voru með boltann og tóku miðju þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum, og staðan 27-27. Grótta kom framarlega með sitt lið í von um að stela boltanum og skora sigurmark, því liðið þurfti nauðsynlega sigur í von um að nálgast Hauka og komast í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Eftir sigurinn munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Í lokasókn Hauka skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson og virtist hafa komið Haukum yfir. Dómararnir voru ekki sammála og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðju. Gróttumenn höguðu sér eins og að mark hefði verið skorað og tóku miðju, en voru þá í raun búnir að hefja sókn fram sem endaði með því að Birgir Steinn Jónsson skoraði sigurmark á síðustu sekúndu. Þetta má sjá á myndbandinu hér að neðan. Lokasekúndurnar í leik Hauka og Gróttu hljóta að fara í sögubækurnar! Haukar halda að þeir séu að fara vinna leikinn en 4 sekúndum seinna tapa þeir leiknum. Innri dómarinn dæmir línu en flautar samt miðjuna á. Ásgeir Örn: "Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá." pic.twitter.com/deDv3A30LF— Arnar Daði (@arnardadi) March 23, 2023 Eftir fund við dómaraborðið var komist að þeirri niðurstöðu að mark Gróttu skyldi standa en mark Hauka dæmt af. Ásgeir var skiljanlega virkilega ósáttur með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik. Olís-deild karla Haukar Grótta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03 Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Haukar töldu sig hafa skorað sigurmark leiksins þegar örfáar sekúndur voru eftir en í staðinn endaði Grótta á að vinna leikinn, 28-27. Haukar voru með boltann og tóku miðju þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum, og staðan 27-27. Grótta kom framarlega með sitt lið í von um að stela boltanum og skora sigurmark, því liðið þurfti nauðsynlega sigur í von um að nálgast Hauka og komast í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Eftir sigurinn munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Í lokasókn Hauka skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson og virtist hafa komið Haukum yfir. Dómararnir voru ekki sammála og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðju. Gróttumenn höguðu sér eins og að mark hefði verið skorað og tóku miðju, en voru þá í raun búnir að hefja sókn fram sem endaði með því að Birgir Steinn Jónsson skoraði sigurmark á síðustu sekúndu. Þetta má sjá á myndbandinu hér að neðan. Lokasekúndurnar í leik Hauka og Gróttu hljóta að fara í sögubækurnar! Haukar halda að þeir séu að fara vinna leikinn en 4 sekúndum seinna tapa þeir leiknum. Innri dómarinn dæmir línu en flautar samt miðjuna á. Ásgeir Örn: "Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá." pic.twitter.com/deDv3A30LF— Arnar Daði (@arnardadi) March 23, 2023 Eftir fund við dómaraborðið var komist að þeirri niðurstöðu að mark Gróttu skyldi standa en mark Hauka dæmt af. Ásgeir var skiljanlega virkilega ósáttur með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik.
Olís-deild karla Haukar Grótta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03 Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03
Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05