Sjáðu ótrúlegu lokin sem Ásgeir sagði algjört fíaskó Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2023 12:30 Gróttumenn geta enn komist í úrslitakeppnina eftir hádramatískan sigur gegn Haukum í gærkvöld. vísir/Diego „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá,“ sagði afar óánægður Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir ótrúlegar lokasekúndur í hinum mikilvæga leik liðsins gegn Gróttu í Olís-deildinni í handbolta í gær. Haukar töldu sig hafa skorað sigurmark leiksins þegar örfáar sekúndur voru eftir en í staðinn endaði Grótta á að vinna leikinn, 28-27. Haukar voru með boltann og tóku miðju þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum, og staðan 27-27. Grótta kom framarlega með sitt lið í von um að stela boltanum og skora sigurmark, því liðið þurfti nauðsynlega sigur í von um að nálgast Hauka og komast í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Eftir sigurinn munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Í lokasókn Hauka skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson og virtist hafa komið Haukum yfir. Dómararnir voru ekki sammála og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðju. Gróttumenn höguðu sér eins og að mark hefði verið skorað og tóku miðju, en voru þá í raun búnir að hefja sókn fram sem endaði með því að Birgir Steinn Jónsson skoraði sigurmark á síðustu sekúndu. Þetta má sjá á myndbandinu hér að neðan. Lokasekúndurnar í leik Hauka og Gróttu hljóta að fara í sögubækurnar! Haukar halda að þeir séu að fara vinna leikinn en 4 sekúndum seinna tapa þeir leiknum. Innri dómarinn dæmir línu en flautar samt miðjuna á. Ásgeir Örn: "Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá." pic.twitter.com/deDv3A30LF— Arnar Daði (@arnardadi) March 23, 2023 Eftir fund við dómaraborðið var komist að þeirri niðurstöðu að mark Gróttu skyldi standa en mark Hauka dæmt af. Ásgeir var skiljanlega virkilega ósáttur með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik. Olís-deild karla Haukar Grótta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03 Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Haukar töldu sig hafa skorað sigurmark leiksins þegar örfáar sekúndur voru eftir en í staðinn endaði Grótta á að vinna leikinn, 28-27. Haukar voru með boltann og tóku miðju þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum, og staðan 27-27. Grótta kom framarlega með sitt lið í von um að stela boltanum og skora sigurmark, því liðið þurfti nauðsynlega sigur í von um að nálgast Hauka og komast í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Eftir sigurinn munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Í lokasókn Hauka skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson og virtist hafa komið Haukum yfir. Dómararnir voru ekki sammála og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðju. Gróttumenn höguðu sér eins og að mark hefði verið skorað og tóku miðju, en voru þá í raun búnir að hefja sókn fram sem endaði með því að Birgir Steinn Jónsson skoraði sigurmark á síðustu sekúndu. Þetta má sjá á myndbandinu hér að neðan. Lokasekúndurnar í leik Hauka og Gróttu hljóta að fara í sögubækurnar! Haukar halda að þeir séu að fara vinna leikinn en 4 sekúndum seinna tapa þeir leiknum. Innri dómarinn dæmir línu en flautar samt miðjuna á. Ásgeir Örn: "Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá." pic.twitter.com/deDv3A30LF— Arnar Daði (@arnardadi) March 23, 2023 Eftir fund við dómaraborðið var komist að þeirri niðurstöðu að mark Gróttu skyldi standa en mark Hauka dæmt af. Ásgeir var skiljanlega virkilega ósáttur með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik.
Olís-deild karla Haukar Grótta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03 Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03
Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti