Hvers vegna á að loka pósthúsinu í Mjódd? Þórhildur Ólöf Helgadóttir skrifar 24. mars 2023 17:01 Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Rétt er að halda því til haga að aðsókn er mun meiri á Dalvegi, það eru tvisvar sinnum fleiri viðskiptavinir á hverju ári sem sækja pósthúsið á Dalvegi heldur en í Mjódd. Þetta vó þungt þegar ákvörðunin var tekin. Pósthúsinu í Mjódd hefur áður verið lokað í skemmri tíma vegna viðgerða. Þá var póstafgreiðslan færð niður á Dalveg tímabundið sem gekk vel. Það verður áfram póstþjónusta í Mjódd þó að afgreiðslunni verði lokað. Póstboxið verður á sínum stað í Mjóddinni, sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum, og svo eru póstbox víðar, t.d. í Vesturbergi. Auk þess stendur til að bæta við póstboxum í Efra-Breiðholti og Seljahverfi. Þá eru fleiri pósthús í borginni, bæði á Höfðabakka og í Síðumúla. Eins og komið hefur fram hefur magn bréfa dregist saman um 80% frá árinu 2010. Nýlega samþykkti borgarráð að frá 1. mars myndi Reykjavíkurborg hætta að prenta út og senda greiðsluseðla til einstaklinga og fyrirtækja. Nú verða þeir sendir rafrænt. Þessar breytingar hafa í för með sér að bréfsendingum fækkar enn frekar og þá þarf eðlilega að skera niður kostnað vegna lægri tekna hjá Póstinum. Ljóst er að á öllum sviðum samfélagsins hafa stafrænar umbreytingar átt sér stað sem „einfalda líf fólks, eru fjárhagsleg hagræðing og umhverfisvænar,“ svo notuð séu orð öldungaráðs borgarráðs í tengslum við rafræna greiðsluseðla í hinni „Rafrænu Reykjavík“. Pósturinn er engin undantekning þegar kemur að þróun stafrænna lausna. Ýmsir lýsa yfir áhyggjum af eldri borgurum vegna lokunar pósthússins í Mjódd. Það er skiljanlegt en hins vegar fjölgar þeim stöðugt sem velja póstbox umfram pósthús, ekki síst vegna þess að póstboxin eru ósjaldan í göngufæri við heimili fólks. Þá má nefna að sá hópur sem á ekki heimangengt getur alltaf fengið sendingarnar sínar heim að dyrum. Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum og það er okkur mikið kappsmál að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku- og afhendingarstaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox og leggjum við því mesta áherslu á að fjölga þeim. Höfundur er forstjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Rétt er að halda því til haga að aðsókn er mun meiri á Dalvegi, það eru tvisvar sinnum fleiri viðskiptavinir á hverju ári sem sækja pósthúsið á Dalvegi heldur en í Mjódd. Þetta vó þungt þegar ákvörðunin var tekin. Pósthúsinu í Mjódd hefur áður verið lokað í skemmri tíma vegna viðgerða. Þá var póstafgreiðslan færð niður á Dalveg tímabundið sem gekk vel. Það verður áfram póstþjónusta í Mjódd þó að afgreiðslunni verði lokað. Póstboxið verður á sínum stað í Mjóddinni, sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum, og svo eru póstbox víðar, t.d. í Vesturbergi. Auk þess stendur til að bæta við póstboxum í Efra-Breiðholti og Seljahverfi. Þá eru fleiri pósthús í borginni, bæði á Höfðabakka og í Síðumúla. Eins og komið hefur fram hefur magn bréfa dregist saman um 80% frá árinu 2010. Nýlega samþykkti borgarráð að frá 1. mars myndi Reykjavíkurborg hætta að prenta út og senda greiðsluseðla til einstaklinga og fyrirtækja. Nú verða þeir sendir rafrænt. Þessar breytingar hafa í för með sér að bréfsendingum fækkar enn frekar og þá þarf eðlilega að skera niður kostnað vegna lægri tekna hjá Póstinum. Ljóst er að á öllum sviðum samfélagsins hafa stafrænar umbreytingar átt sér stað sem „einfalda líf fólks, eru fjárhagsleg hagræðing og umhverfisvænar,“ svo notuð séu orð öldungaráðs borgarráðs í tengslum við rafræna greiðsluseðla í hinni „Rafrænu Reykjavík“. Pósturinn er engin undantekning þegar kemur að þróun stafrænna lausna. Ýmsir lýsa yfir áhyggjum af eldri borgurum vegna lokunar pósthússins í Mjódd. Það er skiljanlegt en hins vegar fjölgar þeim stöðugt sem velja póstbox umfram pósthús, ekki síst vegna þess að póstboxin eru ósjaldan í göngufæri við heimili fólks. Þá má nefna að sá hópur sem á ekki heimangengt getur alltaf fengið sendingarnar sínar heim að dyrum. Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum og það er okkur mikið kappsmál að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku- og afhendingarstaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox og leggjum við því mesta áherslu á að fjölga þeim. Höfundur er forstjóri Póstsins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun