Vilja nota skrifstofuhúsnæði undir flóttafólk Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 22:03 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að senda þingflokkum stjórnarflokka frumvarpsdrög. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin vill rýmka tímabundið reglur vegna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Frumvarpsdrög voru send á þingflokka stjórnarflokka í morgun. Verði frumvarpið að lögum er hægt að nýta húsnæði, sem ekki var upphaflega hugsað til búsetu, undir flóttafólk. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að metfjöldi flóttamanna hafi sótt um vernd hér á landi. Frá áramótum hafi um 1.300 manns sótt um vernd hér á landi, sem eru helmingi fleiri en sóttu um vernd allt árið 2021. Á sama tíma séu búsetuúrræði á vegum Vinnumálastofnunar nánast fullnýtt og erfiðlega gangi að finna hentugt húsnæði til leigu. Dæmi eru tekin um að hægt væri að breyta auðu skrifstofuhúsnæði í eigu ríkisins í tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur. Undanþágan gildir til 1. júní 2025, verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir meiri slaka verða hefðbundnar kröfur gerðar til brunavarna, öryggis og hollustuhátta. Undanþágan gildir því almennt aðeins í tengslum við skipulags- og byggingarlöggjöf, til dæmis þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir íbúðum í aðal- eða deiliskipulagi. Skipulagsstofnun verður því heimilt að veita undanþágu, eftir beiðni frá Vinnumálastofnun og umsögn frá hlutaðeigandi sveitarfélagi, frá einstökum ákvæðum skipulags- og byggingarlöggjafar. Gert er ráð fyrir því að stök undanþága gildi í 18 mánuði, en að því loknu þurfi að fara í hefðbundið leyfisferli. Nánar á vef Stjórnarráðsins. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02 Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að metfjöldi flóttamanna hafi sótt um vernd hér á landi. Frá áramótum hafi um 1.300 manns sótt um vernd hér á landi, sem eru helmingi fleiri en sóttu um vernd allt árið 2021. Á sama tíma séu búsetuúrræði á vegum Vinnumálastofnunar nánast fullnýtt og erfiðlega gangi að finna hentugt húsnæði til leigu. Dæmi eru tekin um að hægt væri að breyta auðu skrifstofuhúsnæði í eigu ríkisins í tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur. Undanþágan gildir til 1. júní 2025, verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir meiri slaka verða hefðbundnar kröfur gerðar til brunavarna, öryggis og hollustuhátta. Undanþágan gildir því almennt aðeins í tengslum við skipulags- og byggingarlöggjöf, til dæmis þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir íbúðum í aðal- eða deiliskipulagi. Skipulagsstofnun verður því heimilt að veita undanþágu, eftir beiðni frá Vinnumálastofnun og umsögn frá hlutaðeigandi sveitarfélagi, frá einstökum ákvæðum skipulags- og byggingarlöggjafar. Gert er ráð fyrir því að stök undanþága gildi í 18 mánuði, en að því loknu þurfi að fara í hefðbundið leyfisferli. Nánar á vef Stjórnarráðsins.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02 Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02
Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52