„Aðal bikarinn er eftir og við stefnum á að halda honum heima“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. mars 2023 22:45 Kristófer Acox var frábær í sigri Vals gegn Njarðvík Vísir/Hulda Margrét Valur valtaði yfir Njarðvík í Ljónagryfjunni 76-101. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn og Kristófer Acox, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. „Við vissum af því að með sigri myndum við tryggja okkur deildarmeistaratitilinn en við vorum ekkert að missa okkur yfir því. Við komum inn í þennan leik og ætluðum að spila eins og við hefðum engu að tapa,“ sagði Kristófer Acox og hélt áfram. „Auðvitað er þetta mikill heiður og alltaf gaman að vinna en aðal bikarinn er eftir og við stefnum á að halda honum heima. Við fáum heimavöllinn út úrslitakeppnina og við vitum að það er mikilvægt.“ Kristófer var ánægður með þá staðreynd að hafa landað eina titlinum sem hann átti eftir að vinna sem leikmaður Vals. „Við erum í þessu til að vinna og við viljum vinna allt sem er í boði. Núna erum við komnir með alla bikarana í hús en auðvitað er nýtt og annað mót sem er eftir. Það er mikill körfubolti sem er eftir að spila og við vitum að það verður ekki auðvelt. Við munum hugsa um okkur og reyna vera betri og mér fannst við taka stórt skref í kvöld.“ Kristófer Acox og Maciek Baginski áttu í orðaskiptum í seinni hálfleik. Skömmu síðar tróð Kristófer yfir hann. Kristófer var léttur í svörum og sagðist hafa skotið á hann vegna auglýsingu sem Maciek lék í. „Ég og Maciek Baginski erum góðir félagar og erum búnir að þekkjast lengi og ég var aðeins að skjóta á hann með Sjóvá auglýsingarnar. Það hefur verið stríð milli mín og hans á auglýsingaskiltum út í bæ. Maður sá hann allt í einu á skjánum að taka minn tíma og ég lét hann aðeins heyra það,“ sagði Kristófer Acox í góðu glensi. Valur Subway-deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Fleiri fréttir Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
„Við vissum af því að með sigri myndum við tryggja okkur deildarmeistaratitilinn en við vorum ekkert að missa okkur yfir því. Við komum inn í þennan leik og ætluðum að spila eins og við hefðum engu að tapa,“ sagði Kristófer Acox og hélt áfram. „Auðvitað er þetta mikill heiður og alltaf gaman að vinna en aðal bikarinn er eftir og við stefnum á að halda honum heima. Við fáum heimavöllinn út úrslitakeppnina og við vitum að það er mikilvægt.“ Kristófer var ánægður með þá staðreynd að hafa landað eina titlinum sem hann átti eftir að vinna sem leikmaður Vals. „Við erum í þessu til að vinna og við viljum vinna allt sem er í boði. Núna erum við komnir með alla bikarana í hús en auðvitað er nýtt og annað mót sem er eftir. Það er mikill körfubolti sem er eftir að spila og við vitum að það verður ekki auðvelt. Við munum hugsa um okkur og reyna vera betri og mér fannst við taka stórt skref í kvöld.“ Kristófer Acox og Maciek Baginski áttu í orðaskiptum í seinni hálfleik. Skömmu síðar tróð Kristófer yfir hann. Kristófer var léttur í svörum og sagðist hafa skotið á hann vegna auglýsingu sem Maciek lék í. „Ég og Maciek Baginski erum góðir félagar og erum búnir að þekkjast lengi og ég var aðeins að skjóta á hann með Sjóvá auglýsingarnar. Það hefur verið stríð milli mín og hans á auglýsingaskiltum út í bæ. Maður sá hann allt í einu á skjánum að taka minn tíma og ég lét hann aðeins heyra það,“ sagði Kristófer Acox í góðu glensi.
Valur Subway-deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Fleiri fréttir Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira