„Vægast sagt farið fram með kostulegum óheilindum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2023 14:00 Þórður Snær sakar Ómar Smárason um óheilindi. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar gagnrýnir ummæli Ómars Smárasonar samskiptastjóra KSÍ harðlega í tengslum við fréttaflutning af meintu kynferðisofbeldi leikmanna íslenska landsliðsins. Ummæli Ómars birtust í lokaritgerð Jóhanns Inga Hafþórssonar blaðamanns en 433.is fjallaði fyrst um málið í gær. Þar er rætt við Ómar um stöðuna innan KSÍ í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Hann segist meðal annars hafa verið ósáttur með ráðgjafafyrirtækið KOM sem Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, vildi starfa með og þá gagnrýnir hann umfjöllun fjölmiðla um málið. „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun,“ er haft eftir Ómari í ritgerðinni. Svar barst ekki fyrr en „KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð“ Nú hefur Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, sem Ómar vísaði til í ummælunum að ofan, stigið fram á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann fer hörðum orðum um þessi ummæli Ómars. Þórður Snær segir að margsinnis hafi verið haft samband við KSÍ vegna málsins og lagðar fyrir sambandið spurningar. „Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra KSÍ í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheildinum og gegn betri vitund,“ skrifar Þórður Snær og fer svo ítarlega yfir málið. Þórður Snær birtir skjáskot af spurningum sem Þórður Snær segir að Kjarninn, sem hann starfaði hjá áður en Kjarninn sameinaðist Stundinni, hafi sent á KSÍ. „Í fimm vikur fengust þvælusvör við spurningum sem KSÍ gat svarað. Í áðurnefndri úttektarskýrslu kom fram að KOM hafi aftur verið kallað til hjálpa að svara okkur í nafni KSÍ. Sem þó var með samskiptastjóra á launum,“ skrifar Þórður Snær og birtir skjáskot af svörum Ómars fyrir hönd KSÍ. Þórður Snær segir að þrátt fyrir svörin hafi Kjarninn haldið áfram að spyrja spurninga. „Og KSÍ hélt áfram að svara með hjálp almannatengla, sem vildu „eyða umræðunni“ frekar en að svara.“ skrifar Þórður Snær ennfremur. „Það var ekki fyrr en 23. september 2021, eftir að KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð, sem efnislegt og raunverulegt svar barst. Svar sem var hægt að veita 18. ágúst, þegar Ómar var fyrst spurður. En svaraði ekki.“ Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra @footballiceland í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheilindum og gegn betri vitund. (Og ég heiti Snær, ekki Snævar) Þráður. 1/11 pic.twitter.com/o3xUSYLIwt— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) March 24, 2023 KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Ummæli Ómars birtust í lokaritgerð Jóhanns Inga Hafþórssonar blaðamanns en 433.is fjallaði fyrst um málið í gær. Þar er rætt við Ómar um stöðuna innan KSÍ í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Hann segist meðal annars hafa verið ósáttur með ráðgjafafyrirtækið KOM sem Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, vildi starfa með og þá gagnrýnir hann umfjöllun fjölmiðla um málið. „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun,“ er haft eftir Ómari í ritgerðinni. Svar barst ekki fyrr en „KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð“ Nú hefur Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, sem Ómar vísaði til í ummælunum að ofan, stigið fram á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann fer hörðum orðum um þessi ummæli Ómars. Þórður Snær segir að margsinnis hafi verið haft samband við KSÍ vegna málsins og lagðar fyrir sambandið spurningar. „Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra KSÍ í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheildinum og gegn betri vitund,“ skrifar Þórður Snær og fer svo ítarlega yfir málið. Þórður Snær birtir skjáskot af spurningum sem Þórður Snær segir að Kjarninn, sem hann starfaði hjá áður en Kjarninn sameinaðist Stundinni, hafi sent á KSÍ. „Í fimm vikur fengust þvælusvör við spurningum sem KSÍ gat svarað. Í áðurnefndri úttektarskýrslu kom fram að KOM hafi aftur verið kallað til hjálpa að svara okkur í nafni KSÍ. Sem þó var með samskiptastjóra á launum,“ skrifar Þórður Snær og birtir skjáskot af svörum Ómars fyrir hönd KSÍ. Þórður Snær segir að þrátt fyrir svörin hafi Kjarninn haldið áfram að spyrja spurninga. „Og KSÍ hélt áfram að svara með hjálp almannatengla, sem vildu „eyða umræðunni“ frekar en að svara.“ skrifar Þórður Snær ennfremur. „Það var ekki fyrr en 23. september 2021, eftir að KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð, sem efnislegt og raunverulegt svar barst. Svar sem var hægt að veita 18. ágúst, þegar Ómar var fyrst spurður. En svaraði ekki.“ Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra @footballiceland í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheilindum og gegn betri vitund. (Og ég heiti Snær, ekki Snævar) Þráður. 1/11 pic.twitter.com/o3xUSYLIwt— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) March 24, 2023
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira