Líklegt byrjunarlið Íslands: Fáum forystu aftast Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2023 14:30 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kemur inn eftir leikbann. Getty/Robbie Jay Barratt Ísland mætir Liechtenstein í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2024 í Vaduz á morgun. Liðinu gekk ekki vel í fyrsta leik í Bosníu á fimmtudagskvöld og tapaði 3-0. Áhugavert verður að sjá hvort miklar breytingar verði á byrjunarliði liðsins á morgun. Athyglisvert byrjunarlið blasti við í Bosníu á fimmtudagskvöld þar sem Arnór Ingvi Traustason var djúpur miðjumaður með tvo aðra sóknarþenkjandi leikmenn sér við hlið á miðsvæðinu í Hákoni Arnari Haraldssyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni. Það hentaði illa í Bosníu en er miðja sem maður hefði frekar séð fyrir sér gegn lakari andstæðingi, líkt og Liechtenstein. Einnig var áhugavert að sjá Guðlaug Victor Pálsson í bakverði, fremur en miðsvæðis, þar sem virtist vanta forystu í öftustu línu á fimmtudag. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, snýr hins vegar aftur úr leikbanni á morgun og líklegt þykir að hann taki sér stöðu í miðverðinum. Þá verður að teljast líklegt að Guðlaugur Victor byrji djúpur á miðjunni á morgun og Alfons Sampsted verði í hægri bakverði þar sem hann er öflugri sóknarlega en Guðlaugur í þeirri stöðu. Arnór Ingvi og Daníel Leó Grétarsson muni því víkja fyrir þeim Aroni og Alfons á morgun og Guðlaugur færist úr bakverði yfir á miðjuna. Liðið verði að öðru leyti óbreytt. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Aron Einar Gunnarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason Ísland mætir Liechenstein klukkan 16:00 á morgun. Leiknum verður lýst beint á Vísi og verður landsliðinu fylgt vel eftir fram að leik. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Athyglisvert byrjunarlið blasti við í Bosníu á fimmtudagskvöld þar sem Arnór Ingvi Traustason var djúpur miðjumaður með tvo aðra sóknarþenkjandi leikmenn sér við hlið á miðsvæðinu í Hákoni Arnari Haraldssyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni. Það hentaði illa í Bosníu en er miðja sem maður hefði frekar séð fyrir sér gegn lakari andstæðingi, líkt og Liechtenstein. Einnig var áhugavert að sjá Guðlaug Victor Pálsson í bakverði, fremur en miðsvæðis, þar sem virtist vanta forystu í öftustu línu á fimmtudag. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, snýr hins vegar aftur úr leikbanni á morgun og líklegt þykir að hann taki sér stöðu í miðverðinum. Þá verður að teljast líklegt að Guðlaugur Victor byrji djúpur á miðjunni á morgun og Alfons Sampsted verði í hægri bakverði þar sem hann er öflugri sóknarlega en Guðlaugur í þeirri stöðu. Arnór Ingvi og Daníel Leó Grétarsson muni því víkja fyrir þeim Aroni og Alfons á morgun og Guðlaugur færist úr bakverði yfir á miðjuna. Liðið verði að öðru leyti óbreytt. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Aron Einar Gunnarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason Ísland mætir Liechenstein klukkan 16:00 á morgun. Leiknum verður lýst beint á Vísi og verður landsliðinu fylgt vel eftir fram að leik.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira