Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2023 07:49 Hröð íbúafjölgun er talin geta sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Vísir Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði séu gjarnan minnst í janúar vegna jólavertíðar og hafi samningar verið litlu fleiri í janúarmánuðum áranna 2013 til 2015. Þó er útlit fyrir að fjöldi viðskipta hafi aukist á ný en fjöldi íbúða sem teknar hafi verið úr sölu í janúar og febrúar hafi verið svipaður og á haustmánuðum síðasta árs. Í febrúar hafi þannig nærri sjö hundruð íbúðir verið teknar úr sölu sem bendi til að þótt fasteignamarkaðurinn hafi kólnað þá sé hann ekki líflaus. Í skýrslunni segir að hlutfall íbúða sem hafi selst á yfirverði hafi aukist á höfuðborgarsvæðinu úr 12,4 prósentum í janúar í 14,5 prósent í febrúar. Þrátt fyrir að íbúðamarkaður hafi kólnað verulega á undanförnum misserum sé hlutfall yfirverðs hærra en það var flesta mánuði á árunum 2013 til 2020. Ennfremur segir að tólf mánaða verðhækkun íbúðarhúsnæðis mælist nú 12,4 prósent á höfuðborgarsvæðinu og fari hratt lækkandi. Íbúum á Íslandi fjölgaði um 11.510 í fyrra eða um 3,1 prósent sem er mesta fjölgun sem mælst hefur svo langt sem mælingar ná, eða frá 1703. Talið er að þessi hraða íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Stýrivaxtahækkunin að skila sér Í skýrslunni er fjallað um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku þar sem þeir voru hækkaðir úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. „Ef bankarnir hækka vexti jafn mikið og stýrivexti voru hækkaðir um verða lægstu óverðtryggðu vextir bankanna á bilinu 9-9,34%. Mánaðargreiðslubyrði á 40 m.kr. óverðtryggðu láni getur því hækkað úr 275 þús.kr. í 305 þús.kr. Þó eru tiltölulega fá heimili sem munu upplifa svo mikla hækkun á greiðslubyrði. Um 30% heimila sem búa í eigin húsnæði eiga íbúðir sínar skuldlaust samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar frá 2021 og þá eru mörg heimili sem skulda lítið. Samkvæmt nýjasta riti Fjármálastöðugleika voru aðeins um 12% með þeirra sem skulda með greiðslubyrði yfir 260.000 kr. í janúar. Um 30,5% heimila eru með íbúðaskuldir með greiðslubyrði undir 100.000 kr. á mánuði og 73,4% heimila með greiðslubyrði undir 200.000 kr.“ Meðalhúsaleiga 173 þúsund krónur Í skýrslunni segir að samkvæmt árlegri leigukönnun HMS, sem framkvæmd sé af Prósent, hafi meðalhúsaleiga verið 173.200 krónur á síðasta ári. „Þar af var leigan 185.300 á höfuðborgarsvæðinu en 153.900 annars staðar á landsbyggðinni. Nokkrir mælikvarðar gefa til kynna að í fyrra hafi farið að þrengja að leigjendum á nýjan leik en staða þeirra virðist hafa farið batnandi að mörgu leyti á árunum þar á undan. Til að mynda fækkaði þeim sem fannst auðvelt að verða sér úti um það húsnæði sem það býr í núna úr 45,8% í 39,5%. Svo mikil breyting á milli ára er áhugaverð í ljósi þess að lítill hluti leigjenda hefur skipt um íbúð á undanförnu ári. Að sama skapi rúmlega helmingast fjöldi þeirra sem telja að mikið framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu, sem henti sér og sinni fjölskyldu. Hins vegar hefur heimilum sem telja húsnæðiskostnað sinn vera íþyngjandi fækkað verulega á undanförnum árum samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar. Til að mynda voru 25,4% heimila á leigumarkaði með íþyngjandi húsnæðiskostnað að eigin mati árið 2015 en hlutfallið lækkaði í 18,7% árið 2021 og í 13,8% árið 2022. Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði séu gjarnan minnst í janúar vegna jólavertíðar og hafi samningar verið litlu fleiri í janúarmánuðum áranna 2013 til 2015. Þó er útlit fyrir að fjöldi viðskipta hafi aukist á ný en fjöldi íbúða sem teknar hafi verið úr sölu í janúar og febrúar hafi verið svipaður og á haustmánuðum síðasta árs. Í febrúar hafi þannig nærri sjö hundruð íbúðir verið teknar úr sölu sem bendi til að þótt fasteignamarkaðurinn hafi kólnað þá sé hann ekki líflaus. Í skýrslunni segir að hlutfall íbúða sem hafi selst á yfirverði hafi aukist á höfuðborgarsvæðinu úr 12,4 prósentum í janúar í 14,5 prósent í febrúar. Þrátt fyrir að íbúðamarkaður hafi kólnað verulega á undanförnum misserum sé hlutfall yfirverðs hærra en það var flesta mánuði á árunum 2013 til 2020. Ennfremur segir að tólf mánaða verðhækkun íbúðarhúsnæðis mælist nú 12,4 prósent á höfuðborgarsvæðinu og fari hratt lækkandi. Íbúum á Íslandi fjölgaði um 11.510 í fyrra eða um 3,1 prósent sem er mesta fjölgun sem mælst hefur svo langt sem mælingar ná, eða frá 1703. Talið er að þessi hraða íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Stýrivaxtahækkunin að skila sér Í skýrslunni er fjallað um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku þar sem þeir voru hækkaðir úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. „Ef bankarnir hækka vexti jafn mikið og stýrivexti voru hækkaðir um verða lægstu óverðtryggðu vextir bankanna á bilinu 9-9,34%. Mánaðargreiðslubyrði á 40 m.kr. óverðtryggðu láni getur því hækkað úr 275 þús.kr. í 305 þús.kr. Þó eru tiltölulega fá heimili sem munu upplifa svo mikla hækkun á greiðslubyrði. Um 30% heimila sem búa í eigin húsnæði eiga íbúðir sínar skuldlaust samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar frá 2021 og þá eru mörg heimili sem skulda lítið. Samkvæmt nýjasta riti Fjármálastöðugleika voru aðeins um 12% með þeirra sem skulda með greiðslubyrði yfir 260.000 kr. í janúar. Um 30,5% heimila eru með íbúðaskuldir með greiðslubyrði undir 100.000 kr. á mánuði og 73,4% heimila með greiðslubyrði undir 200.000 kr.“ Meðalhúsaleiga 173 þúsund krónur Í skýrslunni segir að samkvæmt árlegri leigukönnun HMS, sem framkvæmd sé af Prósent, hafi meðalhúsaleiga verið 173.200 krónur á síðasta ári. „Þar af var leigan 185.300 á höfuðborgarsvæðinu en 153.900 annars staðar á landsbyggðinni. Nokkrir mælikvarðar gefa til kynna að í fyrra hafi farið að þrengja að leigjendum á nýjan leik en staða þeirra virðist hafa farið batnandi að mörgu leyti á árunum þar á undan. Til að mynda fækkaði þeim sem fannst auðvelt að verða sér úti um það húsnæði sem það býr í núna úr 45,8% í 39,5%. Svo mikil breyting á milli ára er áhugaverð í ljósi þess að lítill hluti leigjenda hefur skipt um íbúð á undanförnu ári. Að sama skapi rúmlega helmingast fjöldi þeirra sem telja að mikið framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu, sem henti sér og sinni fjölskyldu. Hins vegar hefur heimilum sem telja húsnæðiskostnað sinn vera íþyngjandi fækkað verulega á undanförnum árum samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar. Til að mynda voru 25,4% heimila á leigumarkaði með íþyngjandi húsnæðiskostnað að eigin mati árið 2015 en hlutfallið lækkaði í 18,7% árið 2021 og í 13,8% árið 2022.
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira